Fréttablaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 2
2 19. maí 2008 MÁNUDAGUR Viðskiptavinir í Stofni fá fjölbreytt úrval af hjólahjálmum á 30% afslætti í Markinu, Ármúla 40, 108 Reykjavík. ENN EINN KOSTUR ÞESS AÐ VERA Í STOFNI 30% AFSLÁTTUR AF HJÁLMUM Allir undir 15 ára aldri eru skyldugir til að vera með hjálm á hjóli, hlaupahjóli, hjólabretti eða línuskautum og skiptir öllu máli a› velja réttan hjálm. EGYPTALAND, AP George W. Bush, Bandaríkjaforseti, hefur hvatt leiðtoga arabaþjóða til að hætta stuðningi sínum við hryðjuverka- menn og veita í staðinn borgur- um sínum aukið frelsi. „Í Mið- Austurlöndum gerist það alltof oft að einn leiðtogi stjórnar öllu á meðan stjórnarandstað- an situr í fangelsi,“ sagði Bush á heims- ráðstefnu um efnahagsmál sem fór fram í Egyptalandi. „Það er kominn tími til að þjóðir fyrir botni Miðjarðar- hafs hætti þessum stjórnarháttum og komi fram við fólk af þeirri virðingu sem það á skilið.“ Bush lauk í gær fimm daga ferðalagi sínu um Egyptaland, Ísrael og Sádi-Arabíu. Þetta var önnur ferð forsetans um Mið-Austurlönd á árinu. - fb Bush í Mið-Austurlöndum: Vill aukið frelsi fyrir borgara GEORGE W. BUSH BÚRMA, AP Smitsjúkdómar hafa enn ekki breiðst út í Búrma eftir fellibylinn sem gekk yfir landið fyrir tveimur vikum. Alþjóðlegar heilbrigðisstofn- anir hafa óttast mjög útbreiðslu sjúkdóma á borð við kóleru og mislinga á svæðinu eins og algengt er við slíkar náttúruham- farir. Stofnanirnar hafa lagt á það áherslu að matarsendingar, hreint drykkjarvatn og sjúkravörur þurfi að halda áfram að berast ef ekki á illa að fara. „Ef neyðarað- stoðin við landið eykst ekki fljótt er mikil hætta á að smitsjúkdóm- ar breiðist út, sem myndi gera ástandið mun verra en það er í dag,“ sagði Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna. Yfir 78 þúsund manns hafa fundist látnir eftir fellibylinn og 56 þúsunda er enn saknað. - fb Ban Ki-moon um Búrma: Brýnt að auka neyðaraðstoð MEÐ HJÁLPARGÖGN Hermenn frá Búrma afferma flutningavél frá Taílandi. LÖGREGLUFRÉTTIR Fíkniefnahund- ur lögreglunnar á Selfossi var heldur betur fundvís í gærmorg- un þegar hann fann fíkniefni sem falin höfðu verið í innréttingu bifreiðar. Ökumaður bifreiðarinnar var stöðvaður um klukkan hálf níu um morguninn grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Var hann færður ásamt bíl sínum á lögreglustöð. Þar fékk fíkniefnahundurinn að spreyta sig og þefaði strax uppi tíu grömm af ætluðu amfetamíni og tvö grömm af kókaíni sem hafði verið haganlega komið fyrir inni í innréttingu bifreiðarinnar. - þo Ungur ökumaður stöðvaður: Faldi fíkniefni í innréttingu bíls LÖGREGLUFRÉTTIR Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru fluttir meðvit- undarlausir á sjúkrahús eftir að þeir hnigu niður á skemmtistað í miðborginni í fyrrinótt. Að sögn lögreglu kviknaði strax sá grunur að þeir hefðu tekið inn einhvers konar ólyfjan og voru þeir fluttir beina leið á gjörgæslu þar sem þeir fengu viðeigandi með- ferð. Mennirnir voru útskrifaðir af gjörgæsludeild í gærmorgun og eru að sögn læknis á batavegi. Ekki er vitað með vissu hvað það var sem mennirnir innbyrtu en svo virðist sem um fleiri en eitt efni hafi verið að ræða. - þo Tveir