Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 4
4 15. maí 2008 FIMMTUDAGUR VINNUMARKAÐUR Glitnir sagði upp 64 starfsmönnum í gær og í fyrra- dag og hefur því samtals 88 starfs- mönnum verið sagt upp hjá bank- anum í apríl og maí. Bankinn hefur sagt upp 255 starfsmönnum hér og erlendis frá áramótum. Lárus Welding, forstjóri Glitn- is, segir mjög erfitt og leiðinlegt að fara þessa leið. „Það er eðli fjármálastofnana að stundum þarf að skera niður og því miður þurfti að grípa til þessara aðgerða. Við höfum verið í hagræðingar- ferli og ég er feginn að þessum hluta þess er lokið.“ Um hópuppsögn er að ræða þar sem uppsagnirnar eru fleiri en þrjátíu. Starfsmennirnir sem nú hafa fengið uppsagnarbréf munu flestir láta strax af störfum en flestir þeirra hafa þriggja til sex mánaða uppsagnarfrest. Um er að ræða starfsmenn úr flestum stöð- um, deildum og sviðum bankans. Friðbert Traustason, fram- kvæmdastjóri Samtaka starfs- manna fjármálafyrirtækja, segir að skipting starfsmannanna milli kynja sé jöfn. Tuttugu hafi verið á sex mánaða reynslutíma og svo hafi nokkuð stór hópur nokkurra ára starfsaldur. „Svo fljóta alltaf einhverjir með sem hafa langan starfsaldur. Það eru erfiðustu málin,“ segir hann. Friðbert segir að bankinn hafi boðið starfsmönnunum aðstoð við að finna ný störf í samvinnu við Capacent. „Það er alltaf spurning hvernig gengur og kannski ekki bjartasti tíminn á fjármálamark- aði núna.“ Lárus Welding bendir á að yfir 300 manns hafi verið ráðnir til bankans í fyrra og að eftir upp- sagnirnar vinni álíka margir hjá bankanum og í upphafi síðasta árs. Hann vill ekki gefa upp hversu mikið bankinn sparar með uppsögnunum. Lárus segir það eitt að þetta sé liður í því að lækka kostnaðarhlutfall bankans. „Starfslokakjörin verða í sam- ræmi við samninga þessa fólks,“ segir Lárus. Samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins verður ekki um að ræða neina „feita“ starfsloka- samninga. Frekari uppsagnir eru ekki útilokaðar en skipulögðum uppsögnum mun vera lokið. Friðbert fullyrðir að aldrei fyrr hafi jafn mörgum verið sagt upp í einu í fjármálageiranum. Mestu uppsagnirnar hingað til hafi verið þegar um sjötíu manns var sagt upp störfum í Landsbankanum fyrir fimmtán árum. „Ég hef allt- af talað gegn hópuppsögnum og að leysa vandamál með skamm- tímaaðgerðum. Þær skila bara sárindum.“ ghs@frettabladid / ikh@frettabladid.is Ég hef alltaf talað gegn hópuppsögnum og að leysa vandamál með skamm- tímaaðgerðum. Þær skila bara sárindum. FRIÐBERT TRAUSTASON FRAMKVÆMDASTJÓRI SSF FÆREYJAR Orkustofnun Færeyja, Jarðfeingi, bíður þess nú að landsstjórnin taki afstöðu til þess hvort haldið skuli áfram að kanna möguleikana á að kaupa raforku beint frá Íslandi um sæstreng. Samkvæmt bráðabirgðamati stofnunarinnar myndi það kosta sem svarar um 44 milljörðum íslenskra króna að leggja slíkan streng og tilheyrandi búnað. Stór hluti raforkuframleiðslu í Færeyjum fer enn fram með mengandi brennslu olíu. Úttektin á sér aðdraganda sem rekja má til viðræðna Halldórs Ásgrímssonar, þáverandi forsætisráðherra, og Jóannesar Eidesgaard, lögmanns Færey- inga, á árinu 2005. - aa Landsstjórn Færeyja: Kanna raforku- kaup frá Íslandi SÆSTRENGUR Rafmagnssæstrengur til Færeyja er sagður kosta 44 milljarða. SAMGÖNGUMÁL Farþegaferjan sem Vestmannaeyjabær og Vinnslustöð- in áætluðu í tilboði að láta smíða fyrir siglingar á milli Landeyja- hafnar og Eyja er óhentug. Mats- nefnd á vegum Siglingastofnunar telur skipið vera of hátt miðað við ristu; það taki á sig of mikinn vind og því hætt við að reka mikið undan vindi. Þeir telja vélar skipsins einn- ig óhagkvæmar og skipið byggt á gamaldags hönnun. Sigurður Áss Grétarsson, svið- stjóri hafnasviðs Siglingastofnun- ar, segir að ferjan sem er í tilboði Eyjamanna hafi uppfyllt kröfur útboðsgagna. „Það var hins vegar niðurstaða matsnefndar að skipið hentaði ekki fyllilega til þessa verk- efnis.“ Einkunn ferjunnar frá mats- nefndinni var 7,0 en Siglingastofn- un vill að ferjan taki mið af aðstæðum sem eru við Landeyja- höfn þannig að hönnun ferjunnar fái einkunn sem næst 10,0. Sigurð- ur Áss segir því ljóst að ferjan sem smíðuð verður verði ekki sú sem Eyjamenn lögðu upp með. „Þetta skip er einfaldlega of stórt.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, telur þvert á móti skipið henta vel enda standist það allar kröfur sem útboðið krafð- ist. Hins vegar hafi lítill tími gefist til að vinna að hönnun ferjunnar. „Ef af samningum verður þá á ferj- an eftir að taka einhverjum breyt- ingum, en það var vitað allan tíman.