Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 8
8 10. maí 2008 LAUGARDAGUR Á alla viðburði Kópavogsdaga er ókeypis nema annað sé tekið fram. Nánari dagskrá á www.kopavogur.is eða í síma 570 1500. Allir Kópavogsbúar og aðrir gestir hjartanlega velkomnir! 11:00 Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn 20 ára afmæli Myndlistarskóla Kópavogs Sýning á myndverkum nemenda í tilefni af afmæli skólans. Leiðsögn kl. 14:00. Lokadagur sýningarinnar. 14:00 Kópavogsvöllur Fótbolti – Fyrstu leikir sumarsins Kópavogsvöllur HK-FH og Akranesvöllur ÍA-Breiðablik. Áfram Kópavogur! Dagskráin í dag 10. maí Afmælisdagur Kópavogs! 15:00 Sundlaug Kópavogs OPNUNARHÁTÍÐ Formleg opnun eftir endurbætur Á 53 ára afmæli Kópavogskaupstaðar verður ný og endurbætt Sundlaug Kópavogs blessuð og opnuð almenningi til skoðunar. Ókeypis í Sundlaug Kópavogs 12. maí Sunnudagurinn 11. maí Auglýsingasími – Mest lesið DÓMSMÁL Arunas Bartkus og Rol- andas Jancevicius voru í Hæsta- rétti á fimmtudag dæmdir í fimm ára fangelsi fyrir hrottalega nauðgun aðfaranótt 10. nóvember í fyrra. Mennirnir réðust á konu með ofbeldi í húsasundi áður en þeir nauðguðu henni á hrottalegan hátt. Þeir voru dæmdir til að greiða konunni 1,2 milljónir króna, sem er um helmingi lægri upphæð en dómur héraðsdóms sagði til um. Konan hafði hitt Arunas og Rol- andas á veitingastað fyrr um kvöldið og bauð þeim að koma með sér að hitta vini sína. Skömmu síðar réðust mennirnir tveir á konuna, felldu hana í götuna og nauðguðu á hrottalegan hátt. Þeir tróðu meðal annars fingrum sínum í leggöng og „hlógu á meðan“ eins og orðrétt segir í dómnum. Samkvæmt lýsingum í dómi héraðsdóms frá því 25. jan- úar síðastliðinn var konan „skelf- ingu lostin“ og baðst ítrekað vægðar. Eftir að mennirnir höfðu lokið sér af fór konan frá vettvangi heim til sonar síns, þaðan sem hún fór á neyðarmóttökuna. Mennirnir voru handteknir 12. nóvember og hafa verið í gæslu- varðhaldi síðan. Líklegt er að mennirnir muni sitja af sér í heimalandi sínu á grundvelli sam- komulags sem dómsmálaráðherr- ar Íslands og Litháens hafa gert fyrir yfirvalda. - mh Tveir Litháar fengu fimm ára fangelsisdóm fyrir hrottalega nauðgun: Nauðgun og árás í húsasundi HÆSTIRÉTTUR Hæstiréttur staðfesti lengd refsingarinnar en lækkaði bóta- greiðslur frá dómi héraðsdóms. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EFNAHAGSMÁL Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir í viðtali sem birt var í gær á fréttavef þýska dagblaðs- ins Frankfurter Allgemeine Zeit- ung að upptaka evru myndi vera til þess fallin að koma á stöðug- leika í íslensku efnahagslífi. Það væri hins vegar ekki hægt nema með aðild að Evrópusambandinu og innganga í það væri pólitískt ógerleg eins og sakir stæðu. „Við erum í mjög hættulegum aðstæðum. Aðalvandi okkar er að ná stöðugleika í gengi gjaldmiðils- ins, og til þess þurfum við að skapa traust á íslensku krónunni,“ segir Arnór, spurður út í ástæður gengishruns krónunnar og tveggja stafa verðbólgu. Spurður hvort svona lítið land þurfi yfirleitt á sjálfstæðum gjaldmiðli að halda svarar Arnór því til, að vissulega sé Ísland ekki hagkvæmt myntsvæði. „Það kost- ar okkur talsvert að halda gjald- miðlinum í jafnvægi. Gengið er mjög óstöðugt, sem gerir það líka að verkum að neyslan sveiflast mjög eftir verði. Gjaldmiðillinn er