Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 68
48 15. maí 2008 FIMMTUDAGUR Í fyrri viku frumsýndi gamalt fyrir tæki Láru Stefánsdóttur, Pars pro toto, nýtt dansverk þeirra Ástrósar Gunnarsdóttur, Systur, í Iðnó. Því miður gafst ekki tæki- færi til að sjá sýninguna fyrr en á föstudagskvöldið en það er á fjöl- unum í gamla Iðnó til maíloka. Það var í Iðnó sem tvær nýlátn- ar heiðurskonur, Rigmor Hanson og Sif Þórz, báðar úr hópi frum- herja danslistarinnar hér á landi, stóðu fyrir sínum danssýningum, bæði sóló-sýningum með samsett- um efnisskrám og nemendasýn- ingum. Það var dálítið sérstök til- finning að setjast niður í Iðnó og sjá tvo ágæta danslistamenn koma saman í sýningu sem byggði á þematískri yfirskrift en var í raun röð stuttra dansa. Dansinn hefur þrátt fyrir allt mjakast áfram og er víðtæk hreyfing þótt enn leiti dansarar í smásmíðar í sköpun sinni, rétt eins og elstu frumkvöðlar í íslenskri danssögu. Nú eru þær Ástrós og Lára komnar vel yfir kjöraldur dans- ara. Þær komu báðar fram í fyrsta sinn snemma á níunda áratug síð- ustu aldar. Hafa dansað víða en hin síðari ár einkum unnið við dansstjórn og danssamningu. Þær eru báðar lifandi sönnun þess að dansinn getur elst með listamönnum, þótt þrek láti oft undan til stórátaka og líkamlega förlist dönsurum með aldri. Raun- ar mælir ekkert gegn því að eldri dansarar geti átt lengri feril en tíðkast hefur. Dansinn hefur fært svið sitt út á síðustu áratugum og rétt eins og yngri dansarar og danshöfundar leita óhræddir inn á önnur svið tjáningar ætti dansin- um að vera mögulegt að halda fólki lengur að starfi en til þessa hefur verið viðurkennt. Reyndar er engan bug að finna á þeim Láru og Ástrós. Þær eru í fantaformi sem dansarar og víla ekki fyrir sér að takast á við erfið- ar þrautir í þeirri dansaröð sem þær slá saman: systraþemað hverfur frá hinu veraldlega í upp- hafi til hins andlega þá langt er liðið á dansinn og hverfur þá aftur til upphafsins. Sýningin er öll framkvæmd af mikilli smekkvísi, ljós og litir, að ógleymdu stefa- safni úr ýmsum áttum sem falla að efninu á hverjum tíma og skapa vissulega nokkuð tvístraðan hljóð- heim. Textar Hrafnhildar Hagalín sem koma reglulega fyrir í fram- gangi dansanna og rekja stöðu kvenraddar, einnar eða fleiri, í misjöfnum aðstæðum, að því heyra mátti. Orð og dans tókust ekki á en studdu hvort annað. Lára og Ástrós eru ólíkir dans- arar, áferð þeirra er ekki söm: Ástrós hefur alla tíð verið strang- ur dansari, næstum hörkuleg. Lára leikur á fleiri strengi í túlkun sinni: hér leita þær inn í marg- breytilega stíla hiklaust og af sterkri innlifun sem bar hæst í kyrrstæðum mjúkum dansi þar sem þær eru báðar naktar. Stúdía í ljósi og þröngt mörkuðum hreyf- ingum var fullkomin í afar viðeig- andi lýsingu Björns Bergsteins. Þær stöllur eiga báðar hrós skil- ið fyrir framtakið og í þeim flaumi atburða sem dynja nú á áhorfend- um er sá vís sem setur sýningu þeirra í forgangsröð. Páll Baldvin Baldvinsson Systradans í Iðnó DANSLIST Systur fjalla sumpart um samband við karlkyn, en einnig um margt fleira. Þorfinnur Ómarsson, Lára og Ástrós á sviðinu í Iðnó. MYND/ALDA JÓNSDÓTTIR/PARS PRO TOTO. LISTDANS Systur eftir Ástrós Gunnarsdóttur og Láru Stefánsdóttur. Texti: Hrafnhildur Hagalín Umsjón með tónlist: Guðni Franzson Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmunds- son ★★★ Falleg en brotakennd sýning tveggja fágaðra dansara. Minni sýningarrými