Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 74
54 15. maí 2008 FIMMTUDAGUR maturogvin@frettabladid.is Matreiðslubókin Cooking With Style – The Icelandic Way verður fáanleg á Grillinu á Hótel Sögu, en þar hefur yfirmatreiðslumaður Grillsins, Bjarni Gunnar Kristinsson, tekið saman nokkrar uppskriftir sem gestir á staðnum hafa fengið að smakka á liðnum árum. „Þetta hefur lengi verið draumur okkar í Grillinu. Við höfum ferðast út um allan heim og á fínni stöðum er oft svona bók sem gefur hugmynd um hver list hússins er, sem er gaman fyrir fólk að geta blaðað í,“ útskýrir Bjarni, sem kveðst hafa notið dyggrar aðstoðar annarra starfsmanna eldhússins við gerð bókarinnar. Cooking With Style er þó gefin út á heldur óhefð- bundinn hátt því það er í gegnum heimasíðuna blurb. com. „Til að fara í bókaútgáfu hér þarf maður að hafa lágmark tvö, þrjú þúsund eintök til að skila hagnaði, svo við ákváðum að nýta okkur þessa síðu. Þar getur maður búið til bók og pantað eitt eintak, eða mörg hundruð,“ útskýrir Bjarni. Bókin er í yfirlestri sem stendur, en verður fáanleg í takmörkuðu upplagi á Grillinu í byrjun júní eða svo. „Svo verður hún líka í sölu á síðunni og þá getur fólk ráðið því í hvernig formi það vill hafa hana,“ útskýrir Bjarni. Hann segir áherslu Grillsins vera á ferskt bragð og íslenskt hráefni, í bland við þá strauma og stefnur sem í gangi eru í heiminum. „Okkur langar að fræða fólk um okkar matargerðarlist,“ segir Bjarni, en í bókinni, sem nær yfir þrjátíu síður, er að finna jafn fjölbreytta rétti og kengúrucarpaccio og túnfisk með mangósalsa. Sýnishorn af bókinni verður hægt að sjá á Blurb. com í lok maí, undir „bookstore“ og þá „cooking“. - sun Grillið gefur út uppskriftabók GAMALL DRAUMUR Bjarni Gunnar Kristinsson, yfirmatreiðslu- maður á Grillinu, segir það gamlan draum hjá starfsfólki staðar- ins að gefa út bók sem lýsir matargerðarlist hans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA > Prófaðu … … japanskar soba-núðlur. Þær eru gerðar úr bókhveiti, og annaðhvort notaðar í heitar súpur eða bornar fram kaldar. Í Japan eru þær oftar en ekki borðaðar með sósu til að dýfa þeim í, en þær má líka nota í köld salöt með góðum árangri. Margir hafa skipt svarta teinu í tehillunni út fyrir heilsusamlegra te á síðustu árum. Úr mörgu er að velja, en græn te hafa til að mynda verið geysivinsæl og rauðrunnate hafa einnig átt upp á pallborðið hjá mörgum. Hvít te eru hins vegar í mikilli sókn núna, en þau eru einnig fáanleg í mörgum mis- munandi bragðtegundum. Í hvítu tei eru yfirleitt yngri tel- auf en í öðrum tetegundum, en þau munu innihalda aðeins minna koffín en eldri lauf sem notuð eru í aðrar gerðir. Hvíta teið þykir bera af öðrum tegundum og vera enn hollara en grænt te. Það er dýrara en önnur te og er oft nýtt í matargerð vegna bragðsins, sem er sætt en með mildum krydd- keim. Hvítt te hefur fengist hjá Kaffitári, Te og kaffi og í hinum ýmsu heilsuverslunum landsins. Það er um að gera að skipta úr svörtu yfir í hvítt og prófa ein- hverja af hinum mörgu tegundum sem í boði eru. Úr svörtu í hvítt Mynta er með ferskari