Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 37
 15. maí 2008 FIMMTUDAGUR3 Tvær Kristínar og ein Ólöf undirbúa nú sýningu á eigin listaverkum sem verður opnuð 17. maí í Gerðarsafni í Kópavogi. Gunnar ljósmyndari leit þar inn. Listakonurnar Kristín Geirsdóttir, Kristín Garðars- dóttir og Ólöf Einarsdóttir eru í óða önn að stilla upp munum sínum í Gerðarsafni þegar heilsað er upp á þær. Hafa tekið daginn snemma, vitandi að morgun- stund gefur gull í mund. Mörg handtök eru fram undan í uppsetningunni en enn fleiri liggja að baki í verkunum sem eru komin á staðinn og bíða þess að almenningur fái að líta þau augum. Þau eru býsna fjölbreyti- leg og í handbragðinu tvinnast saman gamlar hefðir og nýjungar úr samtímanum. Öll eiga það sameiginlegt að geta sómt sér vel á íslenskum nútímaheimilum. Listakonurnar vinna úr ólíkum efnum. Kristín Geirsdóttir málar með sérstökum aðferðum þar sem pens- illinn snertir aldrei flötinn, nafna hennar Geirsdóttir skapar úr leir, meðal annars með þrívídd þar sem hún brennir myndir í glerunginn, og Ólöf fæst við spjaldvefnað úr hör og hrosshári. Allt krefst þetta nákvæmni, alúðar og listræns auga. Þær eru ánægðar að komast á heimilissíður Fréttablaðsins. „Listin á að vera heima og úti um allt þar sem fólkið er,“ segir Kristín Geirsdóttir. En hvað kom til að þær slógu sér saman með sýningu? „Við höfum þekkst í mörg ár, bæði úr skólum og listinni, og berum mikla virðingu hver fyrir annarrar verkum. Svo höfum við allar búið í Kópavogi,“ segja þær brosandi. gun@frettabladid.is Listin á að vera heima Sniglar úr hör og hrosshári eftir Ólöfu. Kristín Garðarsdóttir, Kristín Geirsdóttir og Ólöf Einarsdóttir innan um listmuni sína í Gerðarsafni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir – ekki bara grill! Sölustaðir: Járn & Gler · Garðheimar · Húsasmiðjan Egg · Búsáhöld Kringlunni · Pottar og Prik Akureyri Gallerý kjöt og Fiskisaga · www.weber.isXEI N N J G E B G 5 x4 0 1 Járn & Gler ehf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík S: 58 58 900. www.jarngler.is Færanleg og mjög hljóðlát loftpressa. Afkastar 50L/min og 8.bar/116 psi. 24 Lítra kútur. Vegur aðeins 27.kg. B:40cm x D:40cm x H:60cm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.