Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 80
60 15. maí 2008 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Handknattleikskappinn Heimir Örn Árnason hefur ákveðið að yfirgefa Stjörnuna og ganga í raðir Valsmanna og mun hann skrifa undir árs samning við Hlíðarendafélagið með möguleika um að framlengja um annað ár. Heimir Örn fór á kostum á nýafstöðnu tímabili í N1- deildinni; var markakóngur deildarinnar með 169 mörk og var svo valinn handknattleikmaður ársins á lokahófi HSÍ auk þess að fá háttvísverðlaunin. Heimir Örn var vissulega ánægður með verðlaunin en kvað tímabilið þó hafa valdið sér vonbrigðum. „Val mitt á lokahófinu breytir í raun engu um það að þetta tímabil með Stjörnunni var vonbrigði. Ég tel að við höfum verið með nógu sterkan hóp til þess að vera með í baráttunni um titilinn en því miður mis- stum við dampinn einhvern veginn allt of fljótt. Auðvitað lentum við í meiðslavandræðum eins og gengur og gerist en það breytir því ekki að leikmenn og þjálfarar klikkuðu einfaldlega þegar upp er staðið,“ sagði Heimir Örn, sem var mjög eftirsóttur á leikmannamarkaðnum eftir að í ljós kom að hann vildi yfirgefa Stjörnuna eftir nýafstaðið tíma- bil. Það var þó einkum FH sem veitti Val harða samkeppni um að fá Heimi Örn, sem viðurkennir að valið hafi ekki verið auðvelt. „Ég verð að játa að þetta var mjög erfitt val fyrir mig því bæði Valur og FH voru í mínum huga spennandi dæmi. Ég hef aftur á móti átt við ákveðin meiðsli að stríða undanfarið og ég held að ég muni nýtast betur í liði með sterkari breidd þar sem ég þarf ekki að spila í sextíu mínútur í hverjum leik eins og ég hef gert undanfarin ár. Ég hugsa að það sem hafi hjálpað mér líka á endanum að taka þessa ákvörðun er að ég kannast betur við aðstæður hjá Val og þekki þar bæði þjálfara og leikmenn,“ sagði Heimir Örn, sem væntir mikils af komandi veru sinni hjá Val. „Valur er með mjög sterkan leikmannahóp og það væri gaman að taka þátt í því að endurheimta titilinn á Hlíðarenda,“ sagði Heimir Örn að lokum. HEIMIR ÖRN ÁRNASON: HEFUR ÁKVEÐIÐ AÐ SKIPTA YFIR Í VAL EFTIR TÍMABIL VONBRIGÐA MEÐ STJÖRNUNNI Leikmenn og þjálfarar klikkuðu þegar upp er staðið FÓTBOLTI Gunnar Már Guðmunds- son, sem ber gælunafnið „Herra Fjölnir“ meðal margra í Grafar- voginum, hefur haft í nógu að snúast síðustu daga. Gunnar Már er ekki bara lykilmaður í Fjölnis- liðinu því hann er einnig vallar- stjóri og stendur því í ströngu fyrir leikinn. „Það mæðir mikið á manni núna. Þetta er stóra prófið fyrir Fjölni, þegar KR-ingar koma í heimsókn, bæði fyrir liðið og fyrir umgjörð- ina. Það eru fá lið með jafnmarga áhorfendur og KR,“ sagði Gunnar Már, sem skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum á móti Þrótti. „Þetta verður gríðarlega skemmtileg stund og maður er búinn að bíða eftir því lengi að fá Landsbankadeildarleik í Grafar- voginum.“ Fjölnismenn hafa unnið á fullu til þess að gera völlinn sinn kláran fyrir kvöldið og búast má við góðri mætingu frá báðum félögum eftir tvo flotta sigra þeirra í fyrstu umferðinni. „Þetta lítur vel út, stúkan er komin upp og við erum bara að bíða eftir síðustu sætun- um. Það má búast við hörku mæt- ingu. Það eru fimm hundruð sæti og svo held ég bara að fólki verði raðað út um allt.