Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 34
34 10. maí 2008 LAUGARDAGUR H ernámsdaginn 10. maí 1940 steig herlið Breta á land í Reykjavík og flutti liðsafnað sinn, tól og tæki á hafnarbakkann. Borgarbúar fögn- uðu því að það voru Bretar en ekki Þjóðverjar sem stigu hér á land þennan föstudagsmorgun, en margir töldu eins líklegt að þýski herinn réðist hér til inngöngu eftir árásir þeirra á Danmörku og Noreg nokkrum vikum áður. Þó að hernámið hafi farið friðsamlega fram var ljóst að stríðið hafði teygt anga sína til Íslands og að Reykjavík var mögulega orðin að skotmarki Þjóðverja, þar sem landið var nú bresk herstöð. Því var talið óhjákvæmilegt að vernda þyrfti íbúa, byggingar og verð- mæti Reykjavíkur fyrir möguleg- um loftárásum Þjóðverja. Ómetanleg verðmæti Eitt stærsta hús borgarinnar á þessum tíma var Safnahúsið við Hverfisgötu (nú Þjóðmenningar- hús), sem þá hýsti helstu söfn þjóðarinnar,;Landsbókasafn, Þjóð- minjasafn, Þjóðskjalasafn og Nátt- úrugripasafnið. Innan veggja þess voru varðveitt ómetanleg verð- mæti, þar á meðal handritasafn Landsbókasafns, sem þá taldi um 9.000 bindi. Margir báru hlýjan hug til hússins og þjóðararfsins sem það hafði að geyma og töldu nauðsynlegt að gera viðeigandi ráðstafanir til að hlífa safnkostin- um við stríðsátökum. Strax á hernámsdaginn 10. maí skrifuðu ellefu þjóðþekktir menn, meðlimir háskólaráðs og nokkrir kunnir fræðimenn, nánast sam- hljóða bréf til Guðmundar Finn- bogasonar landsbókavarðar, Matthíasar S. Þórðarsonar þjóð- minjavarðar og Barða Guðmunds- sonar þjóðskjalavarðar þar sem þeir hvöttu til þess að þjóðarger- semarnar í húsinu yrðu fluttar út úr borginni í öruggt skjól, vegna hættu á loftárásum Þjóðverja á Reykjavík. Sandpokar fyrir gluggum Forráðamenn Safnahússins voru þá þegar byrjaðir að undirbúa varðveislu handritanna ef til stríðsátaka kæmi. Sama dag og mennirnir ellefu rituðu bréfið, hernámsdaginn, lét landsbóka- vörður flytja allt handritasafn Landsbókasafns í kjallara hússins, eins og hann lýsir í bréfi til dóms- og kirkumálaráðuneytisins daginn eftir: „Sökum þess að enginn veit nema Reykjavík kunni þá og þegar að verða fyrir loftárás, taldi eg mér skylt að reyna að tryggja handritasafn Landsbókasafnsins svo vel sem unnt var í skjótri svip- an og lét því undir eins í gær flytja hin 9.000 bindi handritasafnanna af efstu hæð niður í miðherbergi kjallarans og setja sandpoka fyrir gluggana. Gerði eg þetta í samráði við skrifstofustjórann á 1. skrif- stofu og við lögreglustjórann, sem taldi nokkra tryggingu í þessari ráðstöfun.“ Bréf ellefumenninganna um brottflutning þjóðargersema úr bænum barst þjóðminjaverði, landsbókaverði og þjóðskjalaverði 11. maí og funduðu þeir um málið síðdegis þann dag. Í kjölfarið skrifaði landsbókavörður bréf til dómsmálaráðuneytisins þar sem segir: „Mig brestur þekkingu til að dæma um það, hvort þetta kæmi að fullu haldi, ef húsið yrði fyrir sprengju, og virðist mér að öruggasta verndin yrði sú, að flytja handritasafnið burt úr bænum, ef staður fyndist þar sem það gæti varðveist óhult fyrir öllum árásum og skemmdum. Eftir nokkrar vangaveltur var ákveðið að flytja handritasafnið, nokkrar verðmætar bækur og skjöl Þjóðskjalasafns að Flúðum, þar sem geyma átti gögnin í skóla- húsinu á staðnum. Ellefu bílhlöss af bókum Þriðjudaginn 21. maí var hafist handa við að flytja handritasafnið úr bænum og birtist frétt um flutningana í Morgunblaðinu þann dag þar sem sagt var að safninu yrði komið fyrir á „tryggum geymslustað“ utanbæjar. Í byrjun júní var haldið áfram með flutn- ingana og farið með ellefu bíl- hlöss af bókum og skjölum Þjóð- skjalasafns að Flúðum. Af því tilefni birti Alþýðublaðið forsíðu- frétt undir fyrirsögninni „Flúðir í Hrunamannahreppi geyma nú dýrmæta fjársjóði,“ og sagði að „aldrei hafi bifreiðar farið hér um landið með eins mikið verðmæti og dýrmætt fyrir þjóðina og fram- tíð hennar.“ Í sama streng tók Vísir, sem sagði í fyrirsögn um handritin: „Verðmæti, sem ekki verða bætt, ef þau glatast.