Fréttablaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 13. maí 2008 11 ALÞINGI Í samgönguráðuneytinu er nú unnið að því að samþætta betur stefnumótun og áætlana- gerð og gera verklag vandaðra og skilvirkara. Hefur ráðgjafarfyrir- tækið Capacent liðsinnt ráðu- neytis fólki við verkefnið. Þetta kemur fram í svari samgönguráðherra við fyrirspurn Bjarna Harðarsonar Framsóknar- flokki um hvernig tekið hafi verið á brotalömum í ráðuneytinu vegna Grímseyjarferjumálsins. Jafnframt getur ráðherra þess að stjórnsýsluúttektar Ríkisend- urskoðunar á Vegagerðinni sé að vænta. - bþs Samgönguráðuneytið: Unnið að skil- virkara verklagi ALÞINGI Í smíðum er í fjármála- ráðuneytinu frumvarp um húsnæðissparnaðarkerfi með skattafrádrætti fyrir 35 ára og yngri. Er því ætlað að hvetja til sparnaðar hjá fólki sem hyggur á fyrstu kaup eigin húsnæðis. Árni Mathie- sen fjármála- ráðherra sagðist vonast til að geta lagt frumvarpið fram til kynningar nú á vordögum. Ríkisstjórnin ákvað að koma slíku sparnaðarkerfi með skatta- frádrætti á fót í tengslum við gerð kjarasamninga í febrúar. - bþs Frumvarp í smíðum: Sparnaður með skattaafslætti ÁRNI MATHIESEN KJARAMÁL Biðstaða virðist vera í samningaviðræðum við hið opinbera þó að aðilar hittist reglulega á samningafundum hjá ríkissáttasemjara. Inga Rún Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Huggarðs, segir að síðasta vika hafi verið tíðindalítil, viðræðurn- ar séu „stál í stál“. Samninganefnd ríkisins hviki ekki frá sínu tilboði en samninga- nefnd Huggarðs og Ljósmæðra- félagsins standi við sitt. Forysta BSRB hittir fulltrúa ríkisins á fundi á fimmtudaginn. - ghs Kjaraviðræður við ríkið: Kjaraviðræður komnar í bið MENNTAMÁL Grunnskóli á vegum Hjallastefnunnar verður ekki rek- inn áfram á Vallarheiði, gamla varnar svæðinu á Keflavíkurflug- velli, á komandi skólaári. Reykja- nesbær mun á haustdögum setja á stofn hverfisskóla sem verður útibú frá Njarðvíkurskóla. Eiríkur Hermannsson, fræðslu- stjóri Reykjanesbæjar, segir ákvörðunina hafa verið tekna í sam- ráði við stjórnendur Hjallastefn- unnar. „Þau tóku að sér að reka skóla fyrir okkur við sérstakar aðstæður í fyrra. Litið var á skólann sem hverfisskóla en þetta fyrir- komulag hentar kannski ekki slík- um skóla. Hjallastefnan vill reka sína skóla með því fyrirkomulagi að hægt sé að velja á milli Hjallastefn- unnar og hverfisskóla.“ Eiríkur segir að mikil fjölgun sé fyrirsjáan- leg á Vallarheiði og því eðlilegt að rekinn sé hverfisskóli þar eins og annars staðar í Reykjanesbæ. Matthías Matthíasson, skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjanesbæ, segir Hjallastefnuna hafa áhuga á því að reka grunnskóla í Reykjanesbæ. „Við höfum bent á það að við höfum ekki viljað reka hverfisskóla heldur að fólk geti valið skólann okkar en sé ekki bundið búsetu sinnar vegna. Þess vegna fórum við þessa leið.“ Matthí- as segir alltaf hafa staðið til að reka skólann á Vallarheiði í eitt ár og endurmeta starfsemina í kjölfarið. - shá Grunnskóli Hjallastefnunnar á Vallarheiði hættir rekstri eftir eins árs starf: Hverfisskóli hentar betur VALLARHEIÐI Fólksfjölgun á gamla varnarsvæðinu hefur verið mun meiri en áætlað var og því talið betra að reka hefðbundinn hverfisskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA EVRÓPUMÁL Björgvin G. Sigurðs- son viðskiptaráðherra var útnefndur „Evrópumaður ársins“ á fundi Evrópusamtakanna sem haldinn var í tilefni af Evrópu- deginum 9. maí. Í þakkarræðu sinni tók Björgvin undir hugmyndir framsóknarmanna um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamningaviðræður við Evrópusambandið. Hann sagðist sjálfur vera hlynntari því að sækja um beint og leggja svo samninginn fyrir þjóðina. Hins vegar væri þetta góð leið sem allir ættu að geta sameinast um. - aa Evrópusamtökin: Björgvin G. Evr- ópumaður ársins Áhugasamir útlendingar Jafnmargir Íslendingar og útlendingar hafa skráð sig til þátttöku í Lauga- vegshlaupinu sem haldið verður 12. júlí í sumar. Þeir erlendu hópar sem hafa skráð sig til þátttöku eru allir litlir, að sögn Svövu Oddnýjar Ásgeirs- dóttur verkefnastjóra. LAUGAVEGURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.