“ Fjölnir varð aðeins þriðja liðið frá 1977 til að vinna sinn fyrsta leik í efstu deild þegar liðið vann öruggan þriggja marka sigur á Þrótti í fyrstu umferð Lands- bankadeildarinnar á laugardaginn. Hin tvö eru Stjarnan (vann 2-0 úti- sigur á Þór 1990) og Skallagrímur (vann 3-0 heimasigur á Leiftri 1997), sem náðu hins vegar hvor- ugt að fylgja eftir glæsilegum sigri í frumraun sinni; töpuðu bæði næstu tveimur leikjum. Því eru menn spenntir að sjá hvernig Fjölnisliðinu vegnar í næstu leikjum. „Við vissum alveg að fyrsti leik- urinn yrði alveg eins og 1. deildar- leikur. Við erum vanir því að spila við Þrótt þannig að það var enginn munur á því. Spurningin er hvern- ig þetta verður þegar við mætum stórveldinu úr Vesturbænum. Ef við spilum svipað og síðast, erum þéttir og skipulagðir, þá eigum við alveg möguleika,“ segir Gunnar Már, sem vonar að Fjölnir vinni leikinn bæði innan og utan vallar. „Það verður líka gaman að sjá baráttu Káramanna og Miðjunnar í stúkunni. Ég hef trú á Káramönn- um því þeir voru stórkostlegir í Laugardalnum á laugardaginn og þeir lofa alveg eins frammistöðu í þessum leik,“ segir Gunnar Már en leikur liðanna hefst klukkan 19.15 í kvöld. - óój Mjög stór dagur fyrir Gunnar Már Guðmundsson, lykilleikmann Fjölnis og vallarstjóra Fjölnisvallar: Hefur trú á Káramönnum gegn Miðjunni ÞRJÚ STIG Í FYRSTA LEIK Gunnar Már Guðmundsson og félagar í Fjölni fagna sigrin- um á Þrótti á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HANDBOLTI Hvorki Jaliesky Garcia Padron né Roland Valur Eradze gáfu kost á sér í landslið- ið vegna meiðsla. Sögðust þeir einfaldlega ekki treysta sér í leikina. Guðmundur valdi 23 leikmenn, þar af fjóra mark- menn. Þá á Sverre Jakobsson von á barni og þrír leikmenn, Snorri, Ásgeir og Arnór, koma líklega beint til Spánar þar sem dönsku deildinni er enn ekki lokið. Guðmundur útilokaði hvorki að fækka í hópnum né bæta við. - hþh Íslenski landsliðshópurinn: Garcia gaf ekki kost á sér HÓPURINN TIL Landsliðið var kynnt á Loftleiðum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ Birkir Ívar Guðmundsson (Lübecke) Björgvin Páll Gústavsson (Bittenfeld) Hreiðar Levý Guðmundsson (Savehof) Ólafur Haukur Gíslason (Valur) Útileikmenn Alexander Petersson (Flensburg) Andri Stefan (Haukar) Arnór Atlason (FC Köbenhavn) Ásgeir Örn Hallgrímsson (GOG) Bjarni Fritzson (St. Raphael) Einar Hólmgeirsson (Flensburg) Guðjón V. Sigurðsson (Gummersbach) Guðlaugur Arnarson (Malmö) Hannes Jón Jónsson (Fredericia HK) Ingimundur Ingimundarson (Elverum) Logi Geirsson (Lemgo) Ólafur Stefánsson (Ciudad Real) Róbert Gunnarsson (Gummersbach) Rúnar Kárason (Fram) Sigfús Sigurðsson (Ademar Leon) Snorri Steinn Guðjónsson (GOG) Sturla Ásgeirsson (Aarhus GF) Sverre Jakobsson (Gummersbach) Vignir Svavarsson (Skjern) HANDBOLTI Guðmundur Guð- mundsson hefur ekki setið auðum höndum frá því hann var með landsliðið í æfingabúðum á Íslandi um páskana. Hann hefur unnið ötullega að því að nálgast upplýsingar um mótherja liðsins í undankeppni Ólympíuleikana og undankeppni heimsmeistara- mótsins sem eru fram undan. Ísland mætir Pólverjum, Svíum og Argentínumönnum í lok maí þar sem tvö lið komast áfram á ÓL. Síðan eru tveir leikir við Makedóníu um laust sæti á HM. Guðmundur greinir andstæð- ingana, og leik íslenska liðsins, og hleður inn í hið alíslenska hug- vitsforrit Sideline sem hann hrósar í hástert. Þeim skjölum og skráum sem Guðmundur býr til hefur hann svo komið fyrir á miðlægum gagnabanka sem leikmenn geta nálgast hvaðan sem er í heimin- um. Bæði texti og myndband fylg- ir hverju leikkerfi, en þau heita eftir borgum í Evrópu að ósk leik- manna. Meðan leikkerfa sem Guðmundur getur flogið á milli eru Minsk, Berlín og Köben. „Ég get síðan fylgst með hverj- ir eru að fara inn á hvað og hve- nær,“ sagði Guðmundur og viður- kenndi að menn væru misduglegir að fara inn, hverju sem það sætti. Guðmundur leggur mikla áherslu á að með þessu kunni leikmenn liðsins öll leikkerfin sem spiluð verða og þekki and- stæðinga sína út og inn. „Ég vil ekki þurfa að kenna mönnum hvert þeir eiga að hlaupa. Við fáum aðeins fáa daga til undir- búnings og það er mikilvægt að nýta tímann vel. Með þessu fáum við hnitmiðaðri æfingar,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Um aðra helgi verða leiknir tveir æfingaleikir gegn sterku liði Spánverja en liðið kemur fyrst