Fréttablaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 16
16 13. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR FRÉTTASKÝRING BRJÁNN JÓNASSON brjann@frettabladid.is Ísland er í framboði til sætis í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna áranna 2009 til 2010. Fréttablaðið ræddi við stjórnmálamenn um kostnaðinn, tilganginn og lokasprettinn í kosningabar- áttunni milli Íslands, Austur- ríkis og Tyrklands. Það hefði skaðað orðspor landsins hefði Ísland hætt við framboð til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eftir að formlega var tilkynnt um framboðið, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. „Við tókum þetta verkefni að okkur fyrir hönd Norðurlandanna allra. Það voru aðrir tilbúnir til að fara í þetta verkefni á sínum tíma, en það vorum við sem tókum þetta að okkur,“ segir Ingibjörg Sólrún. „Hér er ekki bara okkar heiður í veði, heldur heiður Norðurland- anna allra. Ef við hefðum hlaupið frá verkinu hefði orðstír okkar borið verulegan skaða af, og þannig getum við ekki hagað okkur.“ Ákveðið var fyrir tæpum tíu árum að Ísland byði sig fram. Ingi- björg segist sannfærð um að það hafi verið rétt ákvörðun á sínum tíma. „Auðvitað má segja að þegar við ákváðum að fara fram hefði átt að fara fram meiri umræða. Það hefði verið heppilegra að búa til sæmi- lega samstöðu um þetta þá, en það var ekki gert.“ Ábyrgðarleysi að taka ekki þátt Úrslitin ráðast hinn 16. október, þegar kosið verður milli Íslands, Tyrklands og Austurríkis um tvö laus sæti í ráðinu. Ingibjörg treystir sér ekki til að spá fyrir um úrslitin. „Það er ómögulegt að segja. Við eigum möguleika, en þetta gæti alveg eins farið á hinn veginn,“ segir hún. „Við sem fullvalda og sjálfstæð þjóð, þátttak- andi í samfélagi þjóðanna, getum ekki skorast undan því að axla þá ábyrgð sem því fylgir að vera í Sam- einuðu þjóðun- um,“ segir Ingi- björg. Einhvern tímann komi að því að ríki þurfi að axla ábyrgð, og Ísland hafi enga þá sérstöðu sem ætti að undanskilja landið því að taka þátt. Slíkt væri ábyrgðarleysi. Smærri ríki verða að láta rödd sína heyrast innan SÞ, og geta vel haft áhrif í umræðunni, segir Ingi- björg. Fái Ísland sæti í ráðinu bind- ur hún vonir við að áherslur Íslands um konur, frið og öryggi komist á dagskrá, og að SÞ setji upp aðgerð- aráætlun um hvernig eigi að hrinda því í framkvæmd. Óbeinn kostnaður bætist við Utanríkisráðuneytið reiknar með að kostnaður vegna framboðs Íslands verði um 350 milljónir króna, talið frá árinu 2001. Inni í þeirri tölu er svo til eingöngu kostn- aður við að efla skrifstofu Íslands hjá SÞ í New York. Ekki er talinn til kostnaður vegna ferða ráðamanna, funda, ráðstefna eða annarra svip- aðra útgjaldaliða. Kostnaður við framboð Íslands er ekki of þröngt skilgreindur að mati Ingibjargar. Ýmsir vilji telja allt sem bæst hafi við hjá utanríkis- þjónustunni til kostnaðar við fram- boðið, en það sé ekki rétt. Óháð framboðinu hefði þurft að færa út kvíarnar í utanríkisþjónustunni. Ingibjörg viðurkennir þó að vissulega bætist við uppgefinn kostnað ýmis óbeinn kostnaður. Ómögulegt sé að fullyrða að lagt hefði verið í allan kostnað við ferðir, fundi og fleira hefði fram- boðið ekki komið til. Slíkur óbeinn kostnaður sé þó ekki í líkindum við það sem haldið hafi verið fram. Fjölmargir heimildarmenn Fréttablaðsins hafa sagt framboðið hafa skaðast í utanríkisráðherratíð Davíðs Oddssonar. Hann ákvað að ekki skyldi unnið að framboðsmál- um í það rúma ár sem hann var ráð- herra. Ingibjörg segir það liðna tíð að ráðherrar eða aðrir geti talað eins og þeir vilji hér á landi án þess að ummælin spyrjist út utan Íslands. „Það var ýmislegt sagt á þessu tímabili sem barst eins og eldur í sinu út í heim. Það skapaði mikinn óróleika hjá hinum Norðurlanda- þjóðunum, og setti aukinn kraft í Austurríkismenn og Tyrki, þar sem þeir töldu okkur úr leik. Þetta skað- aði okkur, held ég,“ segir Ingi- björg. Hvaða áhrif þetta hefur kemur í ljós þegar kosið verður, en Ingi- björg segir ljóst að loforð um stuðn- ing hafi tapast á þessum tíma. Austur ríki og Tyrkland hafi fengið yfirlýsingar um stuðning frá ríkj- um sem ella hefðu gjarnan viljað styrkja Ísland. Það verði ekki aftur tekið. Trúverðugleikinn skiptir öllu Talsvert hefur mætt á Ingibjörgu Sólrúnu vegna framboðsins, þó það hafi verið ákveðið löngu fyrir henn- ar dag í utanríkisráðuneytinu. Hún segir framboðið eitt af þeim málum sem