menn hnigu niður á bar: Á gjörgæslu eft- ir lyfjanotkun STJÓRNMÁL Heildareftirlauna- greiðslur til 164 fyrrverandi ráð- herra og þingmanna námu um 250 milljónum króna í fyrra að því er fram kemur í svari Þóreyjar Þórð- ardóttur hjá Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins (LSR), við fyrir- spurn Fréttablaðsins. Samtals voru greiddar út rúm- lega 49 milljónir til 35 ráðherra í fyrra en rúmlega 200 milljónir til 129 fyrrverandi þingmanna. „LSR hefur ekki upplýsingar um hverjir þiggi eftirlaun og fái jafnframt önnur laun,“ segir jafnframt í svari Þóreyjar. Samtals fá sex fyrrverandi ráð- herrar greidd eftirlaun og greiða jafnframt enn í LSR. Níu fyrrver- andi þingmenn fá greidd eftirlaun og greiða jafnframt til LSR. Heildareftirlaunagreiðsla til þingmanna og ráðherra árið 2004 var um 195 milljónir króna, árið 2005 219 milljónir, árið 2006 var hún 226 milljónir og árið 2007 nam hún 250 milljónum króna. - mh Eftirlaunagreiðslur til 164 fyrrverandi þingmanna og ráðherra: 250 milljónir í eftirlaun í fyrra ALÞINGI Eftirlaunagreiðslur til þingmanna og ráðherra hafa hækkað um 55 milljónir frá árinu 2004. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Klifraði fram af svölum Karlmaður slasaðist lítillega þegar hann féll niður úr tré við Njálsgötu á laugardagskvöld. Maðurinn var í gleð- skap á þriðju hæð þegar hann tók upp á því að príla af svölum hússins upp í nærliggjandi tré en fipaðist og féll til jarðar. LÖGREGLUFRÉTTIR Sautján ára á ofsahraða Lögreglan stöðvaði sautján ára öku- þór á Reykjanesbraut við Smáralind á laugardagskvöld. Sá ók á 157 kíló- metra hraða þar sem hámarkshraði er 70. ORKUMÁL Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur kært úrskurð Sam- keppniseftirlitsins um að OR megi ekki eiga meira en þriggja pró- senta hlut í Hitaveitu Suðurnesja (HS) til Áfrýjunarnefndar sam- keppnismála. Samkvæmt upplýsingum frá OR krefst fyrirtækið þess að fá að eiga tæplega þriðjungs hlut í HS. Orkuveitan eignaðist 16,58 pró- senta hlut í HS á síðasta ári, og gerði jafnframt samkomulag við Hafnarfjarðarbæ um kaup á 15,4 prósenta hlut í HS til viðbótar. Samkeppniseftirlitið úrskurðaði hins vegar um miðjan apríl að OR mætti ekki eiga meira en þriggja prósenta hlut í HS. Svo strangar takmarkanir komu forsvarsmönn- um bæði OR og Hafnarfjarðar- bæjar mjög í opna skjöldu. Til vara krefst OR þess að fá að halda eftir 16,58 prósenta hlut í HS, og að samningur við Hafnar- fjarðarbæ verði ógiltur. Til þraut- vara er þess krafist að OR fái að eiga meira en þriggja prósenta hlut í HS. Hafnarfjarðarbær skilaði inn greinargerð vegna kæru OR, þar sem tekið er undir aðalkröfu félagsins, segir Guðmundur Bene- diktsson bæjarlögmaður. Hafnar- fjarðarbær vill hins vegar ekki að samningi við OR verði rift. Óvíst er hvenær úrskurður fæst í málinu, en Guðmundur reiknar með því að þess verði ekki langt að bíða. - bj Orkuveita Reykjavíkur hefur kært úrskurð Samkeppniseftirlitsins um kaup í HS: Vilja fá að eiga þriðjungs hlut HITAVEITA Tekist er á um kaup OR á tæplega þriðjungs hlut í Hitaveitu Suðurnesja. HJÁLPARSTARF „Það er vissulega mikil upplifun að taka þátt í svona stóru verkefni og bæði forvitni- legt og erfitt að sjá hvernig