Fréttablaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 66
34 13. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR Akranesvöllur, áhorf.: 1544 ÍA Breiðablik TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 6–19 (2–5) Varin skot Esber 3 – Casper 1 Horn 3–10 Aukaspyrnur fengnar 14–25 Rangstöður 2–3 BREIÐAB. 4–4–2 Casper Jacobsen 6 Árni Kristinn 6 Srdjan Gasic 7 Nenad Petrovic 7 Arnór Aðalsteins 6 Jóhann Berg 6 (73. Steinþór Þorst. -) *Arnar Grétarsson 7 Olgeir Sigurgeirsson 5 Nenad Zivanovic 6 Magnús Páll Gunn. 4 (85. Kristinn Steind. -) Prince Rajcomar 7 (77. Marel Baldvins -) *Maður leiksins ÍA 5–4–1 Esber Madsen 6 Árni Thor Guðmunds 6 Dario Cingel 6 Heimir Einarsson 6 Jón Vilhelm Ákason 4 Igor Bilokapic 4 (60. Guðjón Heiðar 4) Helgi Pétur Magnúss. 5 (70. Andri Júlíuss. 4) Bjarni Guðjónsson 5 Vjekosl. Svadumovic 5 (84. Þórður Guðjóns -) Stefán Þór Þórðarson 5 Björn Bergmann 5 0-1 Prince Rajcomar (15.) 1-1 Stefán Þór Þórðarson (75.) 1-1 Garðar Örn Hinriks. (6) KR-völlur, áhorf.: 2089 KR Grindavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 16–10 (7–3) Varin skot Kristján 2 – Magnús 4 Horn 4–5 Aukaspyrnur fengnar 8–16 Rangstöður 1–2 GRINDAV. 4–5–1 Magnús Þormar 4 Sveinn Þór Steingr. 5 (88. Michael Jónsson -) Zoran Stamenic 6 Marinko Skaricic 6 Ray Anthony Jónss. 5 *Scott Ramsey 8 Jóhann Helgason 5 Orri Hjaltalín 6 Eysteinn Hauksson 5 Tomasz Stolpa 5 (87. Alexander Þór. -) Andri Steinn Birgiss. 4 *Maður leiksins KR 4–4–2 Kristján Finnbogas. 6 Eggert Rafn Einars 6 Grétar Sigurðarson 4 Gunnlaugur Jónsson 4 Guðmundur Reynir 6 Gunnar Örn Jónsson 5 (81. Ingimundur -) Jónas Guðni Sævars 5 Viktor Bjarki Arnarss. 5 Óskar Örn Hauksson 6 Guðjón Baldvinsson 7 (90., Skúli Jón ¨-) Björgólfur Takefusa 3 (81. Guðm. Péturss. -) 1-0 Guðjón Baldvinsson (63.) 1-1 Scott McKenna Ramsey (78.) 2-1 Guðmundur Pétursson (83.) 3-1 Ingimundur Óskarssson (89.) 3-1 Einar Örn Daníelss. (8) Kópavogsvöllur, áhorf.: 1340 HK FH TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 3–9 (1–5) Varin skot Gunnleifur 1 – Daði 1 Horn 6–9 Aukaspyrnur fengnar 10–9 Rangstöður 5–4 FH 4–3–3 Daði Lárusson 6 Guðmundur Sævars 7 Tommy Nielsen 7 Freyr Bjarnason 7 Hjörtur Logi Valgarðs 7 Dennis Siim 8 (78 Heimir Guðmunds) Davíð Þór Viðarsson 7 Jónas Grani Garðars 8 (82. Matthías Vilhjálm) Atli Guðnason 8 Atli Viðar Björnsson 8 (78. Arnar Gunnlaugs.) *Tryggvi Guðm. 9 *Maður leiksins HK 4–3–3 Gunnleifur Gunnleifs 5 Stefán Eggertsson 3 Finnbogi Llorens 4 Hólmar Örn Eyjólfss 4 Atli Valsson 4 Goran Brajkovic 4 Finnur Ólafsson 4 Almir Cosic 3 (70. Aaron Palomares) Hörður Magnússon 4 (72. Þorlákur Hilmars) Mitja Brulc 4 Hermann Geir Þórs 4 0-1 Atli Viðar Björnsson (15.) 0-2 Jónas Grani Garðarsson (22.) 0-3 Atli Guðnason (61.) 0-4 Tryggvi Guðmundsson (77.) 0-4 Þóroddur Hjaltalín (7) Valbjarnarvöllur, áhorf.: 769 Þróttur Fjölnir TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–22 (5–13) Varin skot Bjarki Freyr 9 – Þórður 4 Horn 10–9 Aukaspyrnur fengnar 9–9 Rangstöður 2–2 FJÖLNIR 4–3–3 Þórður Ingason 6 Gunnar Valur 6 Óli Stefán 7 Kristján Hauksson 7 Magnús Ingi Einars 6 Ásgeir Aron Ásgeirs 6 Ágúst Gylfason 6 (67. Illugi Þór Gunn. 5) *Gunnar Már 8 Pétur Georg Markan 7 (70. Ómar Hákonars. 6) Ólafur Páll Snorras. 