Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 15. maí 2008 13 AFMÆLI „Það er mikill afmælishugur í Hafnfirðingum þessa dagana enda erum við búnir að bíða í hundrað ár eftir að geta haldið þessa hátíð,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjar- stjóri Hafnarfjarðar. Viðamikil dagskrá afmælishelgar bæjarins var kynnt formlega í fyrradag og ber þar einna hæst stórtónleika á Víðistaðatúni, hátíðarbæjarstjórnarfund í gamla góðtemplarahúsinu og Bryggjuball með fiskiveislu á sjálfan afmælisdaginn. Afmælishelgin verður haldin hátíðleg 29. maí til 1. júní. Ber hátíðin heitið Heimboð í Hafnarfjörð, en hugmyndin að baki þeirri nafngift er sú að Hafnfirðingar bjóði landsmönnum öllum í heljarinnar afmælis- veislu. Hápunkturinn verður að teljast stórtónleikarnir Hafnarfjörður rokkar sem fara fram á Víðistaðatúni laugardaginn 31. maí, en meðal þeirra sem þar stíga á svið eru Megas og Senuþjófarnir, Sprengjuhöllin, Sálin og Björgvin Halldórsson. Lúðvík býst við fjölmenni á túnið. „Við reiknum með þrjátíu til fimmtíu þúsund gestum á tónleikana. Víðistaðatúnið er stórt og mikið og í raun algjör kjöraðstaða til að halda svona tónleika.“ Spurður hvort öðrum en Hafnfirðingum sé boðið í afmælið segir Lúðvík svo vissulega vera. „Þetta er ekki einkaveisla fyrir okkur Hafnfirðinga því saga bæjarins er hluti af sögu þjóðarinnar. Því viljum við hvetja alla vini Hafnarfjarðar nær og fjær til að koma í heimsókn.“ - kg Hafnarfjörður býður upp á mikla dagskrá í tilefni 100 ára afmælis bæjarins: Búist við allt að 50.000 manns á tónleika AFMÆLI Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og fulltrúar afmælisnefndar kynntu dagskrá afmælishelgar bæjarins á Fjörukránni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LÖGREGLA Tvö innbrot voru framin á Akureyri milli klukkan fjögur og fimm aðfaranótt miðvikudags. Svo virðist sem þrír menn á þrítugs- aldri hafi verið að verki í bæði skiptin og eru þeir nú í haldi lögreglu. Fyrra innbrotið var í Endur- vinnslustöðinni en hið síðara í Dýraspítalanum Lögmannshlíð. Að sögn lögreglunnar á Akureyri er óljóst eftir hverju mennirnir voru að slægjast en enga fjármuni var að hafa á stöðunum tveimur. Lögreglan kom auga á mennina akandi skammt hjá dýraspítalan- um og voru þeir handteknir eftir nokkurn eltingaleik. - jse Lögreglan á Akureyri: Innbrotsþjófar teknir á flótta KJARAMÁL Félag íslenskra náttúrufræðinga hefur farið fram á fund með Árna Mathiesen fjármálaráðherra en verið neitað um fundinn. Forystumenn innan BHM ræða nú sín á milli að fara sameiginlega fram á fund með fjármálaráð- herra, og jafnvel fleiri ráðherr- um, til að árétta kröfuna um stuttan samningstíma og samningsumboð samninga- nefndar ríkisins. Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, hefur sent formönnum aðildarfélaga BHM bréf þar sem hún greinir frá því að lítið sé að gerast á samninga- fundum og að samningsumboð samninganefndar ríkisins virðist takmarkað. Halldóra kannar hvort vilji sé fyrir því að BHM fari í nafni aðildarfélaganna fram á fund með ráðherra. Ákvörðun verði tekin á næstu dögum. - ghs Náttúrufræðingar: Neitað um fund með Árna Verðtryggðar skólamáltíðir Kaffi- og veitingastofan Þorpið fær greiddar verðbólgubætur aftur í tímann vegna skólamáltíða fyrir Patreksskóla á Patreksfirði. Bæjarráð Vesturbyggðar hefur einnig samþykkt að greiðslur til Þorpsins verði endur- skoðar mánaðarlega í samræmi við breytingar á neysluverðsvísitölu. PATREKSFJÖRÐUR Trúnaðarbréf afhent Gunnar Pálsson hefur afhent stjórn- völdum á Maldíveyjum trúnaðarbréf sitt, fyrstur íslenskra sendiherra. Hann verður með aðsetur í Nýju Delí. UTANRÍKISMÁL Fasteignaverð lækkar Fasteignaverð fer lækkandi í Svíþjóð. Í sautján af 21 léni í Svíþjóð hefur fasteignaverðið lækkað eða staðið í stað síðustu mánuði, og ekki útlit fyrir breytingu þar á. SVÍÞJÓÐ ÁRNI MATHIESEN Strandgötu 43 | Hafnarfirði Sími 565 5454 Ráðstefna á Grand Hótel, föstudaginn 16. maí frá kl. 14 – 17. WWW.BIFRÖST.ISWWW.PWC.IS Háskólinn á Bifröst og PricewaterhouseCoopers leiða saman hesta sína og leita svara við spurningunni um hvernig stjórnarhættir séu ákjósanlegastir og hvort hið opinbera og einkageirinn geti lært hvort af öðru. Rætt verður um hvort æskilegt sé að stjórna opinberum fyrirtækjum með sambærilegum hætti og einkareknum. Þá verður velt vöngum yfir starfs- umhverfi stjórnenda opinberra fyrirtækja, með hvaða hætti stjórnir séu skipaðar og hvort góðir RÁÐSTEFNA HÁSKÓLANS Á BIFRÖST OG PRICEWATERHOUSECOOPERS:Setning og inngangsorð, Bryndís Hlöðvers- dóttir, aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst. Ávarp viðskiptaráðherra, Björgvins G. Sigurðssonar. David Austin, PwC UK - governance & public sector: "Recent UK Public Sector Governance Developments - Checks and Balances". Ástráður Haraldsson, hrl. og dósent í Lagadeild Háskólans á Bifröst: "Rekstrarform ríkisrekstrar og réttarvernd opinberra starfsmanna". Ragnar Þ. Jónasson, Fyrirtækjaráðgjöf PwC: "Stjórnarhættir fyrirtækja - hvar erum við stödd? - Eiga sömu sjónarmið við um opinber og skráð félög? " Panelumræður. Samantekt og slit - Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst. Léttar veitingar að ráðstefnu lokinni. Ráðstefnan fer fram á Grand Hótel þann 16. maí nk. milli kl. 14 og 17. Ráðstefnustjóri er Ólöf Nordal alþingismaður. DAGSKRÁ stjórnarhættir ráði ríkjum alla jafna. Hugað verður að nálægðinni við opinbert vald, svo sem stjórnmála- menn, og spurt hvernig það endurspeglist í stjórnskipulagi og stjórnarháttum sem og hvaða áhrif stjórnsýslulög, sveitastjórnarlög og lög um opinbera starfsmenn hafi á stjórnarhætti. Skráning fer fram á bifrost@bifrost.is, aðgangseyrir er 2000 kr., greiðist við innganginn. Allar nánari upplýsingar fást á www.bifrost.is og www.pwc.is. GRAND HÓTEL REYKJAVÍK 16. MAÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.