kryddjurt- um sem völ er á og hefur því oft á tíðum ratað í svalandi drykki. Hana má þó nota í margt annað, eins og þetta myntu-kóríandermauk. Upp- skrift að því er að finna á síðunni myrecipes.com, en þar kallast það myntu-mojo. Mojoið er hefðbundin suður-amerísk blanda, sem bæði er notuð til marineringar og sem sósa með mat. Mojo er til í fjölmörgum útfærslum en sítróna og hvítlauk- ur eru þó alltaf á meðal innihalds- efna. Í þessari útgáfu fær myntan einnig að leika lausum hala. Myntu-mojo ½ bolli fersk kóríanderlauf ½ bolli fersk myntulauf 3 msk. vatn 1 msk. ólífuolía 1 msk. nýkreistur sítrónusafi 1 hvítlauksgeiri Blandið öllu saman í matvinnsluvél, þar til blandan er orðin slétt og svip- uð áferðar og pestó. Berið fram með því sem hugurinn girnist til að ljá matnum ferskan og sumarlegan blæ. Mynta með mat MEINHOLLT Hvítt te er talið vera enn hollara en grænt te, sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár. NORDICPHOTOS/AP MYNTU-MOJO Ferskt mauk úr myntu, kóríander, sítrónu og hvítlauk setur nán- ast hvaða rétt sem er í sumarbúning. NORDICPHOTOS/GETTY Jóhanna Pálsdóttir, markaðsstjóri Íslenska dansflokksins, er mikill matgæðingur og finnst fátt skemmtilegra en að fá fólk í mat. Jóhanna býður lesendum Fréttablaðsins upp á upp- skrift að risotto með villisveppum og kampavíni, sem hún segir henta bæði sem forrétt og aðalrétt. „Þessi uppskrift er svolítið sumarleg og alveg tilval- in í stelpupartí, þar sem maður þarf að opna eina flösku af hvoru, hvítvíni og kampavíni,“ segir hún og hlær við. „Hún er bæði mjög einföld og mjög góð,“ bætir Jóhanna við, en henni þykir að eigin sögn ekkert skemmtilegra en að halda matarboð. „Ég er reyndar með eina níu mánaða gamla núna, svo það hefur verið smá pása á því, en ég fer að taka upp þráðinn svona með sumrinu,“ segir hún. Matarhefð Miðjarðarhafslandanna höfðar einna helst til Jóhönnu og þá sérstaklega þar sem upp- skriftir þaðan ættaðar leyfa hráefninu yfirleitt að njóta sín. „Ég er ekki fyrir mikið af sósum eða majónesi, þá vil ég frekar ferskan fisk með ólífuolíu og lime. Ég er hrifin af ferskum, hreinum mat,“ segir Jóhanna. Þegar minnst er á ítalska matarhefð flýgur hugur margra beint í pastarétti, en ítalska eldhúsið hefur upp á töluvert meira að bjóða. „Þeir eiga til dæmis mikið af góðum kálfaréttum. Og Grikkirnir elda heldur ekki bara moussaka, þeir eru mjög klárir í að grilla og baka fisk,“ bendir Jóhanna á og kímir. Helsti matardraumur Jóhönnu er hins vegar heim- sókn á veitingastaðinn El Bulli, fyrir utan Barcelona, þar sem stjörnukokkurinn Ferran Adria ræður ríkjum. „Það segja allir sem þangað hafa farið að það sé ekki hægt að gefa þessu stjörnur, staðurinn er alveg út úr stjörnukortinu. Það er draumur sem ég ætla að láta rætast,“ segir hún. Jóhanna hefur annars í nógu að snú- ast með Íslenska dansflokknum, sem frumsýnir dans- verkið Ambra ásamt nútímadansflokknum Carte Blanche frá Bergen í Noregi á Listahátíð. „Þetta er mikill menningarviðburður og stór danssýning. Það eru yfir tuttugu dansarar á sviðinu og svo beinagrind af heilum hval. Það má segja að hann sé stærsta stjarnan á Listahátíð, enda tólf metra langur,“ segir Jóhanna og hlær við. Ambra verður einungis sýnt þrisvar sinnum, 23., 24. og 25. maí næstkomandi. sunna@frettabladid.is Sumarlegt svepparisotto MIÐJARÐARHAFSMATUR Í UPPÁHALDI Jóhanna Pálsdóttir, markaðsstjóri íD, er sérstaklega hrifin af matarhefð Miðjarðar- hafslandanna. Hana dreymir um að heimsækja veitingastað- inn víðfræga, El Bulli, utan við Barcelona. