Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 1
Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 Frístund Maríu Ellingsen Útivist og leikhús 148-9 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 14. maí 2008 – 20. tölublað – 4. árgangur 6 Á síðasta ári nam verðmæti út- fluttra sjávarafurða 127 millj- örðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Verðmætaaukn- ingin er 2,8 prósent frá fyrra ári. Sé framleiðslan hins vegar mæld á föstu gengi dróst hún saman um 2,3 prósent. „Fluttar voru út sjávarafurðir að verðmæti 127,6 milljarða króna og jókst verðmæti þeirra milli ára um 2,6 prósent en dróst saman í tonnum um 6,3 prósent,“ segir jafnframt í frétt Hagstof- unnar, en útflutt afurðaverðmæti allra aflategunda nema skel- og krabbadýra og flatfisks jókst frá fyrra ári. „Af heildarútflutningi sjávarafurða fóru 80 prósent til Evrópska efnahagssvæðisins, 6,2 prósent til Norður-Ameríku og 6,1 prósent til Asíu.“ - óká Samdráttur á föstu verði RÆKJUR Á FÆRIBANDI Útflutt afla- verðmæti allra tegunda nema skeldýra, krabba og flat- fisks jókst milli ára samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Óli Kristján Ármannsson skrifar Engin haldbær rök liggja til stuðnings einkarétt- ar Seðlabanka Íslands að annast efndalok greiðslu- fyrirmæla vegna viðskipta með rafbréf í íslenskum krónum. Þetta segir í umsögn Viðskiptaráðs Íslands um breytingar á lögum um rafræna eignaskráningu verðbréfa. Lögunum er verið að breyta til að lagaramminn heimili hér kauphallarviðskipti með hlutabréf í ann- arri mynt en krónum. Í kjölfar athugasemda Seðla- bankans rétt áður en skrá átti hlutabréf Straums- Burðaráss í evrur síðasta haust var þeim áformum slegið á frest og vinna hafin við að kanna nauðsyn- legar lagabreytingar. Breytt lög um rafræna eigna- skráningu verðbréfa á að afgreiða á Alþingi núna í vor. Í haust er svo stefnt að því að Seðlabanki Finn- lands taki að sér lokauppgjör evrubréfaviðskipta í Kauphöllinni hér. Viðskiptaráð gerir hins vegar athugasemd við að Seðlabankinn hafi eftir sem áður einkarétt á upp- gjöri viðskipta bréfa í krónum. „Þessi einkarétt- ur er hvorki rökstuddur í greinargerð frumvarps- ins né í tillögum nefndar viðskiptaráðherra frá 19. desember 2007. Um efndalok greiðslufyrirmæla eiga að gilda sömu reglur óháð þeirri mynt sem um ræðir og þannig ætti verðbréfamiðstöðvum hér á landi að vera gert kleift að annast öll efndalok.“ Þá bendir Viðskiptaráð á að þótt frumvarpið geri bara ráð fyrir umsagnarrétti Seðlabankans með uppgjörskerfum fyrir verðbréf og greiðslur í fjár- málaviðskiptum til Fjármálaeftirlitsins (FME) hafi bankinn í raun neitunarvald, því hann eigi jafn- framt að gera tillögu að greiðslukerfi til ráðherra. Það muni bankinn ekki gera ef hann lýsi sig and- snúinn tilteknu greiðslukerfi. Viðskiptaráð leggur til að skýrðar verði fremur skyldur FME og Seðla- bankans til samráðs vegna uppgjörsreglna verð- bréfamiðstöðva. „Í ljósi einarðrar afstöðu Seðla- bankans gegn upgjöri sem og skráningu hluta- bréfa tiltekinna fyrirtækja í erlendum myntum og í ljósi hlutverks FME samkvæmt frumvarpi þessu“ kveðst Viðskiptaráð fremur telja að FME ætti að gegna formennsku í samráðsnefnd verðbréfamið- stöðva, kauphalla, Fjármálaeftirlitsins og Seðla- banka Íslands, fremur en Seðlabankinn líkt og kveðið er á um í lagabreytingafrumvarpinu. Nefnd þessi á að fjalla um samskipti þessara stofnana í tengslum við frágang viðskipta. „Nefndarfor maður sem hefur engra hagsmuna að gæta í þeim sam- skiptum er betur til þess fallinn að auka trúverðug- leika nefndarinnar,“ segir í áliti Viðskiptaráðs. Aðrir sem sendu inn umsagnir gera við það litlar athugasemdir. Samtök atvinnulífsins árétta mikil- vægi þess að „engar hömlur séu lagðar á skráningu og viðskipti með hlutabréf í íslenskum fyrirtækj- um í erlendri mynt eða önnur verðbréf í erlendri mynt“. Viðskiptanefnd Alþingis tekur í lok þessarar viku og byrjun næstu á dagskrá frumvarpið, en að sögn Ágústs Ólafar Ágústssonar, formanns nefndar- innar, er fastlega að því stefnt að Alþingi afgreiði breytingar á lögunum fyrir sumarfrí. KAUPHÖLLIN FEGRUÐ Ekki er lítið verk að hreinsa glerhýsi þessa lands svo sem gluggaþvottarmenn fengu að reyna á Kauphöll Íslands fyrir skömmu. MARKAÐURINN/STEFÁN Fleiri en Seðlabankinn fái gert upp krónubréf Viðskiptaráð Íslands gerir athugasemdir við frumvarp um breytingar á lögum um rafræna eignaskráningu verðbréfa. Seðlabanki Finnlands annast uppgjör evrubréfa í haust. ...við prentum! Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com Skuldatryggingaálag bankanna hefur haldist nokkuð stöðugt undanfarna daga en það hefur sveiflast töluvert frá áramótum. Álag á skuldatryggingar Kaup- þings til 5 ára stendur nú í 435 punktum, sem er 615 punktum minna en í lok mars þegar álag- ið náði hápunkti í 1.050 punktum. Álagið á sambærilegar skulda- tryggingar Glitnis hefur lækk- að um 585 punkta frá því sem mest var og er nú 415 punktar og álag Landsbankans hefur lækk- að um 545 punkta frá því í lok mars þegar álag á 5 ára skulda- tryggingar Landsbankans náði hápunkti í 800 punktum. Þessar upplýsingar koma fram í grein- ingu Glitnis. Þar segir enn fremur að þessi lækkun skuldatryggingaálagsins bendi uppgjafar vogunarsjóða ætlað hafi að hagnast á skulda- tryggingum banka í löndum þar sem líkur þykja á efnahagsskelli. - bih Stöðugt álag á skulda trygg ingar „Ekki er óvarlegt að áætla að framtíðarfyrirkomulag pen- ingamála okkar sé eitt stærsta einstaka viðfangsefni stjórn- málanna nú og á næstu árum,“ segir Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra í grein sem hann skrifar í Markaðinn. Ráðherra upplýsir að í haust verði kynntar niðurstöður rann- sókna nokkurra æðri mennta- stofnana hér á landi á áhrif- um aukinnar notkunar erlendra mynta hér á landi. Hann segir já- kvæð áhrif af Evrópusamstarfi drífa hér áfram umræðu um aðild að Evrópusambandinu. „Þessi umræða er og verður ásækin og undan henni komast stjórnmála- flokkarnir ekki,“ segir hann. - óká / Sjá síðu 10 Peningamálin eru viðamest ORF Líftækni Græn stóriðja í Grindavík Hlutafélög í fótboltanum Hafa ekki skilað eigendunum peningum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.