Fréttablaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 21
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. BMX-hjólamenningin á Íslandi lætur ekki mikið fyrir sér fara en þó fer áhuginn á íþróttinni vaxandi. Emil Þór Guðmundsson er BMX-töffari í húð og hár. Hann segist hafa hjólað síðan hann man eftir sér og vill meina að hann sé faðir BMX á Íslandi. „Ég hef alltaf verið að hjóla. Maður hefur gaman af þessu og hættir ekkert að leika sér þó maður eld- ist,“ segir hann. Emil segir hóp fimmtán til tuttugu einstaklinga á aldrinum 16-30 ára hittast reglulega til að hjóla saman og áhuginn á sportinu sé að aukast. Aðstöðu- leysi hrjái þó hópinn en það sé allt að koma til. „Fólk vill ekki sjá svona villinga,“ segir hann kank- vís. „Við erum í óþökk margra þar sem við komum okkur fyrir en einhvers staðar verða vondir að vera. Við erum fyrst og fremst að stökkva og aðstaðan sem við þurfum er svipuð og hjólabrettapallarnir, bara stærri. Við höfum notað allt sem við komumst í undanfarið og höfum núna komið okkur upp leyni- stað.“ Undanfarin ár hafði hópurinn hjólað og staðið fyrir sýningum við rætur Öskjuhlíðar þangað til byggingaframkvæmdir hófust þar fyrir nokkru. Spurður hvort þessi íþrótt sé hættuleg svarar Emil því til að það sé alveg hægt að slasa sig. „Menn snúa sér í hringi, fara í heljarstökk og gera allt sem þeim dettur í hug. Það er hægt að brjóta bein og fá falleg ör en það eru þá bara fleiri góðar sögur að segja frá.“ Emil segir félagsskapinn samheldinn og hafa meðal annars farið saman til útlanda að hjóla. Í sumar eru svo fram undan tvö mót, annað í Fífunni í Kópavogi hinn 17. maí og hitt niðri í fjöru í Kópavog- inum 31. maí. Þar verða stig gefin fyrir búninga, stíl og stökk sem enda úti í sjó. Þegar Emil er inntur eftir fatatískunni í BMX-sportinu segir hann best að vera ber að ofan. heida@frettabladid.is Ber að ofan á BMX Emil Þór Guðmundsson hættir ekki að leika sér þótt hann eldist. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Málþingið Áföll í æsku og afleiðingar á heilsu síðar meir verður haldið á Háskólatorgi Háskóla Íslands á morgun, miðvikudaginn 14. maí, frá klukkan 15 til 17. Að þinginu standa Heilsugæsla höfuð- borgarsvæðisins, Landlæknis- embættið, Landspítali háskólasjúkrahús, Háskóli Íslands og Blátt áfram. Vefsíðan retro- togo.com er skemmtileg síða þar sem má finna margt sniðugt inn á heimilið, allt frá grófgerðum hægindastólum til fíngerðra tebolla. Ofnæmislyf er ágætt fyrir þá sem þjást af frjókornaofnæmi og öðru árstíðabundnu ofnæmi að eiga í skápnum nú þegar sumarið nálgast. Það er aldrei að vita hve- nær er nauðsynlegt að grípa til þeirra. Mex - byggingavörur Sími 567 1300 og 848 3215 www.byggingavorur.com Vönduð vara og hagstætt verð..... STIGAR Ryðfrítt Stál Gler Tré Einnig: Innihurðir, Harmonikkuhurðir Fullningahurðir, Útihurðir, Gerefti Gólflistar og margt fleira Allar mögulegar gerðir og stærðir smíðað eftir óskum hvers og eins UPPLÝSINGAR O is ing Mjódd Staðsetning í Mjódd www.ovs.is upplýsingar og innritun í síma 588-1414 Vinnuvélanámskeið Næsta námskeið hefst 16. maí n.k.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.