Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 64
Skoðaðu dagskrána á www.biggospelfestival.com n Í lítilli kirkju við Elliðaárvatn leiðir Björg R. Pálsdóttir lofgjörð sem er í senn heillandi og frumleg. Kefas heitir kirkjan og er hún staðsett rétt við vatnið með alveg frábæru útsýni. Mjög vinsælt er að leigja út húsið fyrir brúðkaup og annan mannfagnað vegna staðsetningar kirkjunnar. Tónlistarfólk hennar hefur staðið að útgáfu á tveimur lofgjörðardiskum sem eru alveg frábærir. Það hefur ekki farið mikið fyrir Kefas í gegnum árin en allir þeir sem komst í snertingu við þessa fallegu rólegu lofgjörð í kirkjunni þeirra koma ríkari til baka og segja frá. Rólegu lögin á diskunum eru einstaklega vel heppnuð en það er hægt að vista lögin frítt af heimasíðu www.kefas.is. Kefas verður með lofgjörðartónleika á Stóru Gospelhátíðinni, tónleika sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. n Þegar Gospeldrottning og Gítarsnillingur mætast er útkoman blús! Sú varð einmitt raunin á haustdögum 2003 þegar Gospelsöngkonan Þollý og gítarleikarinn Maxel voru stödd á Ólafsfirði að heimsækja kirkju eina og hófu að syngja og leika blús af fingrum fram eftir miðnætti. Þarna fæddist Ólafsfjarðarblúsinn sem síðar varð ein aðaluppistaðan í efnisskrá þeirra og hjólin tóku að snúast... fleiri lög bættust í efnisskrána og fleiri hljóðfæraleikarar bættust í hópinn. Blússveitin hefur síðan þá vaxið, dafnað og þróast og komið víða við, m.a. spilað á Selfossi og í Hveragerði, haldið tvenna tónleika á Café Rósenberg, spilað á Jónsmessuhátíð í Hafnarfirði og voru með opnunaratriði á Blúshátíð Reykjavíkur árið 2006. Á tónleikum þeirra á Stóru Gospelhátíðinni verður ekkert til sparað, sérstakur gestaspilari leikur með hljómsveitinni og óvæntur leynigestur mun stíga á svið! n DJ Frauenholz og Dekay heita tveir listamenn sem koma á Stóru Gospelhátíðina og spila þeir mest Ambient,Techno Instrumental tónlist. Þessir kappar vinna sem plötusnúðar í Þýskalandi og spila á hljómborð, dj, gítar og tölvu. Það mætti minnast á það að Dj Frauenholz er kristinn þjóðverji en Dekay er Gyðingur sem er náttúrulega skemmtileg blanda og hafa þeir fyrir stuttu sett saman hljómsveitina Modular Soul. Þessir strákar munu spila tónlist sína á hátíðinni á stóra sviðinu þann 20. júní og svo aftur á Thorsplani þann 21. júní þegar þakkartónleikar MND félagsins verða. Strákarnir halda svo áfram að spila mánudags- eða þriðjudags- kvöldið 23.-24. júní á stóra sviðinu á Víðistaðatúni. Hægt er að finna tónlist þeirra á myspace.com/modularsoul og hlusta á sýnishorn. n Christian-Charles de Plicque einn frægasti Black Gospel tónlistarmaður Finnlands kemur til íslands í sumar. Christian Charles hefur spilað blandað Soul, funk, techno, rhythm og blues, Black Gospel, þjóðlagatónlist og Pop fusion í gegnum árin en í dag hefur hann alfarið snúið sér að Black Gospel music. Christian fæddist í Dallas, Texas, árið 1948. Hann ólst upp í Black Baptist and Pentecostal kirkju, og söng þar í kórnum þegar hann var yngri og einnig í ýmsum rokkhljómsveitum fram til ársins 1960. Á þessum árum var hann mikið undir áhrifum frá Mahalia Jackson, Aretha Franklin, Sam Cooke, Freddie King, Taj Mahal, B.B. King, Albert Collins, og ekki má gleyma goðsögninni og listamanni- num Andraé Crouch. C.C fluttist til Finnlands og hefur haft finnskan ríkisborgararétt í tvo áratugi. Það verður ógleymanleg stund á Gospelhátíðinni þegar Christian Charles stígur á svið. KRISTIÐ SAMFÉLAG www.saltks.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.