Fréttablaðið - 13.05.2008, Side 1

Fréttablaðið - 13.05.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 13. maí 2008 — 128. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. BMX-hjólamenningin á Íslandi lætur ekki mikið fyrir sér fara en þó fer áhuginn á íþróttinni vaxandi bara stærri Við höf Ber að ofan á BMX Emil Þór Guðmundsson hættir ekki að leika sér þótt hann eldist. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Málþingið Áföll í æsku og afleiðingar á heilsu síðar meir verður haldið á Háskólatorgi Háskóla Íslands á morgun, miðvikudaginn 14. maí, frá klukkan 15 til 17. Að þinginu standa Heilsugæsla höfuð-borgarsvæðisins, Landlæknis-embættið, Landspítali háskólasjúkrahús, Háskóli Íslands og Blátt áfram. Vefsíðan retro-togo.com er skemmtileg síða þar sem má finna margt sniðugt inn á heimilið, allt frá grófgerðum hægindastólum til fíngerðra tebolla. Ofnæmislyf er ágætt fyrir þá sem þjást af frjókornaofnæmi og öðru árstíðabundnu ofnæmi að eiga í skápnum nú þegar sumarið nálgast. Það er aldrei að vita hve-nær er nauðsynlegt að grípa til þeirra. Mex - byggingavörurSími 567 1300 og 848 3215www.byggingavorur.comVönduð vara og hagstætt verð..... STIGAR Ryðfrítt Stál Gler Tré Einnig: Innihurðir, Harmonikkuhurðir Fullningahurðir, Útihurðir, GereftiGólflistar og margt fleira Allar mögulegar gerðir og stærðirsmíðað eftir óskum hvers og eins i ing MjóddSt ð VinnuvélanámskeiðNæsta námskeið hefst 16. maí n.k. Þú færð UMM-réttina í Nesti á N1 stöðinni. FÓLK Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson hefur í hyggju að taka upp heimildar- mynd um íslenska bít-hátíð sem er fyrirhuguð á Eiðum í júní á næsta ári. Hugsanlegir gestir verða leikararnir Johnny Depp, Ethan Hawke og Mickey Rourke. Rithöfundurinn Ólafur Gunn- arsson hélt litla bít-hátíð á heimili sínu á dögunum sem heppnaðist með eindæmum vel og vonast hann til að hátíðin á Eiðum verði ennþá stærri og skemmtilegri. - fb/ sjá síðu 38 Bít-hátíð á Eiðum á næsta ári: Hollywood- stjörnum boðið UMHVERFISMÁL Aðeins rúmt eitt prósent af bílum í eigu ríkisins og ríkisfyrirtækja er knúið vist- vænum orkugjöfum, þrátt fyrir rúmlega árs gömul markmið um að tíundi hver bíll í eigu ríkisins verði vistvænn fyrir lok árs 2008. Ríkið og fyrirtæki í eigu ríkisins eiga eða eru með á rekstrarleigu samtals um 1.500 bíla. Af þeim eru aðeins 22 annað hvort knúnir af vistvænum orkugjöfum eða eru svokallaðir tvinnbílar. Hlutfallið er um 1,5 prósent. Í mars 2007 setti ríkisstjórnin þau markmið að í lok árs 2008 yrðu tíu prósent af bifreiðum í eigu ríkisins knúin vistvænum orku- gjöfum, tuttugu prósent í lok árs 2010 og 35 prósent í lok árs 2012. Pósturinn, fyrirtæki í eigu ríkis- ins, sker sig frá stofnunum og öðrum ríkisfyrirtækjum. Af 126 bílum Póstsins eru tíu vistvænir, eða um átta prósent. Miðað við tölur um endurnýjun bílaflotans þurfa allir bílar sem ríkis stofnanir kaupa það sem eftir er árs að vera knúnir vistvænum orkugjöfum, eigi markmið ársins 2008 að nást. Augljóst er að það mun ekki gerast. „Það er því miður allt of algengt að ríkisstjórnin leggi upp með háleit markmið, ekki síst