7 (81. Davíð Þór Rún. -) Tómas Leifsson 8 *Maður leiksins ÞRÓTTUR 4–5–1 Bjarki Freyr Guðm. 7 Hallur Hallsson 5 (67., Haukur Páll 6) Þórður Hreiðarsson 5 Michael Jackson 5 Eysteinn Pétur Lárus 5 Carlos Bernal 6 Dannis Danry 5 Kirstján Ómar Björns 5 (67. Adolf Sveinss. 5) Rafn Andri Haralds 6 Magnús Már Lúðvíks 5 (67. Ismael Silva 5) Hjörtur Hjartarson 6 0-1 Gunnar Már Guðmundsson (25.) 0-2 Pétur Georg Markan (61.) 0-3 Gunnar Már Guðmundsson (86.) 0-3 Magnús Þórisson (7) Fylkisvöllur, áhorf.: 1068 Fylkir Fram TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 8–13 (1–7) Varin skot Fjalar 3 – Hannes 1 Horn 5–7 Aukaspyrnur fengnar 9–12 Rangstöður 1–3 FRAM 4–3–3 Hannes Halldórsson 7 Daði Guðmundsson 7 Auðun Helgason 7 Reynir Leósson 7 (86. Jón Orri Ólafss. -) Sam Tillen 8 *Paul McShane 8 Halldór Herman Jóns 7 Heiðar Geir Júlíusson 7 Ívar Björnsson 6 (78. Óðinn Árnason -) Hjálmar Þórarinsson 8 Jón Þorgrímur Stefáns 7 (25. Ingvar Ólason 8) *Maður leiksins FYLKIR 4–4–2 Fjalar Þorgeirsson 7 Guðni Rúnar Helgas 3 Kristján Valdimars 4 David Hannah 4 Víðir Leifsson 4 (66. Andrés Már 5) Halldór Hilmisson 3 (63. Valur Fannar 2) Ólafur Stígsson 3 (63. Haukur Ingi 4) Ian Jeffs 7 Peter Gravesen 5 Allan Dyring 3 Jóhann Þórhallsson 4 0-1 Jón Þorgrímur Stefánsson (14.) 0-2 Hjálmar Þórarinsson (47.) 0-3 Hjálmar Þórarinsson (60.) 0-3 Jóhannes Valgeirss. (7) Keflavíkurvöllur, áhorf.: 1920 Keflavík Valur TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11–12 (8–8) Varin skot Ómar 5 – Kjartan 2 Horn 2–8 Aukaspyrnur fengnar 11–18 Rangstöður 2–3 VALUR 4–4–2 Kjartan Sturluson 4 Birkir Már Sævarsson 6 Gunnar Einarsson 4 (69. Guðm. Hafsteins 5) Atli Sveinn Þórarins 5 Bjarni Ólafur Eiríks 6 Daníel Hjaltason 5 (46. Hafþór Ægir 6) Baldur Bett 6 Pálmi Rafn Pálmason 5 Rene Carlsen 4 Guðm. Benediktsson 6 Helgi Sigurðsson 5 (64. Albert Ingason 5) *Maður leiksins KEFLAV. 4–4–2 Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni 7 Kenneth Gustafsson 7 Guðmundur Mete 7 Nicolai Jörgensen 7 (80. Jón Gunnar -) Magnús Þorsteinss. 7 (68. Hörður Sveins 7) Hans Mathiesen 7 (53. Hólmar Örn 6) Hallgrímur Jónasson 7 Símun Samuelsen 8 *Guðm. Steinars. 8 Patrick Redo 6 1-0 Hans Mathiesen (1.) 2-0 Símun Samuelsen (5.) 3-0 Guðmundur Steinarss., víti (56.) 3-1 sjálfsmark (60.) 4-1 Guðmundur Steinarsson (61.) 5-1 Guðjón Árni Antoníusson (78.) 5-2 Hörður Ægir Vilhjálmsson (86.) 5-3 Bjarni Ólafur Eiríksson (89.) 5-3 Kristinn Jakobsson (7) FÓTBOLTI Framarar sigldu beggja skauta byr í Árbænum og unnu öruggan 3-0 sigur á heimamönn- um í fyrstu umferð Landsbanka- deildar karla á laugardaginn. „Við vorum svo sannarlega tilbúnir í þennan leik enda sást það best á því að við fengum tvö góð færi strax á fyrstu mínútun- um. Við ætluðum okkur að vinna hér í dag enda kom það á daginn að við hreinlega löbbuðum yfir þá. Við hefðum átt að skora fleiri mörk og voru mjög þéttir fyrir í vörninni,“ sagði Reynir Leósson, fyrirliði Fram. „Menn urðu sér til skammar. Það er ósköp einfalt,“ sagði Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis. „Leikmenn höfðu ekki áhuga á að verjast eða hafa boltann. Þetta er í engum takti við það sem ég hef séð til liðsins í vetur.