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Hvaða matar gætirðu síst verið án? Það er eitthvað við ristað brauð með osti sem klikkar aldrei, aldrei, aldrei … Besta máltíð sem þú hefur fengið? Kjötsúpan sem mamma eldaði og beið með þegar ég og vinkona mín komum þægilega dauðþreyttar niður eftir að hafa gengið hæsta tind Íslands, Hvannadalshnjúk. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Sulta og rabarbaragrautur er eitthvað sem mér hefur ekki enn tekist að fíla. Leyndarmál úr eldhússkápn- um: Leyniuppskriftirnar væru ekki leyni ef ég færi að gefa þær upp, er það? Ég get samt deilt nokkrum eldhústrixum sem ég nota óspart. Ég frysti til dæmis rjóma í klakapokum til að nota í matargerð, nota eggjaskera til að saxa sveppi og skræli engifer með teskeið. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Ég verð agalega pirruð þegar ég er svöng og finnst sykursjokkið harður yfirmaður. Þá á ég það til að háma í mig óhollustu og ekki er það til að bæta líðan né limi. Léttur, hollur matur er málið og það vitum við öll. Svo er afar mikilvægt að elda af ástríðu. Hvað áttu alltaf til í ísskápn- um? Ost. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Vatn, fæðubótarefni eða eitt- hvað meðfærilegt, næringarríkt með gott geymsluþol – það er nokkuð ljóst. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Grillaðar pöddur, krókódíll og sviðahaus. MATGÆÐINGURINN ANDREA RÓBERTSDÓTTIR FJÖLMIÐLAKONA Lumar á góðum eldhúsráðum VILLISVEPPA- OG KAMPAVÍNSRISOTTO 2-3 skalottlaukar 2 hvítlauksrif 200 g góð risottogrjón 1 dl hvítvín 7½ dl kjúklingasoð 3-4 msk. parmesanostur 50 g smjör 1 dl kampavín eða gott freyðivín Blandaðir villisveppir (2 pokar þurrkaðir eða 3 box ferskir) Fersk kryddjurt s.s. kerfill eða graslaukur Skerið laukinn og hvítlaukinn smátt og steikið í ólífuolíu í potti. Bætið hrísgrjónum út í og steikið í smástund. Hellið hvítvíni út í, sjóðið niður í nokkrar mínútur og bætið svo soðinu við smám saman. Hrærið stanslaust á meðan grjónin sjóða. Þegar hrísgrjónin eru hálfelduð, bætið þá smjöri og parmesanosti (2-3 msk.) út í og látið sjóða í nokkrar mínútur. Hellið að lokum kampavíni út í, hrærið vel og látið malla í smástund. Sveppir skornir niður og steiktir á pönnu í smjöri. Risotto sett á disk og sveppum dreift yfir. Að lokum er skreytt með ferskri kryddjurt og smá parmesanosti. Svo má auðvitað drekka afganginn af kampavíninu með. KOMIN Í KILJU „Fantaskemmtileg“ - Sigurður G. Tómasson, Útvarp Saga „Sjaldgæf nautn að lesa þessa bók“ - Þráinn Bertelsson, Fréttablaðið „Við eigum öll að lesa þessa bók.“ - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, varaþingmaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.