“ Vestmannaeyjabær og Vinnslu- stöðin vinna nú að endurskoðuðu tilboði. - shá Nýr Herjólfur er talinn óhentugur til siglinga milli Eyja og Landeyjahafnar: Ný ferja Eyjamanna of stór NÝR HERJÓLFUR Ferja Eyjamanna er stærri en sú sem lagt var upp með í byrjun. 575 1230 JÖFN SKIPTING MILLI KYNJA Vel yfir sextíu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Glitni. Skipting milli kynja er jöfn og þvert á bankann. Starfsmenn eru sumir á sex mánaða reynslutíma og aðrir hafa nokkurra ára starfsreynslu. Einnig eru í hópnum starfsmenn sem hafa starfað mjög lengi hjá bankanum. GLITNIR ERLENDIS Danmörk Skrifstofu lokað í febrúar. Hluti starfseminnar fluttur til London og Reykjavíkur. Stöðugildum fækkað um fimmtán. Noregur Starfsemin endurskipulögð með sameiningu undir nafni Glitnis í apríl ásamt öðrum aðgerðum. Stöðugildum fækkað um sextíu. Lúxemborg Dregið úr fasteignalánastarfsemi í Evrópu og starfsemin í Lúxemborg endurskipulögð í apríl. Með því los- aði bankinn 100 milljarða í lausafé. Stöðugildum fækkað um tíu. London Starfsemi endurskipulögð og stöðugildum fækkað um tíu. VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 18° 13° 11° 18° 15° 20° 23° 21° 23° 23° 25° 22° 23° 23° 21° 31° 32° 12 Á MORGUN Austan 3-8 m/s 8 8 LAUGARDAGUR 3-8 m/s 7 9 9 4 9 7 10 10 9 8 10 12 8 69 7 12 6 10 HELGARHORFUR Þótt stutt sé í helg- ina eru spár fyrir hana enn á nokkru reiki. Það eru horfur á lægðar- gangi en sporbraut lægðarinnar er enn nokkuð óljós. Líklegast er að það verði vætu- samt sunnan til og vestan en að annars staðar verði úrkomulítið eða úrkomulaust. Vind- ur verður fremur hægur. 7 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur 255 starfsmönnum sagt upp hjá Glitni Glitnir hefur sagt upp 88 starfsmönnum hér á landi á stuttum tíma. Fólkið verður aðstoðað við atvinnuleit. Alls hefur bankinn sagt upp 255 manns frá áramótum hér og erlendis. Erfitt og leiðinlegt að fara þessa leið, segir forstjóri. Karfakvóta úthlutað Samkvæmt reglugerð um veiðar úr úthafskarfastofnum 2008 var íslensk- um skipum heimilt að veiða 6.325 lestir af úthafskarfa fram til 11. maí. Eftir þann dag skyldi það magn aukið um 7.379 lestir. Þessu magni hefur nú verið úthlutað til íslenskra skipa. SJÁVARÚTVEGUR „Þetta kemur ekki á óvart. Sam- drátturinn er að koma fram í þeim greinum atvinnu- lífsins sem þenslan hefur verið mest,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, um uppsagnir Glitnis að undanförnu. „Bankarnir tóku mikið af fólki til sín í þenslunni og eru að bregðast við samdrætti.“ Gissur telur hópinn sem missir vinnuna nú munu almennt eiga auðvelt með að tryggja sér ný störf, þótt það verði ekki endilega hjá fjármálafyrirtækjum. „Þetta fólk er flest með góða menntun og stendur því sterkt að vígi.“ Spurður hvort uppsagnirnar hjá Glitni séu aðeins upphafið að hópuppsögnum annarra banka og fjármálafyrirtækja segir Gissur að spáð sé auknu atvinnuleysi. „Einhvers staðar mun það koma fram og kannski eðlilegt að það sé hjá bönkunum og þar sem þenslan hefur verið mest.“ - shá Forstjóri Vinnumálastofnunar: Uppsagnir koma ekki á óvart GISSUR PÉTURSSON Matarverð hækkar Matarverð hefur hækkað um sjö prósent á einu ári í Svíþjóð. Sumar lífsnauðsynjar hafa hækkað mun meira. Þannig hefur hveiti hækkað um þrjátíu prósent, pasta um 24 prósent og nautakjöt um sautján prósent, að sögn Aftonbladet. SVÍÞJÓÐ GRÆNLAND Grænlenska þingið hefur samþykkt að hefja annan áfanga rannsókna á möguleikum á byggingu álvers á Grænlandi. Tillaga heimastjórnarinnar um að mögulegt álver með 340.000 tonna framleiðslugetu verði staðsett í Maniitsoq á vestur- strönd Grænlands var samþykkt en heimastjórnin leggur fjár- magn til frekari rannsókna. Næsti hluti rannsóknanna felst í að kanna áhrif álvers á efnahag, samfélag og umhverfi. Á næsta ári er einnig gert ráð fyrir að þingið fjalli um mögulegan eignarhlut Grænlands í verkefninu. - ovd Frekari rannsóknir samþykktar: Álver Alcoa á Grænlandi GENGIÐ 14.05.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 158,7133 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 79,53 79,91 154,26 155,02 122,65 123,33 16,432 16,528 15,632 15,724 13,183 13,261 0,7557 0,7601 128,34 129,1 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.