auðvelt sé að hnýta í til að fella pólitískar keilur. Sumum finnist allt fé sem renni til utanríkismála óþarfa fjáraustur. „Það er afar mikilvægt að við sem þjóð séum trúverðug, og ímynd landsins sé góð út á við. Við sjáum það bara nú þegar óróleiki er á fjár- málamörkuðunum. Þetta snýst allt um trúverðugleika, ímynd og ásýnd. Það verðum við að passa upp á,“ segir Ingibjörg. Getum ekki skorast undan ÖRYGGISRÁÐIÐ Hjálmar W. Hannesson, fastafulltrúi Íslands hjá SÞ, flutti ræðu á opnum fundi öryggisráðsins í lok apríl. Ísland sækist eftir sæti í ráðinu árin 2009 til 2010. MYND/SÞ/ESKINDER DEBEBE INGIBJÖRG SÓL- RÚN GÍSLADÓTTIR Bakslag kom í framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í utanríkisráðherratíð Davíðs Oddssonar, segir Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins. And- stæðingar Íslands nýttu sér þann efa sem fram kom í orðum Davíðs um framboð- ið á Alþingi. Davíð var utanríkisráð- herra frá september 2004 til september 2005. Valgerður tók við embættinu í júní 2006. Valgerður segir augljóst að afstaða Davíðs til framboðs Ísland hafi valdið miklum vonbrigðum á hinum Norð- urlöndunum. Í kjölfar þess að Davíð hafi lýst efasemdum um réttmæti þess að vera í framboði hafi orðrómur farið í gang um að Ísland væri hætt við framboðið. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta hafi skaðað okkur, og að jafnvel séum við ekki búin að bíta úr nálinni með þetta enn,“ segir Valgerður. Hún segir fulltrúa Austurríkis og Tyrklands hafa notað sér þetta ástand til að vinna framboðum sínum stuðning. Valgerður segir það sína skoðun að framboð Íslands eigi fullan rétt á sér. Hún hafi eins og aðrir utanríkis- ráðherrar aðrir en Davíð Oddsson unnið að framgangi framboðsins með fundum við fulltrúa ýmissa aðildarríkja SÞ. ANDSTÆÐINGAR NÝTTU EFA DAVÍÐS VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Íslendingar eiga að hafa metnað og sjálfstraust til að gera sig gildandi innan Sameinuðu þjóðanna, meðal annars með framboði til öryggisráðs SÞ. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Hann segir ljóst um að kostnaður við framboðið sé stórlega vanmetinn. Steingrímur segist ekki hafa verið á móti fram- boði Íslands á sínum tíma, en játar að á hann hafi farið að renna tvær grímur þegar í ljós hafi komið hvernig framboðsmálin hafi þróast. Dýr vinna við að afla framboðinu stuðnings sé smáríkjum erfiður. „Efasemdar mínar voru þó frá byrjun, og eru enn, ekki bundnar fyrst og fremst við kostnaðinn,“ segir Steingrímur. Þær beinist frekar að því að íslensk stjórnvöld hafi ekki burði til að standa í lappirnar, og reka sjálfstæða og virðingarverða utanríkisstefnu svo fullur sómi verði af afstöðunni fái Ísland sæti í öryggisráðinu. „Við höfum ekkert með fleiri já-þjóðir Bandaríkjanna að gera í öryggisráðinu,“ segir Steingrímur. Hann segir að Ísland hefði frá upphafi átt að setja sér það markmið að fara inn í öryggisráðið sem fulltrúi friðar og afvopnunar, sem fulltrúi lýðræðislegrar samvinnu ríkja, og ekki síst sem málsvari smáríkja. „Ég sé ekki að það þjóni neinum tilgangi að við eyðum í þetta kannski einum milljarði króna, ef við förum þarna inn sem gagnrýnislausir tagl- hnýtingar vestrænna hernaðarsjónarmiða,“ segir Steingrímur. Hann kallar þó ekki eftir því að hætt verði við framboðið, slíkt gæti til að mynda haft áhrif á samstarf Norðurlandanna, enda framboð Íslands samnorrænt. Hann kallar á breytingu á utanríkis- stefnu stjórnvalda, að undangengnu þverpólitísku samráði. Hann segir dapurlegt að kosningar innan SÞ séu farnar að snúast um atkvæðakaup hjá íslenskum stjórnvöldum. Augljóst sé að slíkt sé í gangi. Skyndilega gjósi upp áhugi á málum sem hingað til hafi ekki verið sinnt, lagst í ferðalög til staða sem hingað til hafi lítinn áhuga vakið til að afla stuðnings, og þar fram eftir götunum. Stjórnvöld áætla að kostnaður við framboðið muni nema um 350 milljónum króna. Það er mikið vanmat, segir Stein- grímur. Kostnaður sem með réttu ætti að falla á framboðið sé færður á aðra kostnaðarliði, til dæmis þróunarmál. Fjár- munir sem eigi að renna í þróunarsamvinnu eða þróunar- aðstoð séu notaðir til að greiða fyrir hluti sem í reynd séu lítið annað en kostnaður við kosningabaráttuna. ÞURFUM EKKI FLEIRI JÁ-MENN BANDARÍKJANNA Í ÖRYGGISRÁÐIÐ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON FRÉTTASKÝRING: Framboð Íslands til öryggisráðs SÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.