frekar uppspretta óstöðug- leika, heldur en að hann geti dreg- ið úr utanaðkomandi sveiflum,“ segir hann. Arnór segir að jafnvel megi vænta þess að verðbólga á árinu verði 13-14 prósent, aðallega vegna áhrifa veikingar krónunnar á verð innfluttrar vöru. Áhrif gengisskráningar á verðþróun sé tuttugu sinnum meiri hérlendis en til að mynda í Bandaríkjunum. Spurður hvort fjármálageirinn sé orðinn of stór fyrir Ísland svar- ar Arnór að hann væri „mun rólegri ef okkar fjármálageira svipaði meira til þess sem er í Lúxemborg.“ Beðinn að útskýra þetta nánar segir hann að í Lúx- emborg sé fjármálageirinn að vísu mjög stór sem hlutfall af landsframleiðslu, en að veru- legum hluta sé hann dótturfyr- irtæki stórra alþjóðlegra banka. „Við erum með stóra innlenda banka, sem stunda viðskipti sín að stærstum hluta í útlöndum. Bank- arnir okkar hafa þannig engan þrautalánveitanda í þeim gjald- miðlum sem þeir stunda sín við- skipti,“ segir hann. Seðlabanki Íslands eigi erfitt með að gegna því hlutverki þar sem þrautalán hans í íslenskum krónum gagnist bönkunum lítið. Arnór gerir í viðtalinu enn fremur lítið úr hættunni sem íslensku efna- hagslífi stafi í raun af vogunarsjóð- um. Þeir séu einfaldlega hluti af þeim veruleika sem allir þurfi að lifa við á hinum alþjóðlega opna fjármálamarkaði. Hann lýkur viðtalinu á að taka fram að styrkur Íslands sé mjög sveigjanlegt efnahagslíf sem geti lagað sig mjög hratt að nýjum aðstæðum. audunn@frettabladid.is Stöðugleiki kæmist á með upptöku evru Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir í þýsku blaðaviðtali að það sé mjög vanda- samt verkefni að reyna að halda úti trúverðugri, verðbólgumiðaðri peningamála- stefnu í landi sem býr við gjaldmiðil sem er jafn óstöðugur og íslenska krónan. EVRUR Sveigjanlegt efnahagslíf sem lagar sig hratt að nýjum aðstæðum er styrkur Íslands, að mati Arnórs Sighvatssonar aðalhagfræðings Seðla- bankans. RÚSSLAND, AP Langdrægar eldflaugar, skriðdrekar og önnur þung hergögn voru í gær áberandi í hersýn- ingu á Rauða torginu í Moskvu á árlegri sigurhátíð, þar sem sigursins yfir Þýskalandi nasismans er minnst. Slík þungavopn hafa ekki verið með í sýningunni frá því á dögum Sovétríkjanna sálugu, en að tekið skuli upp á því á ný þykir merki um vaxandi hernaðarlegt sjálfstraust Rússa. Útgjöld Rússa til hermála hafa fjórfaldast á síðustu árum, í takt við auknar tekjur ríkissjóðs með hækkandi útflutningsverðmæti jarðgass og olíu. Þótt umfang hersýningarinnar hafi verið mun minna en tíðkaðist á árum Sovétstjórnarinnar hefur endurvakning þessarar hefðar vakið áhyggjur um að hún endurspegli endurvakta stórveldisdrauma Rússa, sem kunni að bitna á grannþjóðum þeirra. En Dmítrí Medvedev, sem tók við af Vladimír Pútín sem forseti í vikunni, tók skýrt fram í ávarpi við upphaf hersýn- ingarinnar að „sannur tilgangur vopna og hergagna sé að sjá fósturjörðinni fyrir áreiðanlegum vörnum.“ Rússlandsþing staðfesti skipun Pútíns í embætti forsætisráðherra á fimmtudag, en að skipa hann í það var fyrsta embættisverk Medvedevs. Þeir fylgdust því saman með hersýningunni af vegg Kremlar. - aa PÚTÍN OG MEDVEDEV Fylgjast með hersýningu á árlegri sigur- hátíð á Rauða torginu í Moskvu. Hersýning í Moskvu hápunktur árlegrar sigurhátíðar: Kjarnorkueldflaugar sýndar á ný
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.