“ Í Alþýðublaðinu var einnig viðtal við Barða Guðmundsson þjóð- skjalavörð, sem sagði að gögn safnsins sem væru flutt úr bænum væru valin með það fyrir augum að ef skjölin sem væru eftir í Reykjavík skemmdust eða glötuð- ust vegna stríðsátaka, væri á grundvelli þeirra hægt að fá „glöggva hugmynd um sögu þjóð- arinnar og menningu á umliðnum öldum, svo og stjórnskipulag landsins og framkvæmdir“. Þessi merku gögn voru geymd í skólahúsinu að Flúðum fram til stríðsloka. Finnur Sigmundsson, sem varð landsbókavörður 1944, skrifar í árbók safnsins í júní 1945: „Þegar þetta er ritað, er heim- flutningi handritanna nýlokið. Verður eigi annað séð en að þau séu jafngóð eftir flutninginn og útlegðina.“ Safnahúsið í hættu? Segja má að flutningur handrita- safnsins og gagna Þjóðskjalasafns hafi verið skynsamleg aðgerð, enda óttuðust menn nokkuð loft ár- ásir Þjóðverja á Reykjavík í upp- hafi stríðsins. Tæknilega séð voru slíkar árásir reyndar fremur ólík- legar, meðal annars vegna þess að Þjóðverjar höfðu ekki yfir veru- lega langdrægum sprengjuvélum að ráða. Safnahúsið var engu að síður í mögulegri sprengjuhættu. Ástæðan er sú að aðeins örfáir metrar skildu að Safnahúsið og helstu birgðastöð bandamanna í borginni, sem var í Þjóðleikhús- inu. Slík stöð hefði eflaust verið skotmark þýska flughersins ef þeir hefðu komist á snoðir um staðsetningu hennar. Til marks um mikilvægi stöðvarinnar má benda á að sendiherra Breta, How- ard Smith, sagði eitt sinn að birgðastöðin væri afar verðmæt fyrir hersetuliðið og að Bretar vildu alls ekki láta hana af hendi til Íslendinga þegar eftir því var falast. Í sama streng tók Gerard Shepard, sendiherra Bandaríkj- anna, síðar. Vélbyssuvígi hjá Ingólfi Mönnum var líka ekki rótt um víg- búnað á Arnarhóli, rétt við Safna- húsið, en þar var vélbyssuvígi úr sandpokum við styttuna af Ingólfi Arnarssyni. Einn starfsmaður safnsins sendi bréf til dómsmála- ráðuneytisins í júní 1940 og fór fram á launauppbót, meðal annars vegna áhættunnar sem fólst í því að vinna svo nálægt bækistöðvum hersins: „Ennfremur leyfi eg mér að benda á það, að vér starfsmenn safnanna innum nú af hendi allt starf vort fyrir söfnin inni á meðal höfuðherstöðva ófriðaraðilja styrjaldarinnar, milli Arnarhóls og Þjóðleikhússins, og er því eng- inn staður á landi voru í meiri hernaðarhættu en Safnahúsið.“ Þó starfsmaðurinn hafi ef til vill verið nokkuð stórorður um stríðs- hættuna í von um launauppbót má geta þess að Þjóðverjar gerðu vissulega loftárásir á nokkra staði á Íslandi á stríðsárunum, til dæmis á Seyðisfjörð í september 1942. Þá var Reykjavík líka í nokkurri hættu, til dæmis í október 1940, en Þjóðverjar töldu að þar væri búið að byggja flugvöll og hugðust gera loftárás, en þurftu að hætta við vegna óveðurs. Þýski flugherinn fór jafnframt oft í könnunarflug yfir landið, meðal annars yfir Reykjavík í nóvember 1940. Þeir Sprengjuregn ógnar þjóðararfi Þegar Bretar hernámu Ísland 10. maí 1940 mæltust meðlimir háskólaráðs og þjóðþekktir fræðimenn til að handritum, bókum, forngripum og skjölum Safnahússins yrði komið í öruggt skjól utan Reykjavíkur af ótta við mögulegar loftárásir Þjóðverja. Bragi Þorgrímur Ólafsson sagnfræðingur rifjaði upp þessa sögu og hugmyndir sem vöknuðu um varðveislu handritanna á stríðstímum. Vér undirritaðir leyfum oss hérmeð að skora fastlega á yður, herra lands- bókavörður, að koma því tafarlaust til leiðar, að allt handritasafn Lands- bókasafnsins sem og þau íslenzk fornprent, sem telja verður ófáanleg, verði vegna yfirvofandi hættu á loftárásum á Reykjavík flutt úr borginni og komið fyrir á sem óhultustum stað utan hennar. Vér viljum með öllu mæla á móti því, að nefndir hluti verði geymdir á neðstu hæð landsbókasafnshússins, þar sem ætla verður, að það sé með öllu ófullnægjandi trygging fyrir því, að þeir farist ekki. Undir bréfið skrifa meðlimir Háskólaráðs, þeir Alexander Jóhannesson rekt- or, Sigurður Nordal forseti heimspekideildar, Ólafur Lárusson forseti laga- deildar, Magnús Jónsson forseti guðfræðideildar, Jón Hj. Sigurðsson forseti læknadeildar, einnig Pjetur Sigurðsson háskólaritari, fræðimennirnir Einar Ólafur Sveinsson, Guðbrandur Jónsson, Guðni Jónsson, Björn Þórðarson og Einar Arnórsson hæstaréttardómari. Bréf sent til landsbókavarðar HERNÁMSDAGURINN 10. MAÍ 1940. Breski herinn safnaði öllum bifreiðum Reykvíkinga saman á Miðbakkanum þegar að herliðið lenti í Reykjavík MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.