saman á Íslandi á mánudag. „Við munum útfæra okkar leik gegn þeim. Það er ákveðin próf- raun fyrir verkefnin fram undan. Leikmenn eiga að vera búnir að undirbúa sig og þarna fínpússum við leik okkar. Þarna veljum við líka endanlega leikaðferðir okkar og hvað við ætlum að leggja áherslu á,“ sagði Guðmundur. Frá Spáni fer liðið svo í æfinga- búðir við toppaðstæður í Magde- burg áður en haldið verður til Póllands. hjalti@frettabladid.is Fínpússar liðið á Spáni Guðmundur Guðmundsson leggur áherslu á að landsliðsmenn kunni leikkerfi sín út og inn. Fram undan eru tvö risaverkefni og var landsliðið valið í gær. Leiknir verða tveir æfingaleikir gegn Spáni þar sem leikkerfin verða fínpússuð. SVONA VIRKAR ÞETTA Guðmundur sýndi blaðamönnum hvernig Sideline-kerfið virk- ar. Í því getur hann greint leikaðferðir bæði Íslands og andstæðinga þess. Þetta getur hann svo spilað á auðveldan máta fyrir leikmenn sína, sem ættu þannig að læra að þekkja andstæðinga sína vel. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FRAM UNDAN HJÁ LIÐINU 19.-21. maí: Æfingar á Íslandi 24. og 25. maí: Æfingaleikir við Spán 26. maí: Æfingabúðir í Magdeburg 30. maí: Argentína í undankeppni ÓL 31. maí: Pólland í undankeppni ÓL 1. júní: Svíþjóð í undankeppni ÓL 8. júní: Makedónía í undankeppni HM 15. júní: Makedónía, síðari leikur heima. HANDBOLTI Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, lýsti í gær yfir mikilli ánægju með að Claes Hellgren skyldi vera á leið til landsins. Fyrsta markmanns- þjálfunarnámskeið þessa reynslubolta verður í Digranesi um næstu helgi og þrjú önnur verða á þessu ári. HSÍ fékk um 1,5 milljónir í styrk til námskeið- ishaldsins en Einar lýsir Hellgren sem einum besta markmannsþjálfara í heimi. - hþh HSÍ eflir markmannsþjálfun: Einn sá besti í heimi á leiðinni FÓTBOLTI Þróttarar hafa ekki unnið leik í fyrstu tveimur umferðum efstu deildar karla í 28 ár, eða síðan þeir unnu 1-0 sigur á KR í fyrstu umferð sumarið 1980 en sigurmark liðsins í þeim leik skoraði Þorvaldur Þorvaldsson úr vítaspyrnu. Þróttarar steinlágu 0-3 fyrir Fjölni á heimavelli í fyrstu umferð en heimsækja Blika í Smárann klukkan 19.15 í kvöld. Þróttur tapaði báðum leikjum sínum í fyrstu umferðunum sumurin 2003 og 2005 en gerði tvö jafntefli 1998. Þróttur hefur aðeins fengið 5 stig af 34 mögulegum í fyrstu tveimur umferðunum á þeim tímabilum sem liðið hefur spilað í efstu deild undanfarin 28 ár, en hefur gert fimm jafntefli og tapað átta leikjum. Markatalan er 17-24 Þróttur- um í óhag, sem er ekki alslæmt, en þeir hafa þrisvar skorað þrjú mörk í þessum umferðum án þess að vinna. - óój Þróttur í umferðum 1 og 2: Er án sigurs síðustu 28 ár STEINLÁGU Eysteinn Lárusson og félagar í Þrótti byrjuðu ekki vel gegn Fjölni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Félagaskiptaglugginn á Íslandi lokast á miðnætti í kvöld og hafa KR og Fram bæði fengið leikheimildir fyrir nýja menn. KR samdi við Portúgalann Jordao Diogo sem er vinstri bakvörður og Fram við kant- manninn Joe Tillen. Bróðir hans, Sam Tillen, leikur nú með félaginu. Vísir.is greindi frá. - hþh Landsbankadeild karla: KR og Fram fá liðsstyrk > Engin óskastaða í Grindavík Þrír erlendir leikmenn hafa á vordögum hætt við á síðustu stundu að ganga í raðir Grindvíkinga eftir að frágengið var að þeir kæmu. „Þetta er engin óskastaða,“ sagði Ingvar Guðjónsson, framkvæmdastjóri knatt- spyrnudeildarinnar, við Fréttablaðið í gær. Nú er mál þess fjórða komið inn á borð FIFA eins og Vísir.is greindi frá í gær. Félag hans er gjaldþrota og skiptastjóri þess neitar að sleppa leikmann- inum. Ingvar bjóst reyndar við að vinna málið en sagðist vera með önnur járn í eldinum hvað aðra erlenda leikmenn varðar. Félagaskiptaglugganum verður lokað á miðnætti í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.