Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 65
Vegurinn hefur látið gott af sér leiða í Tasiilaq á Grænlandi með því að senda þangað hópa reglulega því neyðin er mikil - bæði andleg og líkamleg. Tasiilaq er mjög einangraður og afskekktur staður, mikill drykkjuskapur er þar, ofbeldi og misnotkun eins og víða á Grænlandi. Vegurinn hefur verið með fata- og matarúthlutun í bænum ásamt því að gefa út forvarnar- bækling á grænlensku. Forvarnarbæklingur þessi er til hjálpar foreldrum til að koma í veg fyrir að börn þeirra fari út í vímuefnaneyslu. Vegna þessara heimsókna þangað er nú komið af stað foreldrarölt/gæsla á næturnar um helgar. Þetta er sama fyrirkomulag og er víða á Íslandi og hefur gefist vel hér. Vegurinn hjálpar grænlensku fólki að finna tilgang með lífinu með því að leita í gildi trúarinnar og uppbyggjast þar af leiðandi í kærleika og fyrirgefningu Guðs. Vegurinn er frjáls kirkja í Kópavogi sem hefur starfað frá árinu 1982. Margir af stofnendum Vegarins tóku þátt í starfinu Ungu fólki með hlutverk innan íslensku Þjóðkirkjunnar á sínum tíma og í framhaldi af því varð Vegurinn til sem ávöxtur náðar- gjafavakningarinnar sem átti sér stað á áttunda áratugnum. Hugsjónin er að kirkjan sé vettvangur þar sem fólk uppbyggist og fær lækningu bæði á líkama og sál. Tilgangurinn er að breiða út ríki Krists innan lands og utan samkvæmt kristniboðs- skipuninni. Vegurinn boðar að Biblían sé innblásið orð Guðs og þegar það er boðað hreint og ómengað hefur það kraft til að frelsa frá synd, lækna sjúkdóma og breyta Sú s tæ rs ta g jö f s em g efi n he fu r v er ið e r J es ús STÆRSTA 11 Í Jóhannesarguðspjalli 3. kafla og 16. versi, sem oft er kallað litla Biblían segir: “Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.” Það fyrsta sem við þurfum að gera þegar okkur er gefin gjöf, er að taka við henni. Stundum tökum við á móti gjöf og setjum hana á góðan stað, til að nota hana síðar. Þegar við tökum við gjöfinni sem Guð gefur okkur, þá þurfum við ekki aðeins að taka við henni, heldur einnig að byrja að nota hana strax. Gjöfin sem Guð gefur er sonur hans Jesús og þegar við tökum við honum þá kemur Jesús og dvelur hjá okkur og er í okkur. Hann vill eiga persónulegt samfélag við hvert og eitt okkar og vill vera okkar besti vinur. Leyfðu Jesú að koma inn í líf þitt, vera þér líf og gleði og fylla þig af þrá til að lifa með honum. Högni Valsson, forstöðumaður Vegurinn, kirkja fyrir þig GJÖFIN “Fyrir 16 árum síðan tók ég á móti lífinu í Guði með því að játa Jesú Krist sem minn Frelsara og Drottinn. Það er besta ákvörðun sem ég hef tekið. Þó allt hafi gengið vel hjá mér, var ég andlega leitandi. Það var eins og eitthvað innra með mér væri óuppfyllt. Síðan ákvað ég að fara á samkomu í Veginum og það kvöld breytti lífi mínu. Mér leið eins og ég væri komin heim, þessi tómleiki innra með mér hvarf og ég eignaðist óútskýranlegan frið og gleði sem ég á enn í dag vegna samfélags míns við Guð.” Edda Sif Sigurðardóttir “Trúin á Jesú Krist og hans friðþægingarverk veitir mér festu og öryggi í mínu daglega lífi. Orð Guðs er í dag það viðmið sem ég geng út frá í nánast öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Viðurkenni þó að stundum gleymi ég Guði í öllum látunum en hann er samt ávallt nálægur og í kallfæri. Ég hef margoft sannreynt mátt bænarinnar og veit því fyrir víst að hún virkar.” Hafsteinn Gautur Einarsson “Fyrir um tveimur árum leystist ég undan ótta sem hafði haldið mér eins og fanga í eigin líkama. Þessi ótti hindraði mig að gera hluti sem mig langaði til að gera eða jafnvel þurfti að gera. Ég vissi að ég gat ekki í eigin mætti losnað undan honum en Guð heyrir bænir og meira en það, Hann svarar þeim líka! Í dag er ég frjáls að gera það sem ég vil og þjóna Guði óhindrað! Allt Honum að þakka!“ Inga Hanna. SPURNING DAGSINS Hvað hefur trúin gert fyrir þig? lífi fólks. Á samkomum Vegarins er Jesús Kristur boðaður með lofgjörð, predikun og fyrirbæn og friður og nærvera Drottins verður raunveruleg. Stofnendur samfélag- sins höfðu kirkju Nýja testamentisins í huga varðandi andlegar þjónustur og embætti. Starfið í dag er fólgið í samkomuhaldi, biblíufræðslu, bænastundum og fyrirbænastarfi. Reglulega eru haldnir lækningadagar þar sem nærvera og flæði kærleiksanda Guðs læknar mein líkama og sálar. Lögð er áhersla á mikilvægi heimahópa þar sem fólk kemur saman í smærri hópum. Í þeim hópum er fræðsla, beðið fyrir persónulegum málefnum og svo er fengið sér kaffi og spjallað um trúna á eftir. Unga fólkið í kirkjunni hefur auðvitað sinn vettvang með líflegum samkomum og fleiru. Vegurinn er með trúboð á erlendri grund og hefur svo að segja tekið bæinn Tasiilaq á austur Grænlandi að sér. Þar er mikil þörf og ekki síst hjá unga fólkinu og er rík áhersla lögð á forvarnir vímuefna. Hópar eru sendir þangað reglulega en þess má geta að Tasiilaq er vinabær Kópavogs þar sem Vegurinn hefur aðsetur. Fólk í Veginum trúir á mikilvægi einingar innan líkama Krists og leitast við að hafa gott samstarf við aðra söfnuði sem og allt fólk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.