Fréttablaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 62
30 13. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 12 16 7 WHAT HAPPENS IN VEGAS kl. 6 - 8 - 10 MADE OF HONOUR kl. 8 - 10 FORGETTING SARA MARSHALL kl. 6 12 WHAT HAPPENS IN VEGAS kl. 5.45 - 8 - 10.15 WHAT HAPPENS IN VEGAS LÚXUS kl. 5.45 - 8 - 10.15 IRON MAN kl. 5.20 - 8 - 10.40 MADE OF HONOUR kl. 5.45 - 8 - 10.15 STREET KINGS kl. 8 - 10.30 SUPERHERO MOVIE kl. 4 - 6 BUBBI BYGGIR Í VILLTA VESTRINU kl. 4 HORTON kl. 3.45 ÍSLENSKT TAL 5% 5% 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 16 12 7 WHAT HAPPENS IN VEGAS kl. 6 - 8.20 - 10.30 MADE OF HONOUR kl. 5.45 - 8 - 10.15 STREET KINGS kl. 5.30 - 8 - 10.30 21 kl. 8 - 10.30 BRÚÐGUMINN kl. 6 ÍSLENSKUR TEXTI 5% SÍMI 551 9000 16 16 16 7 REDACTED kl.6 - 8 - 10 MADE OF HONOUR kl.6 - 8.20 - 10.35 THE RUINS kl. 8 - 10 TROPA DE ELITE kl.5.30 - 8 -10.20 ENSKUR T BRÚÐGUMINN kl. 6 ENSKUR TEXTI SÍMI 530 1919 ,,HUGLJÚF OG SKEMMTILEG" VJV - TOPP5.IS/FB TILBOÐSVERÐ GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ RAUÐU Barátta kynjanna er hafin. Búðu þig undir... stríð! Cameron Diaz og Ashton Kutcher í frábærri gamanmynd! ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS 3-D DIGITALU2 3D kl. 6:30/3D - 8:20/3D - 10:20/3D L IRON MAN kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 IRON MAN Sýnd í Lúxus VIP 14.Maí VIP MAID OF HONOR kl. 8 - 10:20 L DRILLBIT TAYLOR kl. 6 10 IN THE VALLEY OF ELAH kl. 8 16 IN THE VALLEY OF ELAH kl. 10:30 VIP FORGETTING SARAH... kl. 5:40 - 8 - 10:20 12 SHINE A LIGHT kl. 5:40 - 8 VIP SHINE A LIGHT kl. 10:30 L UNDRAHUNDURINN M/- ÍSL TALkl. 6 L U2 3D kl. 6/3D - 8/3D L THE HUNTING PARTY kl. 5:50 - 8 - 10:10 12 IRON MAN kl. 9D - 10D 12 OVER HER DEAD BODY kl. 6 7 IRON MAN kl. 8 - 10:30 12 DEFINETLY MAYBE kl. 8 L DOOMSDAY kl. 10:20 16 VEGNA ÁSKORANA IRON MAN kl. 8 - 10:30 12 SUPERHERO MOVIE kl. 8 L P2 kl. 10 16 IRON MAN kl. 8 - 10:30 12 OVER HER DEAD BODY kl. 8 L THE HUNTING PARTY kl. 10 7 3-D DIGITAL DIGITAL - bara lúxus Sími: 553 2075 WHAT HAPPENS IN VEGAS kl. 5.50, 8 og 10.30 L IRON MAN kl. 5.30, 8 og 10.30 12 FORGETTING SARAH MARSHALL kl. 8 12 SPIDERWICK CHRONICLES kl. 6 7 1/2 SV MBL T.V. - kvikmyndir.is “Ein besta gamanmynd ársins” - V.J.V., Topp5.is / FBL - V.J.V. Topp5.is / FBL 1/2 ROLLING STONE Hversu langt myndirðu ganga til að ná fram hefndum? Og hvað myndirðu vera tilbúinn að gera til að upplifa hinn ameríska draum? Þetta eru spurningar sem Nico Bellic, austur-evrópskur innflytjandi, þarf að svara við komuna til Ameríku. Nico er kominn til Liberty-borgar til að hitta frænda sinn Roman sem hefur freistað hans með sögum um flott hús, djarfar dömur og stafla af peningum. Við komuna þangað kemst Nico fljótt að því að Roman hefur fyllt hug hans af draumórum og kaldur veruleik- inn bíður hans. Það tekur ekki langan tíma fyrir frændurna að blandast í deilur glæpafjöl- skyldna borgarinnar og eftir það verður ekki aftur snúið. Umdeildur frá upphafi Grand Theft Auto, eða GTA eins og leikurinn er oftast kallaður, er ein frægasta tölvuleikjasería sem komið hefur út. GTA er það sem kallast sandbox-leikur, sem táknar stóran heim þar sem er hægt að fara hvert sem er og gera nærri hvað sem leikmanni dettur í hug. Leikirnir hafa selst í milljóna- vís og oftar en einu sinni ratað á forsíður blaðanna, sjaldnast í góðu ljósi. Fjölmiðlar og sumir stjórnmálamenn hafa oft verið fljótir í gegnum tíðina að kenna GTA-leikjunum um allt sem er að, og ófáir glæpamenn í Banda- ríkjunum hafa notað það sér til málsvarnar að þeir væru bara að apa eftir GTA þegar þeir frömdu glæpi. Því verður ekki neitað að leikirnir hafa átt hluta af gagn- rýninni skilið, en á sama tíma hefur oft verið auðvelt að kenna leiknum um hluti sem hann ber litla sök á. GTA 4 er búinn að vera í um fjögur ár í framleiðslu og eftir- væntingin hefur verið gríðarleg á heimsvísu. Eftir að hafa spilað og