Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 32
32 10. maí 2008 LAUGARDAGUR U llariðnaðurinn hafði legið nokkuð lengi niðri og Bergþóru hafði í mörg ár langað til að gera eitthvað með íslensku ullina og þjóðlegrar skírskotanir í hönnun. Jóel hafði um langt skeið ekki sinnt öðru en tónlistinni og saman langaði þau að vinna stórt verkefni saman og Jóel ákvað því að færa sig yfir til Bergþóru meðfram tónlistinni. „Það þýddi ekkert að fá hana yfir í tónlistina til mín svo að ég kom bara til hennar,“ segir Jóel og Bergþóra er ekki lengi að draga þá fullyrðingu í efa. „Það var alla- vega eitthvað í mér sem langaði að spreyta sig á öðrum vettvangi líka og læra eitthvað nýtt, þó að vissulega vinni ég að tónlistinni áfram daglega. Þetta var því svolítil áskorun og mjög hressandi. Við skelltum aleigunni í veðmálið og þá verða auðvitað bestu hug- myndirnar til – með þetta allt í lúkunum,“ segir Jóel en hann sér um rekstrarhlið fyrirtækisins, fjármál, vefinn, kynningarefni og annað slíkt. „Bebba sér alfarið um hönnunina á flíkunum sjálfum en auð- vitað blandast þetta alltaf eitthvað. Ég stíg hins vegar ekki fæti inn á hönnunarsvæðið – en það er jarðsvengjusvæði notabene á ákveðn- um tímapunktum. Ég er búinn að læra hvenær mér er óhætt að kommentera á hönnunina.“ Í góðum félagsskap í New York Bergþóra segir að þau séu komin með stöðuga dreifingu og sölu hér á landi sem þau séu ánægð með. Í Reykjavík er Kisan þeirra aðal- söluaðili og hefur verið með allar vörur þeirra frá byrjun, einnig eru þau sjálf með verslun í tengslum við vinnustofu sína út í Örfirisey og Kraum hefur verið með stakar flíkur á boðstólum. „Núna er aðaláherslan lögð á útflutninginn. Sá útflutningur hófst á síðasta ári, með því að við fórum á Skandinavíumarkað í búðir sem við erum ákaflega ánægð með og erum þar innan um merki eins og Isabel Marrant og svo er þetta að aukast verulega núna á þessu ári segir Bergþóra og segir að í haust verði vörur þeirra meðal annars að finna í löndum eins og Japan, Danmörku, Ítalíu, Spáni og jafnvel Grænlandi. Svo eru þau auðvitað afar spennt fyrir nýrri verslun Kisunnar sem opna mun í Soho í New York og munu New York-búar því eflaust klæða af sér vetrarkuldann í háklassa íslenskum ullar- peysum næstu vetur. „Þetta er frábær staðsetning, Kisan er þarna í góðum félagsskap verslana eins og Paul Smith, Prada og Apple, ekki amaleg staðsetning það,” segir Jóel. Peysa á Dorrit Bergþóra og Jóel segja að ýmislegt sé á döfinni og viðurkenna að vinna eftir nokkurra ára áætlun, sem þau hafi gert í byrjun, og jú, sé að ganga ótrúlega rétt eftir. „Við erum til dæmis á næstu dögum að opna vefverslun í samstarfi við Grapewire, fyrirtæki Einars Arnar Benediktssonar, þar sem hægt verður að nálgast vörur okkar í gegnum þann vef. Svo erum við bara á fullu að hlaða utan á þann kjarna sem kominn er og nú í sumar eru að bætast við nýjar vörur í línuna okkar, meðal annars kjólar úr hrásilki og sjal sem byggt er á gömlu hyrnunum. Það er alltaf skemmtilegast að byrja á einhverju nýju og sjá það verða til,“ segir Bergþóra og segir að viðtökurnar hér heima hafi verið framar vonum og þau hafi í raun ekki búist við að ná til þessa stóra hóps. Og eru ekki margir að sverma fyrir einkapöntunum? „Við gerum nú eiginlega ekkert af einka pöntunum nema í einstaka tilfellum og jú, reyndar er ein slík í gangi, á sjálfa forsetafrúna okkar, hana Dorrit,” segir Bergþóra að lokum. Íslensk framleiðsla í útrás Bergþóra Guðnadóttir og Jóel Pálsson hafa í um tvö og hálft ár rekið fyrirtækið Farmers Market og hafa Íslendingar kolfallið fyrir fallegum ullarflíkum þeirra. Nú eru það hins vegar útlönd sem vilja íslensku hönnunina og eru verslanir í einum tíu löndum, þar af einar níu í Dan- mörku, farnar að selja vörur Farmers market nú í ár. Júlía Margrét Alexandersdóttir ræddi við list- skapandi hjónin sem um þessar mundir virðast vera ein af fáum íslenskum móhíkönum í útrás. NÁTTÚRU- OG BORGARBÖRN Hjónin Bergþóra Guðnadóttir hönnuður og tónlistarmaðurinn Jóel Pálsson lögðu saman í ævintýrið Farmers Market fyrir um tveimur og hálfu ári og segjast hafa bæði borgar- og sveitabakgrunninn. Annar afi Jóels var garðyrkjubóndi í Mosfellsdal og hinn verkfræðingur í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HLÝTT OG NOTALEGT Þessi peysa kallast Reykjahlíð. Peysurnar hafa verið vinsælar bæði meðal Íslend- inga og útlendinga en nú eru þær í útrás og fást um þessar mundir í einum tíu löndum. MYND/KATRÍN ELVARSDÓTTIR LITLA-BREKKA Farmers Market hefur gert talsvert af því að hanna barnapeysur eins og þessa. MYND/ÓTTAR GUÐNASON ÍSLENSKUR LOPI Í ÍSLENSKRI NÁTTÚRU Bergþóra hafði lengi gengið með það í kollinum að vinna hönnun sína úr íslenskri arfleifð. Hvíta ullarpeysan er einnig ný og er af sömu gerð og sú svarta og er því einnig kölluð Stóra-Fljót. MEIRA NÝTT Falleg skinnhúfa sem hefur bæst við vörulínu Farmers Market og hönnuðurinn kallar Þúfu. MYND/ARI MAGG ÖXL Allar flíkur Farmers Market heita eftir bæjarnöfnum sem tengjast Jóeli og Bergþóru persónulega. Sjalið er nýtt í línu þeirra og kallast Öxl og svarta peysan er nefnd eftir bænum Stóra-Fljóti. MYND/ARI MAGG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.