Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 20
20 15. maí 2008 FIMMTUDAGUR nám, fróðleikur og vísindi 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 53 91 105 150 182 191 201 264 343 482 Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík (HR) var á dögunum valin á lista yfir eitt þúsund bestu viðskiptaháskóla og viðskipta- deildir háskóla í heimi. Skólinn hafnaði í 117. sæti. Það eru samtökin Eduniversal sem standa fyrir valinu, en þau meta háskóla víða um heim. Tólf manna nefnd valdi eitt þúsund skóla frá 150 löndum. Forsetar deildanna/skólanna nefndu síðan þá skóla sem þeir gætu mælt með. Fjórði hver deildarforseti merkti við HR sem skóla sem þeir gætu mælt með. Það er því ljóst að við- skiptadeild HR er vel kynnt víða um heim. Á listanum eru 256 skólar í Vestur-Evrópu og hafnaði HR í 46. sæti af þeim. Þorlákur Karlsson, forseti við- skiptadeildarinnar, segir að viður- kenningin sé hvatning til aukinnar sóknar. „Það er óskaplega mikil samkeppni í þessu og allt svona brýnir okkur áfram. Við lítum á þetta sem viðurkenningu á okkar starfi, ekki síst því alþjóðlega tengslaneti sem við höfum eflt.“ Þorlákur segir nú unnið að því að fá alþjóðlega vottun fyrir MBA- nám í skólanum og í kjölfarið fylgi fleiri námsleiðir. Ekki komust aðrir íslenskir skólar á blað í könnuninni. - kóp Viðskiptadeild HR fær viðurkenningu: Á meðal þeirra bestu í heimi GÓÐUR ÁRANGUR Þorlákur Karls- son og hans fólk í viðskiptadeild HR hefur unnið gott starf sem vakið hefur athygli víða. Kjarni málsins > Fjöldi grunnskólanema með pólsku að móðurmáli. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS. Reikna má með að vel á þriðja þúsund nemenda stundi nám sem hægt er að meta til stúdentsprófs í sumar. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti býður upp á sumarskóla og hægt er að stunda fjarnám í sumar við Verzlunarskóla Íslands og Fjölbraut í Ármúla. Námsframboð hefur breyst mikið undanfarin ár. Sú tíð er liðin þegar skólinn var sniðinn að þörfum atvinnulífsins og unglingar fengu sumarfrí þegar sauðburður hófst og komu í skóla að loknum réttum. Nú geta nemendur púslað námi sínu saman sjálfir og sumarnámið eykur valmöguleikana. Í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti (FB) er starfræktur sumar- skóli. Torfi Magnússon, einn af umsjónarmönnum hans, segir aðsóknina mjög góða. „Í fyrrasum- ar voru hér 1.060 nemendur og ætli þeir verði ekki eitthvað fleiri í ár,“ segir Torfi. Skólinn er ekki bundinn við nemendur FB og meirihluti nem- enda kemur úr öðrum skólum. Torfi segir marga sem vilja flýta útskrift sækja í sumarskólann. „Hér geta menn tekið 21 einingu yfir sumartímann og kannski stytt nám sitt um eina önn. Þá er mjög algengt að nemendur sem hafa fallið í einhverjum fögum taki þau upp hér. Þá hefur það færst í aukana að nemendur úr grunnskóla taki svo- kallaða 0-áfanga hér, en þá áfanga verða þeir að taka falli þeir á sam- ræmdu prófunum. Þannig geta þeir hafið nám að hausti á sama stað og þeir sem náðu. Í fyrra voru þetta um 260 nemendur,“ segir Torfi. Sumarskóli FB er rekinn af Fjölvali, sem er sjálfseignastofn- un í eigu FB. Rukkað er fyrir hverja einingu og kostar hún 6.200 krónur. Kennsla fer fram á kvöldin alla virka daga. Versló og FÁ bjóða upp á fjar- nám yfir sumartímann. Engin mætingaskylda er en prófað er að lokinni námsönn. Nemendur koma víðsvegar að, úr öðrum skólum eða utan hefðbundins náms. Steinunn H. Hafstað, fjarnáms- stjóri FÁ, segir nemendur hafa verið um 800 í fyrra. „Við erum með níu eininga hámark, en end- urskoðum það ef óskað er eftir.