í lofts- lagsmálum, en svo reynist lítil innistæða þegar til aðgerða kemur,“ segir Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar. „Það þarf mikið að breytast ef stjórnvöldum á að takast að standa við boðaða stefnu sína um að draga saman losun sína um 25 til fjörutíu prósent fyrir 2020,“ segir hann, og lýsir eftir aðgerðaráætlun ríkis- stjórnarinnar í þeim efnum. „Hér benda allar línur í þver- öfuga átt, þannig jókst til dæmis losun vegna samgangna um sautján prósent á milli áranna 2005 og 2006. Stjórnvöld þurfa að taka sér tak, það er komið nóg af hátíðar- ræðum, nú þarf aðgerðir,“ segir Bergur. „Eitt er að setja sér markmið og annað er að ná þeim,“ segir Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa. Hann segir margt spila inn í við kaup ríkisins á bílum. Stærsta hindrunin sé þó sú að bílar knúnir vistvænu eldsneyti séu svo gott sem bundnir við höfuðborgar- svæðið þar sem aðeins sé hægt að fá eldsneyti á þá í Reykjavík. „Þó svo að vilji manna kunni að standa til þess að kaupa þessa vöru er ekki þar með sagt að það sé praktískt enn sem komið er,“ segir Júlíus. - bj Langt í land að vist- væn markmið náist Markmið um að tíu prósent bíla í eigu ríkisins verði knúin vistvænu eldsneyti fyrir lok árs 2008 mun ekki nást. Aðeins 1,5 prósent flotans eru umhverfisvæn. Hægviðri Í dag verður yfirleitt hæg, breytileg átt. Víða bjart veður á vesturhelmingi landsins, annars þungbúnara og sums staðar lítils háttar súld af og til. Hiti 10-18 stig, hlýjast inn til landsins. VEÐUR 4 13 14 15 1613 Stjörnur í ofurhetjustíl Hin árlega veisla Costume Institute í Metropolitan-safninu var vel sótt af leikur- um og fyrirsætum. FÓLK 28 Eurobandið sigraði Regína Ósk og Friðrik Ómar höfðu sigur á Retro-barnum í London. FÓLK 28 Stefnir á samstarf við grasrótina Sigríður Snæbjörnsdóttir er fyrsti kvenformaður Krabbameinsfélags Íslands. TÍMAMÓT 20 FASTEIGNIR Glæsilegt einbýlishús með útsýni til Esju Sérblað um fasteignir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG EMIL ÞÓR GUÐMUNDSSON Áhugi á BMX-hjólum að aukast aftur heilsa heimili Í MIÐJU BLAÐSINS 13. MAÍ 2008 Fasteignasala Mosfellsbæjar hefur til sölu glæsi- legt fimm herbergja einbýlishús á útsýnislóð við Leirutanga. H úsið, sem er 308,1 fermetri, er vel skipulagt og vandað. Komið er inn í rúmgóða forstofu með flísum á gólfi og fataskáp. Frá forstofu er gengið inn í flísalagt hol og þaðan inn í opið og stórt eldhús með góðum borðkrók og miklu útsýni. Ný og góð tæki eru í eldhúsinu og eikarinnrétting. Inni af eldhúsinu er þvottahús og þaðan er hægt að ganga út í garðinn. Úr eldhúsi er opið inn í pa kin i f sturtuklefa, baðkari og ljósri innréttingu. Innst á ganginum er rúmgott hjónaherbergi með góðu skápa plássi og við hlið þess er flísalagt baðher- bergi. Hinum megin við ganginn eru tvö barnaher- bergi. Gengið er niður í kjallara af ganginum og þar er stórt herbergi með útgangi út í garð. Í kjallaran- um er einnig teppalagður bíósalur. Stór tvöfaldur bílskúr með mahóní-innkeyrsluhurðum og mikilli lofthæð er sambyggður húsinu. Úr bílskúrnum er gengið upp í geymsluris sem er yfir öllu