“ - esá Þjálfari Fylkis eftir Framleikinn: Til skammar FLOTTIR FRAMARAR Framarar fagna öðru marka Hjálmars Þórarinssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI ÍA og Breiðablik skildu jöfn á Akranesi, 1-1, í fjörugum leik. Jafntefliskóngarnir hjá Breiðablik voru sterkari lengst- um, fengu fjölda færa en nýttu ekki. Þeir urðu því að sætta sig við enn eitt jafnteflið en þeir gerðu níu í fyrra. „Í sjálfu sér er jafntefli á Skag- anum venjulega ásættanlegt en ég hefði viljað meira í dag miðað við hvernig þetta spilaðist. Við erum einnig manni fleiri og áttum að nýta það rétt eins og færin okkar góðu,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, sem reyndi að líta á björtu hliðarnar. Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, var ánægður með stigið en hans menn voru skelfilega slakir í fyrri hálfleik en allt annað var að sjá liðið í þeim seinni. „Eins og leikurinn þróaðist þá held ég að við megum þakka fyrir stig hér í dag. Það var allt annað að sjá okkur í seinni hálfleik og það var ákveðinn karakter að koma til baka eftir að vera marki og manni undir,“ sagði Guðjón en hans menn nöldruðu mikið í Garð- ari Erni dómara og ljóst að grein í Fréttablaðinu með Garðari og Gillzenegger fór í taugarnar á Skagamönnum. „Ég er ekkert hissa á því að menn hafi verið pirraðir út í Garðar. Hann er að fallast í faðma með stuðningsmanni Breiðabliks rétt fyrir leik. Ég held að menn geti ekki hagað sér svona ef þeir ætla að öðlast virðingu í sínu starfi,“ sagði Guðjón ókátur. - hbg Skrautlegur leikur hjá ÍA og Breiðablik á Akranesi í fyrstu umferðinni á laugardag: Tíu Skagamenn náðu að jafna FYRSTA MARKIÐ Blikinn Prince Rajcomar skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRIKUR KRISTÓFERSSON FÓTBOLTI Titilvörn Vals í Lands- bankadeild karla hófst ekki eins og vonir stóðu til. Valsmenn stein- lágu gegn frískum og grimmum Keflvíkingum, 5-3, í frábærum leik í góðviðrinu í Keflavík. Keflvíkingar fengu óskabyrjun og komust í 2-0 á fimm fyrstu mínútum leiksins með mörkum Hans Mathiesen og Símun Samu- elsen. Valsmenn voru engu að síður síst verri aðilinn í fyrri hálfleik auk þess sem liðið mætti ákveðið til leiks í síðari hálfleik. Valsmenn færðu sig framar á völlinn í upp- hafi síðari hálfleiks og það nýttu Keflvíkingar sér þegar Guðmund- ur Steinarsson skoraði þriðja markið úr vítaspyrnu á 56. mínútu sem kom upp úr skyndisókn. Aðeins fjórum mínútum síðar minnkaði Valur muninn þegar Kenneth Gustafsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Aðeins mínútu síðar var munur- inn aftur kominn í þrjú mörk þegar Guðmundur Steinarsson skoraði sitt annað mark og 12 mín- útum fyrir leikslok skoraði Guð- jón Antoníusson fimmta mark Kefla víkur. Þá slökuðu heima- menn á og Valsmenn náðu að minnka muninn í tvö mörk Guðmundur Steinarsson, fram- herji Keflavíkur og maður leiks- ins, segir það gott að önnur lið hafi verið í sviðsljósinu fyrir tímabilið og Keflavík fengið að vinna sína vinnu í þægilegri fjar- lægð frá fjölmiðlum. „Þessi lið úti á landi vilja oft gleymast og það er bara fínt. Önnur lið sjá um að vera í fjöl- miðlum en við ætlum að spila fót- bolta á vellinum. Við ætlum að vera sterkir á okkar heimavelli og ætlum að hirða þrjú stig í hverj- um leik. Við höfum æft grimmt í allan vetur og höfum stefnt að því að leika svona. Mér finnst liðs- heildin í dag og í sumar vera betri en í fyrra. Við vorum kannski með sterkari og þekktari einstaklinga á pappírnum í fyrra en liðsheildin er sterkari núna.