Reykjavíkur taka af fullum krafti þátt í Listahátíð í Reykjavík. Framlag gallerísins Kling og Bang er sýningin Óvissulög- málið eftir myndlistarkonuna Sirru Sigrúnu. Á sýningunni má sjá verk unnin með margvíslegri tækni, til að mynda ljósmyndir, skúlptúr og myndbandsverk, en rauði þráðurinn sem tengir þau er sjónræn framsetning upplýsingakerfa. „Hugmyndin að þessari sýningu kviknaði í raun þegar ég rakst á ljósmynd sem tekin var með Hubble-sjónaukanum. Myndin var tekin yfir ellefu sólarhringa og gaf möguleika á að sjá milljónir ljósára aftur í tímann, aftur til hinna myrku miðalda alheimsins. Út frá þessari mynd fékk ég mikinn áhuga á því að skoða betur hvaða aðferðir við höfum notað í gegn um tíðina til að skoða heiminn og afla okkur upplýsinga um hann, og einnig því hvernig við höfum svo sett þessar upplýsingar fram,“ segir Sirra. Sirra bendir á að upplýsingar séu oftar en ekki settar fram á sjónrænan hátt, en séu aftur á móti ekki alltaf öllum aðgengilegar. „Upplýsingar í ýmsum fræðigreinum, til að mynda stærðfræði og eðlisfræði, eru gjarnan settar fram sem einhvers konar línurit, töflur eða eitthvað ámóta. Það er þó ljóst að maður þarf að hafa vissa þekkingu á þessum fræðigreinum til þess að geta skilið þessa framsetningu. Mig langaði til þess að kanna hvort sjónræn framsetning af þessu tagi gæti staðið sjálfstætt og óháð þeim upplýsingum sem hún á að miðla.“ Óvissulögmálið verður opnað á föstudag í Kling og Bang galleríi, Hverfisgötu 42. Sýningin stendur til 22. júní og er aðgangur ókeypis og öllum opinn. - vþ Upplýsingar standa sjálfstætt SJÓNRÆNAR UPPLÝSINGAR Frá sýningu Sirru Sigrúnar. Nú eru aðeins fjórir tónleikar eftir í útskriftartónleikaröð Listahá- skóla Íslands. Í kvöld kl. 20 kemur fiðluleikarinn Greta Salóme Stefánsdóttir fram á slíkum tónleikum í Salnum í Kópavogi og leikur tónlist eftir tónskáldin F. Kreisel, Arvo Pärt, Vivaldi og Ravel. Meðleikari Gretu á tónleikunum er enginn annar en Richard Simm. Eins og tíðkast með útskriftartónleika er aðgangur ókeypis og öllum opinn. Það er því tilvalið að njóta fagurra tóna á vægast sagt viðráðanlegu verði í kvöld og láta áhyggjur af stöðu krónunnar lönd og leið rétt á meðan. - vþ Fiðluleikari útskrifast VIVALDI Eitt þeirra tónskálda sem eiga verk á útskriftartónleikum kvöldsins. Lau. 17 maí Sun 18 maí Fim 22 maí Fös 23 maí Fim. 29. maí kl. 20 Fös 30. maí kl. 19 (ath breyttan sýningartíma) Lau 31. maí kl. 19 (ath breyttan sýningartíma) Sun 1. juní kl. 20 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ KL. 20 FIÐLUTÓNLEIKAR - LHÍ GRETA SALÓME STEFÁNSDÓTTIR FÖSTUDAGUR 16. MAÍ KL.19 OG KL.21 LAUGARDAGUR 17. MAÍ KL.19 OG KL.21 HVERS VIRÐI ER ÉG? NÝR GAMANLEIKUR ÚR SMIÐJU BJARNA HAUKS ÞÓRSSONAR. ÖRFÁ SÆTI LAUS! LAUGARDAGUR 17. MAÍ KL 8:30-16 MARAÞONTÓNLEIKAR KÁRSNESKÓRANNA VOR 2008 KAFFIHLAÐBORÐ ALLAN DAGINN ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ KL.17 PÍANÓTÓNLEIKAR – LHÍ GUNNAR GUÐJÓNSSON KL.20 FIÐLUTÓNLEIKAR – LHÍ HULDA JÓNSDÓTTIR Ástin er diskó, lífið er pönk e. Hallgrím Helgason sýn. fim. 15/5 uppselt, fös. 16/5 uppselt, lau. 17/5 örfá sæti laus Sá ljóti e. Marius von Mayenburg sýn. fös. 16/5 örfá sæti laus lau. 17/5 ATH. síðasta sýning Skoppa og Skrítla e. Hrefnu Hallgrímsdóttur sýningar lau. 17/5 uppselt sýningar sun. 18/5 örfá sæti laus Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Þjóðleikhúsið um hel(l)gina ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.