pólit- íkin stjórnar öllu og hefur áhrif á hjálparstarfið,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, einn af stjórnendum alþjóðasveitar Slysavarnafélags- ins Landsbjargar og meðlimur í alþjóðlegu neyðarhjálparteymi Sameinuðu þjóðanna, sem nú er staddur við hjálparstörf í Taílandi vegna hamfaranna í Búrma. Gísli var sendur til Taílands á vegum Microsoft þar sem hann stýrir því verkefni að tengja hjálp- arsamtök á vettvangi. „Við höfum hannað ákveðið tölvukerfi fyrir Sameinuðu þjóð- irnar til að halda utan um alla samhæfingu og dreifa upplýs- ingum til þeirra aðila sem koma að hjálparstarf- inu. Við sátum yfir þessu alla síðustu viku og okkur tókst á fjórum dögum að búa til kerfi sem fullnægir þessum þörfum,“ útskýrir Gísli sem hefur aðsetur, ásamt fjölmörgum hjálparstarfs- mönnum, á svæðisskrifstofu Sam- einuðu þjóðanna í Bangkok. Rúmar tvær vikur eru liðnar síðan fellibylurinn Nargis gekk yfir Búrma. Stjórnvöld í Búrma segja að 78 þúsund manns hafi lát- ist í hamförunum en alþjóðlegar hjálparstofnanir óttast að fjöldinn sé mun meiri. Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til bágstaddra þar sem stjórnvöld hafna enn öllum beiðnum alþjóð- legra hjálparstofnana um leyfi til að dreifa neyðargögnum. Gísli segir skrítið að vera á staðnum og fylgjast með pólitík- inni. „Þetta kemur svo sem ekkert á óvart enda erfitt að eiga við her- foringjastjórnir en það er hálf súrrealískt að vera svona nálægt en fá samt ekki að vera á staðn- um. Við höfum heyrt frá hjálpar- starfsmönnum sem hafa fengið að fara inn í landið, og þar eru aðstæðurnar jafnvel enn súrreal- ískari því þeir fá ekkert að fara og eru fastir í höfuðborginni,“ segir hann. Gísli á sjálfur ekki von á að fara til Búrma, að minnsta kosti ekki á vegum Microsoft þar sem við- skiptabann ríkir milli Bandaríkja- manna og Búrma. „Ætli ég geri ekki meira gagn hér í Taílandi en hinum megin við landamærin. Það þarf einhver að hafa yfirsýn og í þessu tilviki þurfa þeir aðilar ekki að vera á staðnum. Það væri jafn- vel óhugsandi því í Búrma er ekki hlaupið að því að komast í netsam- band og allur tölvupóstur er rit- skoðaður. Símasamband er líka slitrótt svo þetta er ekki ákjósan- legt umhverfi fyrir samhæfingar- miðstöð,“ segir hann. Gísli reiknar með að koma heim í vikulok. thorgunnur@frettabladid.is Pólitíkin stjórnar því hverjir fá hjálp Talið er að milljónir manna hafi enn ekki fengið neyðaraðstoð eftir að felli- bylurinn Nargis reið yfir Búrma. Gísli Rafn Ólafsson, sem stýrir samhæfingu aðgerða á vegum Microsoft frá Bangkok í Taílandi, segir ástandið súrrealískt. GÍSLI RAFN ÓLAFSSON BEÐIÐ EFTIR MAT Fórnarlömb fellibylsins standa í röð eftir mat og öðrum hjálpar- gögnum skammt fyrir utan höfuðborgina. Talið er að á stórum svæðum hafi enn engin aðstoð borist. NORDICPHOTOS/AFP Já, en Sóley, er Vigdís ekki kona? Það mætti réttlæta það með gömlu tuggunni um að konur séu líka menn ef einhverjum finnst enn hræðilegt að heiðra konur. Reykjavíkurráð ungmenna vill að reist verði stytta af Vigdísi Finnbogadóttur. Ekki hefur tíðkast til þessa að reisa konum slíka minnisvarða. Sóley Tómas- dóttir er borgarfulltrúi og femínisti. SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.