Fréttablaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 56
24 13. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 12 Sérfræðileiðsagnir Þjóðminjasafns- ins halda áfram í dag kl. 12. Að þessu sinni mun Gunnar Karlsson sagn- fræðingur vera með leiðsögn um grunnsýninguna sem hann kallar: Að lesa Íslandssögu úr grunnsýningu Þjóðminjasafnsins. Býðst gestum safnsins þar með að fá nýja innsýn í safnkostinn og fræðast í leiðinni um sögu lands og þjóðar. Trúðleikurinn á að vera fastur passi í stöðugri þjálfun allra leik- ara. Hann hefur ekki verið það. Mest vegna þess að rétta þjálfara hefur vantað, þá hefur þurft að sækja til útlanda þótt ýmsir íslenskir leikstjórar hafi rík efni til að leggja trúðleiknum lið. Sá þáttur í fari þeirra er ekki nýttur. Trúðleikurinn eykur sveigjuna í færni leikarans. Vitaskuld verða menn að hafa áhuga á þeirri fjöl- breyttu tækni sem trúðleikur útheimtir en sú færni smitar yfir í allt sem leikari tekst á við eftir það. Einstaka leikarar hafa lagt sig sérstaklega eftir trúðleik og sýn- ing LR í Borgarleikhúsinu sem kennd er orðinn til fyrir áhuga þeirra Bergs Þórs Ingólfssonar og Halldóru Geirarðsdóttur sem bæði komu sér upp trúðsgervi fyrir fjölda ára. Ulfar og Barbara eru þeirra annað sjálf, hamur sem þau skjótast í, og rétt eins og í ævintýrinu gefur sá hamur þeim frelsi. Gjóla Hörpu Arnardóttur og Za-Ra Höllu Margrétar eru nýrri hamir. Raunar sást vel í trúð- leiknum á fimmtudagskvöldið að sumir voru komnir lengra en aðrir í þessu fágaða formi hreins leiks. Efni sýningarinnar er sam- kvæmt titlinum dauðasyndirnar sjö. Hvort sem það var upphaflega hugmyndin sem leiddi hópinn undir stýri Rafaels Bianciotto á vit Dante skal ósagt látið: Gleði- leikurinn guðdómlegi gefur vissu- lega tækifæri að fara um svið dauðasyndanna en þessi tvö við- fangsefni takast á í verkinu, raun- ar svo harkalega að bæði líða fyrir: að rekja ferð Dante við leið- sögn Virgils til neðsta vítis og til- baka á hæstu hæðir Paradísar, og hitt að gera dauðasyndunum sjálf- um verðug skil. Það er einfaldlega færst of mikið í fang. Þriðja efnið bætist svo við: kynning trúðsins á sjálfum sér og skýring á reglum leiksins sem er ærið rúmfrekt í framgangi sýningarinnar. Þrjú stór efni í einni sýningu þýða að hvert þessara efna líður fyrir plássleysið í ríflega tveggja tíma leik sem hefst raunar löngu fyrir auglýstan sýningartíma því fjór- menningarnir taka á móti leikhús- gestum í tíma, leiða þá til sætis og hefja leikinn löngu fyrir átta. Þetta var skemmtilegt kvöld um margt og athyglisvert. Ég fór spenntastur að sjá Hörpu, missti af henni fyrir norðan og hét mér þá að ekki skyldi ég héðan í frá missa af neinu sem Harpa Arnar- dóttir gerir. Hún er fágætur lista- maður og gerir allt vel, hefur allt- af sína sérstöku sýn á viðfangsefni, leiðir það alltaf í óþekkta vegu, ein af þessum stóru leikkonum sem fólk hefur ekki fattað hvað er mik- ill fengur fyrir íslenska leiklist. Svona getur maður verið eigin- gjarn – fer bara á leiksýningu til að sjá einn leikara. Ekki það að Harpa hafi að þessu sinni borið af: hér standa bókstaf- lega allir aðrir í skugganum af Halldóru Geirharðsdóttur sem trónir eins og hofróða í opinberri veislu yfir öðrum. Líkast til vegna þess að hún hefur tekið plássið eins og hofróður gera gjarna: frek- asti krakkinn fer fremst. Hún er annar listamaður í íslenskum kvennaflokki sem hefur á rétt tíu árum frá því hún kom til starfa hjá LR stikað sér miðjustað í leik- flokknum íslenska. Hér er hún enda í essinu sínu: óhrædd, hik- laus, djörf