“ Fastur kostnaður í FÁ er 6.250 krónur og hver eining kostar 1.500 krónur. Sigurlaug Kristmannsdóttir, fjarnámsstjóri Versló, segist reikna með ríflega 600 nemendum í sumar. Skráningargjald þar er 5.000 krónur og hver eining kostar 2.000. Nemendur í fjarnámi eru, eðli málsins samkvæmt, ekki bundnir við ákveðinn stað. Prófin fara því fram víðsvegar um heim, jafnt í Kína sem Kanada. Þá hafa nem- endur tekið próf á hafi úti og gegn- ir skipstjórinn þá hlutverki próf- dómara. Aðsókn í fjarnám hefur aukist mikið. Nú er svo komið að ein- hverjir nemendur sem hafa stund- að allt sitt nám í fjarnámi nálgast útskrift. Mun algengara er þó að nemendur hefji hefðbundið nám en ljúki því í fjarnámi. Fleiri skól- ar bjóða upp á fjarnám, en ekki að sumarlagi. kolbeinn@frettabladid.is Þúsundir við nám í sumar FJÖLBREYTT NÁMSFRAMBOÐ Um 80 einingar eru í boði í Sumar- skóla FB og mega nemendur taka eins marga áfanga og þeir kjósa. Engin mætingaskylda er og prófað er að önn lokinni. Meðal þess sem boðið er upp á er: ■ Fjöldi áfanga í íslensku og sögu. ■ Sálfræðiáfangi ■ Fjöldi stærðfræðiáfanga. ■ Heilbrigðisfræði og sýklafræði. ■ Bókhald og þjóðhagfræði. ■ Fjöldi málaáfanga. Elísabet Jökulsdóttir er í fyrsta útskriftarár- gangi fræða og framkvæmdar, sem byrjað var að kenna við leiklistardeild Listaháskóla Íslands fyrir þremur árum. Um þessar mundir standa yfir sýningar á leikriti sem hún samdi og setti upp sem lokaverkefni í náminu. Elísabet segir að námið sé illskilgreinan- legt en best sé að lýsa því sem blöndu fræðilegrar og listrænnar fræðslu um svið- slistir. „Við förum í gegnum það hvað ótal fræðimenn hafa um leikhúsið að segja en svo er líka miklu púðri eytt í að vera á sviði – læra og leika okkur þar. Strákarnir í bekknum hafa notað orðið leikhúslistamaður til að lýsa náminu í víðri merkingu; við erum ekki lokuð af í einum bás heldur látin atast í þessu öllu. Við vorum að grínast með hvaða titil við ættum að útskrifast með. Ég stakk upp á því að ég gæti einfaldlega kallað mig leikhús.“ Elísabet segist hafa ákveðið að fara í þetta nám með það að markmiði að reka smiðshögg á leikrit sem hún hafði verið að skrifa í átta ár og telur námið hafa gagnast sér mikið. „Verkið er sprottið af ákveðnu „trauma“ í sjálfri mér sem var orðið að „trauma“ í leikritinu – og þannig séð tvílæst og ég var alltaf að fara í hringi með það, en skólinn opnaði ákveðnar dyr sem gerðu mér kleift að vinna úr því.“ Elísabet segir námið líka hafa verið gæfuspor því hún hafi fundið dansarann í sér og einn af hápunktunum hafi verið dansverk sem hún samdi, en dýrmætasta reynslan hafi verið að kynnast því hvernig er að vera á sviðinu. Það skiptir öllu – líka fyrir leikritaskáld.“ NEMANDINN: ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR NEMANDI Í FRÆÐUM OG FRAMKVÆMD Þverfræðilegar leikhúslistir FR ÉT TA LB A Ð IÐ /V A LL I SUMARSKÓLI FB Magnús Ingvason og Torfi Magnússon, umsjónarmenn sumarskól- ans. Nemendur geta einnig sótt fjarnám hjá Versló og FÁ. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.