Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 102
50 10. maí 2008 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson fallegan drapplit- an kjól frá MiuMiu sem er fullkominn fyrir vorið. Frá Sævari Karli. geggjaða opna ballerinuskó frá Miumiu. dásamlega ljósa leðurtösku frá MiuMiu. Frá Sævari Karli, Bankastræti. > TÍSKUFRÉTTIR VIKUNNAR Chanel á markaði í London Tískuhúsið franska Chanel hefur tilkynnt að nýr og spennandi markaðsbás verði opnaður á Dover Street-markaðnum í London á næstunni. Þessi „bútík“ verslun mun sýna tak- markað úrval af skóm, „pret-a-porter“ fötum og töskum. „Við viljum gera þetta póstmódernískt og rómantískt,“ segir Karl Lagerfeld um búðina. „Hún á að vera blanda pönks og fágunar.“ Chan- el-útibúið verður aðeins opið frá 9. til 26. júní. Þrátt fyrir að hafa alltaf verið svög fyrir fallega hannaðri blúndu á nærfatnaði uppgötvaði ég ekki hinn unaðslega heim undirfatnaðar eða „Lingerie“ fyrr en ég flutti til Parísar. Áður en ég held lengra er mikilvægt að muna að konur, hvort sem þær eru franskar eða ekki, ganga í fallegum nærfötum fyrir sjálfar sig, ekki endilega fyrir karlmenn. (Karlmenn hafa líka hvort eð er frekar undarlegan smekk á nærfötum og finnst þau bara þvælast fyrir aðalatriðinum). Undirföt eru upphaf og endir hvers dags og undirstöðuatriði í góðum stíl. Forskot franskra kvenna þegar það kemur að nærfata- úrvali er augljóst, til dæmis í stórverslunni Galeries Lafayette, þar sem þrjú þúsund fermetrar af dýrindis nærklæðum blasa við. Brjóstahaldarar, korselett, nærur.. La Perla, Dior, Calvin Klein, Myla... hér gæti maður eytt deginum því úrvalið er svo ótrúlegt. Frakkar hafa alltaf verið framarlega á merinni hvað þetta varðar, enda fann sjálf Katrín drottning af Medici-ættinni upp nærbuxurnar. Katrín var afbragðs flink reiðkona og sat í söðli til þess að sýna á sér fagurskapaða fótleggina, og um 1530 byrjaði hún að nota nærbuxur til að hlífa viðkvæm- um líkamspörtum undan kuldanum. Þetta var nokkuð sem Bretunum, til dæmis, fannst algjör skandall, þar sem nærbuxur voru eitthvað sem aðeins gleðikonur gengu í. Bretinn Samuel Pepys sem skrifaði hina merkilegu dagbók sína, sem veitir frábæra innsýn í lífið á sautjándu öld, minnist á áhyggjur sínar af franskri eiginkonu sinni í einni færslunni. Hvers vegna? Jú, af því hún gekk í nærbuxum. Hann var fullviss um að hún hlyti að vera að halda framhjá honum. Merkilegt nokk, hórurnar gengu í nærbuxum og hinar voru í engu. Tímarnir hafa sannarlega snúist við. Nærbrækur voru annars í ónáð alveg fram á nítjándu öld, þegar siðprýði Viktoríutímabilsins hófst og konur uppgötvuðu að þær hefðu ýmsa kosti „og vernduðu þær frá alls kyns sjúkdómum sem þær gætu fengið frá tískuklæðnaði sínum.“ Og auðvitað verðum við líka að fylgja tískustraum- um í nærfötum, sem þessa dagana eiga að vera dálítið gamaldags í „burlesque“-stílnum hennar Ditu Von Teese. Nærur eru auðvitað sú klæði sem liggja næst okkur og verða því að vera alveg fullkomnar, ekki satt? Þetta er jú allt spurning um hugarfar og það að leggja áherslu á öll fallegu litlu smáatriðin í lífinu. Leynivopnið OKKUR LANGAR Í … Með hækkandi sól geta fótleggirnir farið að njóta sín og margir helstu hátískuhönnuðir heims voru með stutt pils á dagskrá fyrir sumarið 2008. Í stað „bodycon“ kjóla síðasta sumars er áherslan samt frekar á víð pils, eða jafnvel stutt pils með víðu yfirpilsi eins og sást hjá MiuMiu sem er afar klæðilegt og í senn stelpulegt og kynþokkafullt. Við pilsin eru svo gjarnan notuð ökklastígvél eða hælar með ökklasokkum, að minnsta kosti fyrir þær háfættu. - amb PILSFALDAR HÆKKA: Stutt skal það vera í sumar SÆTUR Stuttur bleikur kjóll með kraga frá MiuMiu fyrir sumar 2008. DÚKKULEGUR Sætur knallstuttur og rauður kjóll frá MiuMiu fyrir sumar 2008. KÍNVERSK ÁHRIF Grár stuttur kjóll með rauðum linda í mittið frá Alexander McQueen fyrir sumar 2008. SIRKUSLEGUR Fallegur hvítur kjóll með víðu röndóttu pilsi frá MiuMiu fyrir sumar 2008. SKÓLASTELPA Skemmtilegt gult pils við blazer-jaka og rósótta skyrtu frá Luellu Bartley fyrir sumar 2008. SEXÍ Fallegur grár samfest- ingur með „hotpants“ frá Alexander McQueen fyrir sumar 2008.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.