klárað leikinn í meira en 55 tíma er auðvelt að sjá af hverju. GTA 4 er fyrsti leikurinn fyrir næstu kynslóð leikjavéla og kemur hann út á bæði Playstation 3 og Xbox 360. Eftir að hafa spil- að báðar útgáfurnar er hægt að segja að leikurinn skín á báðum vélunum. Sögusvið leiksins er ótrúlegt, og ekki er annað hægt en að dást að Rockstar og hvað þeir hafa lagt mikla vinnu í að búa til sína útgáfu af New York-borg. Þegar leikurinn ræsir sig upp í fyrsta sinn hleður hann sig í smástund og síðan lítið sem ekkert eftir það. Heimurinn er gríðarstór og auðveldlega hægt að eyða tugum klukkutíma í að ferðast í gegnum borgina og skoða hvern krók og kima, hvort sem þú tekur lestina, leigubíl eða hreinlega stelur flotta sportbílnum sem mætti þér á síðustu gatnamótum. Marley og Queen með lög Eitt af því sem GTA-leikirnir hafa verið þekktir fyrir er frá- bær saga, raddsetningar og góð tónlist. Margir frægir tónlistar- menn eða leikarar hafa léð leikn- um sína rödd í gegnum tíðina og í þessum leik er engin undantekn- ing þar á. Í leiknum má heyra raddir eða tónlist eftir Phil Coll- ins, Thin Lizzy, Queen, Bob Mar- ley, Karl Lagerfeld, Iggy Pop, Juliette Lewis og Ruslönu úr Euro vision, sem er einnig kynnir á einni af fjölmörgum útvarps- stöðvum í leiknum. Það er hægt að eyða heilu dögunum bara í að hlusta á útvarpsstöðvarnar eða sjónvarpsstöðvarnar einar og þættina sem er þar að finna. Þegar þú ert ekki að fara í gegn- um söguþráð leiksins eða ótal fjölda aukaverkefna eða hluta sem er hægt að gera í borginni, þarftu að rækta vinasamböndin sem Nico myndar á leið sinni. Til að eiga samskipti við vini þína eða kærustur sem er hægt að eignast í leiknum þarftu bara að ýta upp á fjarstýringuna og þá smellur upp GSM-sími. Síminn er lífæð Nico í leiknum og í gegnum hann er hægt að fara í verkefni, báta eða götu kappakstur, hitta vinina og fara í keilu, pool, á djammið eða bara skella sér á grínklúbb og sjá t.d. Ricky Gerv- ais troða upp. Fyrir utan allt þetta er GSM-síminn líka leið inn í fjöl- spilunarpart leiksins. Allt er þetta gert á auðveldan og snöggan hátt sem tekur þig ekki úr upplifun- inni á leiknum. Besti GTA-leikurinn GTA 4 er fyrsti leikurinn í serí- unni sem býður upp á fjölspilun. Hægt er að spila með 2-16 leik- menn í um 10 mismunandi leikja- tegundum. Í sumum af þeim eru leikmenn að vinna saman í liðum að leysa verkefni, skjóta hvern annan eða keppa í götuakstri. Það sem kannski kemur mest á óvart við allt þetta er að borgin í leikn- um er sögusviðið og hægt er að fara nær hvert sem þú vilt og á hvaða hátt sem er, og býður það upp á ótrúlega skemmtilegan og fjölbreyttan netspilunarmögu- leika. Eftir allan þennan tíma og óendanlega eftirvæntingu og vonir, er einhver leið að leikurinn standist væntingar? Stutta svarið er já og meira en svo, leikurinn stendur upp úr sem sá besti í seríunni og skartar persónum sem þér þykir vænt um, sögu og hasar sem er betri en margar Hollywood-sumarmyndirnar sem koma hingað á klakann. Grafík og tónlist er með því flottasta sem hefur sést og Euphoria „physics“-vélin sem stjórnar öllu umhverfi, hlutum og fólki er nokkuð sem þarf að sjá til að trúa. Þetta er leikur sem endist auð- veldlega um 40-80 tíma og meira ef fólk er tilbúið að sökkva sér djúpt í forarpyttinn sem Liberty City er. Foreldrar verða bara að muna að GTA-leikirnir hafa ávallt verið fullorðinsleikir og þar af leiðandi bannaðir innan átján ára. Þeir eru ekki beint hæfir fyrir fermingar- barnið á heimilinu. Aftur á móti ættu þeir sem eru 18 ára og eldri og hafa gaman af hasar og skemmtun ekki að hika við að skella sér á þennan leik. Sveinn A. Gunnarsson Á kafi í forarpytti Liberty TÖLVULEIKIR Grand Theft Auto 4 Kominn út á PS3 og XBox 360. Pegi: 18+ Í leiknum er ofbeldi, ljótt orðbragð og takmörkuð nekt. ★★★★★ Upplifun ársins og skyldueign allra sanna leikjaunnenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.