og dásamleg í þreföldu nei margföldu hlutverki sem hún víkur sér fimlega til og frá í. Bæði Bergur og Halla lenda ein- hvern veginn í skugganum, Halla veikust og skemmst á veg komin í tökum sínum á þessu erfiða formi, Bergur líkt og fararstjóri í þessari för sem er alltaf að passa upp á alla – og er þó að leika einn nafn- greint stakt hlutverk, Dante sjálf- an. Úlfshamur Bergs er enda ekki flókinn í trúðleiknum, svolítið þunnur og ekki óútreiknanlegur eins og Barbara. Þetta er skemmtileg og athyglis- verð sýning fyrir margra hluta sakir. Eitthvað af henni er spunnið í hvert sinn, það er ein reglan í leiknum. Svo er unaðslega gaman að sjá Litla sviðið aftur í þeirri fúnksjón sem það var hugsað til í upphafi sem vettvangur leikarans í frjálsu falli þótt alltaf sé erfitt að ná bæði upp á svalirnar og niður: sem er sérstakt viðfangsefni fyrir alla sem þar vinna og kallar á vís- vitandi rannsókn í fókusmiðun hjá leikara. Allur frágangur á sýningunni er fyrsta flokks. Hún á skilið níu sinnum níu sýningarkvöld – er fyrir alla fjölskylduna og á örugg- lega eftir að slípast fái hún þá aðsókn og athygli sem áhorfendur eiga skilið. Ekki missa af Dauða- syndunum. Páll Baldvin Baldvinsson Dauðasyndir sjö og meira til LEIKLSIT Trúðurinn, ein grunneining í leikhúsi heimsins, fær sitt pláss á Litla sviðinu næstu vikur. LEIKLIST Dauðasyndirnar eftir leikhóp og aðstandendur – og Dante. Ljós: Halldór Örn Óskarsson. Hljóð: Ólafur Thoroddsen. Búningar: Helga Stefánsdóttir. Leikmynd: Helga og Rafael Biancotto. Tónlistarstjórn: Kristjana Stefánsdóttir. Hreyfingar: Ariane Anthony. Leikstjóri: Rafael Biancotto. Leikfélag Reykjavíkur á Litla sviði Borgarleikhússins. ★★★★ Fín skemmtun af flínkum trúðum. Norræna húsið heldur áfram með dagskrá sína Byggingarlist í brennidepli í kvöld kl. 20. Þá flytur þar framsögu danski arkitektinn Bjarke Ingels sem hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir óhefðbundna nálgun sína á viðfangsefnið. Ingels rekur eigin teiknistofu undir nafninu Big sem endurspeglar þann húmor, leikgleði og glettnu sjálfsímynd sem einkennir hönn- un hans. Hann hefur hugtök og merkingar í flimtingum og segir meðal annars að vinna hans beinist ekki að litlu smáatriðunum heldur að heildarmyndinni og er óragur við að ögra viðtekinni hugmyndafræði 20. aldarinnar um fagurfræði. Sjálfur setur hann spurningarmerki við flesta hluti og notar eiturskarpa greiningar- hæfileika sína til að leysa verkefni út frá því sem honum finnst vera kjarni þeirra. Honum hafa meðal annars hlotnast hin virtu verðlaun Gullna Ljónsins á Feneyjatvíæringn- um árið 2004 fyrir afar frumlega hugmynd að tónlistarhúsi í Stavanger og tilnefningu til Mies van der Rohe-verðlaunanna árið 2005 fyrir hús undir siglingarklúbb og frístundir ungs fólks við höfnina, þar sem kostnaðarsamur liður við að losna við mengun á lóðinni var leystur á snjallan hátt. Bjarke hefur ekki einvörðungu fengist við að hanna og byggja hús, heldur beitir hann frumkvöðlagleði sinni til að skapa margvísleg verk á borð við stuttmyndir um nýja hugsun í hafnarmannvirkjum á alþjóðavísu, og heila borg úr dönskum Lego kubbum. Fyrir stuttu síðan vann hann samkeppni um heildarskipu- lag Øresunds parken í Kaupmannahöfn og um þessar mundir er hann einnig að finna í úrslita lotu í boðskeppni um höfuðstöðvar Landsbanka Íslands í miðbæ Reykjavíkur. - vþ Frumlegur hugsuður mælir FALLEG BYGGING Hönnun Norræna hússins er ekkert slor. Lau. 17. maí Sun. 18. maí Fim. 22. maí Fös. 23. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.