húsinu. Húsið er byggt árið 1988 og hannað af Kjartani Sveinssyni arkitekt en St ikí Bíósalur og útsýni til Esju Húsið er neðst í botnlanga í grónu hverfi. fasteignir Hafnarfirði, Fjarðargötu 17 Sími 520 2600, Fax 520 2601Netfang as@as.is Heimasíða www.as.isOpið virka daga kl. 9–18Kári Halldórsson, löggiltur fasteignasali Fr u m OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 17.00-18.00FLATAHRAUN 1ALLT AÐ 90% LÁN. Glæsilegar 2ja-4ra herb. íbúðir m/stæði í bílageymsl í hæða lyftuhúsi á frábærumTILBÚNAR HÍBÝLI Draumaráðningar og dönsk áhrif Sérblað um híbýli og svefnherbergi FYLGIR FRÉTTABLAÐINU DAG híbýli – svefnherbergi ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2008 Listhúsinu LaugardalReykjavík Sími: 581 2233 Dalsbraut 1 Akureyri Sími 461 1150 Eftir að ég fékk mér IQ-CARE hef ég ekki fundið til í bakinu! Sölvi Fannar ViðarssonFramkvæmdastjóri Heilsuráðgjafar Ég mæli hiklaust með 6 mán. vaxtalausar raðgr. HANDBOLTI Ólafur Stefánsson átti frábæran leik þegar Ciudad Real vann Meistaradeild Evrópu á sunnudaginn. Hann skoraði tólf mörk og varð markahæsti maður Meistaradeildarinnar í vetur. Í öllum látunum eftir leik týndi Ólafur símanum og hann vildi koma því áleiðis til allra sem vildu reyna að ná í hann. „Ég gleymdi gemsanum mínum í vél inni og er því í tómu tjóni. Ég vil endilega koma því áleiðis til fólks að vera ekki að hringja í gemsann minn því það er ekki það að ég vilji ekki svara. Ég hef ekki náð í neinn og öll síma númerin eru í þessum síma þannig að ég er bara einn að reyna að vera glaður,“ sagði Ólafur í léttum tón þegar Frétta- blaðið náði loksins í kappann. - óój Nýkrýndur Evrópumeistari: Ólafur týndi farsímanum TAKK FYRIR STÓRLEIKINN Talant Dujshe- baev, þjálfari Ciudad Real, faðmar hetjuna sína í leikslok. NORDICPHOTOS/AFP KÍNA, AP Tuttugu þúsund hermenn, lögreglumenn og varaliðsmenn voru sendir til jarðskjálftasvæðanna í Cichuan í Kína í gær til að veita fólki aðstoð. Sumir þurftu að fara gangandi vegna þess að vegir voru ófærir. Óttast er að tugir þúsunda hafi farist í jarðskjálft- anum sem varð skömmu eftir hádegið að staðartíma, þegar skólar og skrifstofuturnar voru fullir af fólki. Tvær skólabyggingar og eitt sjúkrahús hrundu. Einnig hrundi efnaverksmiðja og sluppu þar áttatíu tonn af fljótandi ammóníaki út í umhverfið. Upptök skjálftans, sem mældist 7,9 stig, voru í sveitarfélaginu Wenchan, sem er rúmlega níutíu kílómetra norður af héraðshöfuðborginni Chengdu. Jarðskjálftinn er sá mannskæðasti sem orðið hefur í Kína síðan 1976 þegar 240 þúsund manns fórust. - gb Jarðskjálfti í Kína mældist 7,9 stig og varð líklega tugum þúsunda að bana: Hersveitir sendar til hjálpar Í RÚSTUM HÚSANNA Í DUJIANGYAN Íbúar leituðu að eignum sínum í rústum húsa í borginni Dujiangyan í von um að finna eitt- hvað heillegt. Þar í borg hrundi meðal annars skólabygging og grófust hundruð barna undir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Markasúpa í 1. umferð Það voru óvænt úrslit og nóg af mörkum í fyrstu umferð Lands- bankadeildar karla. ÍÞRÓTTIR 34 VEÐRIÐ Í DAG

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.