“ Daginn fyrir fyrsta leik móts- ins fengu Keflvíkingar mikinn liðsstyrk þegar Hólmar Örn Rún- arsson og Hörður Sveinsson gengu á ný til liðs við félagið. „Þetta er eins og að vinna í lottó- inu. Það er þvílíkt gaman að fá til baka tvo uppalda Keflvíkinga og sterka leikmenn sem þekkja allt hérna,“ sagði framherjinn knái í leikslok. Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, vildi ekki meina að spennu- stig síns liðs hefði verið of hátt fyrir leikinn. „Ég held að við höfum undirbúið þennan leik mjög vel. Við vorum svolítið slegnir út af laginu. Það er erfitt að vinna með svona forgjöf sem Keflvíkingar fengu fyrstu fimm mínúturnar aðallega fyrir okkar sofandahátt til baka. Það var að elta okkur allan leikinn. Ég er virkilega stoltur af mínu liði. Við börðumst allar níutíu mínút- urnar alveg sama hvað á dundi og það var nú nóg af því. Það er auð- vitað það sem við vinnum með áfram,“ sagði Willum, sem vildi að lokum hrósa Keflavíkurliðinu. „Keflvíkingar unnu sanngjarn- an sigur. Þeir komu mjög vel stemmdir til leiks og eru með feikilega gott lið, miklu betra en menn hafa almennt rætt um.“ - gmi Meistararnir fengu skell Keflavík vann Val í átta marka opnunarleik Landsbankadeildar karla. Íslands- meistararnir hafa ekki tapað stærra í fyrsta leik í 39 ár. BESTI MAÐUR VALLARINS Guðmundur Steinarsson átti mjög góðan leik gegn Val og skoraði tvö mörk.Hér er hann í baráttu við Rene Carlsen. VÍKURFRÉTTIR/ÞORGILS FÓTBOLTI Varamennirnir Guð- mundur Pétursson og Ingimundur Níels Óskarsson tryggðu var- kárum KR-ingum 3-1 sigur á Grindavík á laugardaginn eftir að Scott Ramsey hafði jafnaði leikinn með stórkostlegu marki. Guðjón Baldvinsson kom KR á bragðið í sínum fyrsta úrvals- deildarleik fyrir félagið og var besti maður liðsins en besti maður vallarsins var þó Ramsey, sem skapaði hvað eftir annað stórhættu með leikni sinni. „Það fór um okkur þegar þeir jöfnuðu en eins og sönnum meisturum sæmir komum við til baka og unnum leikinn á síðustu mínútum,“ sagði Guðjón eftir leik og bætti við: „Ég hef ekki skorað í fyrsta leik síðan að ég byrjaði í fótbolta þannig að þetta gerist ekki betra.“ „Við vorum að sýna það í 80 mínútur að við erum með spilandi lið og við erum ekki lið sem er að fara að falla. KR er ekki betra en við eins og þeir spiluðu í þessum leik,“ sagði Milan Stefán Jankov- ic, þjálfari Grindavíkur. - óój KR vann Grindavík 3-1: Varamennirnir voru gulls ígildi FÓTBOLTI FH niðurlægði heima- menn í HK á Kópavogsvelli í fyrstu umferð Landsbankadeild- arinnar. Tryggvi Guðmundsson fór á kostum. Lagði upp þrjú og skoraði eitt í 0-4 sigri FH. „Við vorum bara ekki tilbúnir og færðum FH allt of auðveldan sigur,“ sagði Gunnar Guðmunds- son, þjálfari HK, eftir leikinn. Greinilegt var á leik FH að Heimir Guðjónsson ætlar sér ekki að breyta miklu frá því Ólafur Jóhannesson stýrði liðinu með góðum árangri. Enginn lék þó betur en Tryggvi Guðmundsson, sem lagði upp þrjú mörk fyrir félaga sína og skoraði eitt sjálfur. „Við einbeittum okkur að því að spila okkar leik og mér fannst við ná að láta boltann ganga vel á milli manna. HK-liðið komst aldrei í takt við leikinn og við hleyptum því aldrei að okkur. Nú er það okkar að byggja á þessu,“ sagði Tryggvi í leikslok.“ - mh FH niðurlægði HK í fyrsta leik: Tryggvi frábær MAÐUR DAGSINS FH-ingurinn Tryggvi Guðmundsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.