Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 62
n Gospelkór Suðurnesja var stofnaður í nóvember 2005 og hefur allar götur síðan vaxið og dafnað. Gospelkórinn er þekktur fyrir líflegan og skemmtilegan söng og lagavalið er fjölbreytt. Með hefðbundnum gospellögum blandast þekktar dægurperlur, bæði íslenskar og erlendar. Gospelkórinn samanstendur af einstaklingum á öllum aldri. Elín Halldórsdóttir er kórstóri en hún var aðalhvatamaður að stofnun kórsins, eftir að hafa stjórnað kórunum Spirit of Joy og Femmes Fatales í Regensburg í Þýskalandi um nokkura ára skeið. Gospelkórinn er í samstarfi við Keflavíkurkirkju og kemur reglulega fram í athöfnum í kirkjunni. Kórinn verður með tvenna tónleika á Stóru Gospelhátíðinni, annars vegar tónleika með hljóðfærum og síðan Acapella tónleika. Nánari upplýsingar um kórinn er á bloggsíðu kórsins. Gospel.bloggar.is. 8 Grundvöllur og hlutverk Þjóðkirkjunnar n Grundvöllur Íslenska Þjóðkirkjan er evangelísk lúthersk kirkja, hluti hinnar heilögu almennu kirkju er biður, boðar og þjónar í nafni Jesú Krists um heim allan. Kristin kirkja er fólk sem kallað er til samfélags við Guð og við hvert annað í trú, von og kærleika. Andi Guðs knýr kirkjuna til að boða og vitna um Jesú Krist í orði og verki. Kirkjan byggir á Biblíunni og vitnisburði hinna fyrstu kristnu um hinn krossfesta og upprisna Jesú Krist og þeim lífsviðhorfum sem felast í þeim boðskap. Kristin kirkja og fólkið í landinu hafa átt samleið frá upphafi byggðar. Kristin trú og siður eru samofin sögu þjóðarinnar og eru mótandi afl í samfélaginu. Þjóðkirkjan vill miðla komandi kynslóðum hinum kristna arfi og vera vakandi fyrir nýjum tækifærum og leiðum í starfi sínu sem helgast af bæn, boðun og þjónustu. n Hlutverk Hlutverk Þjóðkirkjunnar er að boða og iðka kristna trú á þann veg að sérhver einstaklingur er tekur á móti boðskapnum um Jesú Krist: Játi trú á Guð, höfund alls lífs, og leiti leiðsagnar hans í lífinu. o finni þörf sína fyrir nærveru og gæsku Guðs o beri virðingu fyrir sköpun Guðs o virði helgi og gildi hverrar manneskju o haldi í heiðri boðorð Guðs Trúi á Jesú Krist sem frelsara og fyrirmynd og sýni þá trú í orði og verki o setji traust sitt á Jesú Krist og orð hans o beri umhyggju fyrir öðrum sem svar við elsku Guðs o iðrist og fyrirgefi eins og Guð fyrirgefur o sýni umburðarlyndi og stuðli að réttlæti og friði í samskiptum við annað fólk Styrkist í trú, von og kærleika með hjálp heilags anda o eigi samfélag við Guð í bæn, orði Guðs, skírn og altarisgöngu o kynnist krafti og gleði trúarinnar í samfélagi safnaðarins o sýni örlæti og hjálpsemi sem svar við góðum gjöfum Guðs o eflist í von um eilíft líf með Guði n Þjóðkirkjan rækir hlutverk sitt með því að: o boða, biðja og þjóna í helgihaldi, o fræða um kristna trú og siðferðisgildi, o sinna kærleiksþjónustu, hjálparstarfi og kristniboði innanlands og utan, o starfa um land allt í söfnuðum þar sem fjölskyldur og einstaklingar eiga athvarf á stundum gleði og sorgar, o liðsinna hverjum þeim sem þarfnast stuðnings, o standa vörð um kristna trúar- og menningararfleifð á Íslandi, o miðla af reynslu systurkirkna um heim allan. n Samfylgd um allt land Í Þjóðkirkjunni eru 279 söfnuðir enda starfar kirkjan um allt land. Um 120 þeirra eru mjög smáir, þar búa færri en 100 manns. Í nokkrum safnaðanna búa hins vegar nokkur þúsund manns. Alls eru 104 prestaköll á landinu. Stór söfnuður getur myndað eitt prestakall en algengt er að nokkrir söfnuðir séu í prestakalli. n Grasrótar uppbygging Hverjum söfnuði er stjórnað af sóknarnefnd. Allir sem tilheyra Þjóðkirkjunni og eru orðnir 16 ára geta boðið sig fram í sóknarnefnd. Þær eru misstórar eftir stærð safnaða og sóknarnefndarfólk er sjálfboðaliðar eins og stærstur hópur þeirra sem taka þátt í kirkjustarfi. Sóknarnefndir kjósa fólk á kirkjuþing sem fer með æðsta vald í málefnum Þjóðkirkjunnar innan lögmæltra marka. Þar eiga sæti 29 kjörnir fulltrúar, 12 vígðir menn (prestar eða djáknar) og 17 leikmenn, auk þess biskup Íslands, tveir vígslubiskupar og einn fulltrúi guðfræðideildar Háskóla Íslands með málfrelsi og tillögurétt. Tölulegar upplýsingar 279 sóknir 104 prestaköll 15 prófastsdæmi 2 vígslubiskupsdæmi 1 biskupsdæmi 156 prestar 29 djáknar 156 prestar starfa innan Þjóðkirkjunnar, í sóknum eða sérþjónustu, á sjúkrahús- um, stofnunum eða í tengslum við sérstakar þarfir kirkjumeðlima eða þjóðfélagshópa. Fyrsta konan var vígð árið 1974. Núna starfa 45 konur sem prestar innan Þjóðkirkjunnar. Prestar Þjóðkirkjunnar starfa einnig meðal Íslendinga erlendis, í Bretlandi, Noregi, Danmörku og Svíþjóð. 29 djáknar eru starfandi innan Þjóðkirkj- unnar, bæði í söfnuðum og á stofnunum. Þeirra hlutverk er bæði að sinna fræðslu og kærleiksþjónustu, að vera til staðar fyrir þá sem þurfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.