Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 44
Í gömlum útihúsum í Innbænum á Akureyri varð fyrsti vísir að Smámunasafninu sem nú kúrir í Sólgarði í Eyja- fjarðarsveit. Sverrir Hermannsson hefur víða komið við á starfs- ævinni og er kannski þekktastur fyrir endurbyggingu og viðgerð gamalla húsa á borð við Laxdalshús og Nonnahús á Akureyri, auk ófárra kirkna. Þegar heilsan tók að gefa sig fór Sverrir að huga að smámunasafni sínu þar sem hann síðan safnaði yfir tuttugu þúsund munum. Þar voru trésmíðaverkfæri af ýmsu tagi sérlega fyrirferðarmikil, enda húsasmiður þar á ferð. Einnig smíðatól sem móðir Sverris færði honum á barnsaldri, en Sverrir er fæddur árið 1928. Einnig eru í safninu allir þeir blýantsstubbar sem Sverrir hefur notað frá því hann byrjaði að læra smíðar árið 1946. Í raun má segja að í safninu finnist flest það sem tengist byggingu húsa, allt frá minnsta nagla til skrautlegustu gluggalista og hurðarhúna. Sverrir varðveitti sjálfur safngripi sína þar til á vormánuðum árið 2003, þegar hann og Auður Jóns- dóttir, kona hans, færðu Eyjafjarðarsveit safn sitt að gjöf. Safnið er í dag til húsa í Sólgarði í Eyjafirði og voru það Þórarinn Blöndal og Finnur Arnar Arnarsson myndlistarmenn sem höfðu veg og vanda af uppsetningu safnsins. Nýlega var einnig frumsýnd heimildarmynd um Sverri og safnið, en leikstjóri hennar er Gísli Sigurgeirsson. Allar nánari upplýsingar á www.smamunasafn.is - rh 15. MAÍ 2008 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● landið mitt Póstkort eru mörg hver fögur og ferðast víða um heim með kveðjum og frásögnum um ferðalög. Nýlega kom þó út ansi nýstárleg útgáfa slíkra korta þar sem ferðamenn og Íslendingar geta sent litla kynningarmynd hist og her um heiminn. „Markmiðið er að auka hróður Íslands og senda litla heimildar- mynd sem póstkort í stað einnar ljósmyndar, bæði fyrir erlenda ferðamenn sem hingað koma og vilja senda póstkort heim og fyrir Íslendinga sem langar að sýna er- lendum gestum, vinum og ætt- ingjum landið sitt í máli og mynd- um,“ segir Kristján Kristjánsson, leikstjóri verkefnisins Postcard from Iceland. Hugmyndin er upphaflega komin frá norsk-íslenska fyrir- tækinu Next Level, sem fram- leiddi kortið ásamt Location Ice- land. „Póstkortið er eins og venju- legt póstkort nema því fylgir mynddiskur sem kynnir land og þjóð á tæplega tuttugu mínút- um. Þar er stiklað á stóru í sögu og menningu landsins á ensku, en verkefnið er nú í þýðingu og stefnt er á að bjóða upp á fleiri tungu- mál innan skamms,“ útskýrir Kristján sem ferðaðist lönd og strönd í fyrra sumar ásamt Höllu Vilhjálmsdóttur leikkonu sem er kynnir í myndbandinu. Póstkortið mun að sögn Kristj- áns koma út árlega héðan í frá þar sem boðið verður upp á nýtt efni í hvert sinn í bland við sígilt. Dreifing stendur yfir þessa dag- ana og segist Kristján vart anna eftirspurn og er að vonum glað- ur yfir góðum viðtökum. Helstu verslanir landsins og fjölsóttir ferðamannastaðir munu bjóða póstkortið til sölu í sumar. Einnig vona forsvarsmenn að hótel og aðrir aðilar íslenskrar ferðaþjón- ustu hafi hug á að gefa sínum gestum kortin. „Í mínum huga er þetta öflug og nýstárleg land- kynning sem mun ferðast víða í orðsins fyllstu merkingu og ég er þess fullviss að kortin munu laða að fleiri gesti til landsins um ókomna tíð.“ Upplýsingar er að finna hjá Location Iceland á www.location- iceland.com og á niceland.is. - rh Ísland beint í póstkassann Halla Vilhjálmsdóttir leikkona ferðaðist ásamt tökuliði víða um land síðastliðið sumar og lýsir því sem fyrir augu bar á mynddisk- inum. MYND/JAN ERIK FREDRIKSEN Kristján Kristjánsson leikstýrði heimildarmynd um Ísland, sem fylgir nýstárlegum póstkortum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Smámunasafnið í Eyjafirði Sverrir Hermannsson hefur aldrei farið leynt með söfnunaráhuga sinn. Smámunasafnið spannar langa og skemmtilega sögu og er vert að sjá á ferð um Norðurland. www.ferdamalastofa. is Hvað gerir Ferðamálastofa fyrir þig? Lækjargata 3 | 101 Reykjavík | Sími 535 5500 | Fax 535 5501 I Netfang: upplysingar@icetourist.is Strandgata 29 | 600 Akureyri | Sími 464 9990 | Fax 464 9991 I Netfang: upplysingar@icetourist.is Kynningarfundir á starfsemi Ferðamálastofu verða haldnir í maí 2008. Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum: Farið verður yfir starfsemi Ferðamálastofu og þjónustu stofnunarinnar við ferðaþjónustuaðila. Auk þess verða kynnt þróunarverkefni á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu, sem Ferðamálastofa og Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru að hleypa af stokkunum. Fundirnir eru öllum opnir sem áhuga hafa á að kynnast Ferðamálastofu og kynna sér möguleika til uppbyggingar á menningartengdri ferðaþjónustu. 20. maí Selfoss kl. 13:00-15:30 Hótel Selfoss 21. maí Borgarnes kl. 13:00-15:30 Hótel Hamar 22. maí Egilsstaðir kl. 13:00-15:30 Hótel Hérað 23. maí Höfn kl. 10:00-12:30 Hótel Höfn 27. maí Akureyri kl. 10:00-12:30 Hótel KEA 27. maí Varmahlíð kl. 14:00-16:30 Hótel Varmahlíð 30. maí Ísafjörður kl.10:00-12:30 Hótel Ísafjörður Compeed plásturinn Fyrir útivistarfólk Fæst í apótekum • Verndar fætur og hindrar blöðrumyndun • Vatnsheldur – vörn gegn bakteríum • Dregur úr óþægindum og sársauka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.