Fréttablaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 4
4 19. maí 2008 MÁNUDAGUR BOSTON, AP Bandaríski öldungar- deildarþingmaðurinn Edward Kennedy er á batavegi eftir að hafa veikst á heimili sínu. Hann mun dvelja á sjúkrahúsi í Boston næstu daga og gangast undir umfangsmiklar rannsónir. Fyrst var talið að Kennedy hefði fengið heilablóðfall en svo reyndist ekki vera. Í október síðastliðnum gekkst hann undir aðgerð sem var ætlað að koma í veg fyrir hjarta- áfall. Kennedy, sem er 76 ára, er sá eini af hinum frægu Kennedy- bræðrum sem er á lífi. Elsti bróðir hans Jopeph lést í síðari heims- styrjöldinni, John F. Kennedy, fyrrverandi forseti, var myrtur árið 1963, rétt eins og þriðji bróðir- inn Robert, fimm árum síðar. - fb Edward Kennedy á batavegi: Gengst undir rannsóknir EDWARD KENNEDY Bandaríski þingmað- urinn er á batavegi eftir að hafa veikst á heimili sínu. LÖGREGLUMÁL Tveir karlmenn voru handteknir á laugardags- kvöld grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis. Mennirnir voru saman í bifreið sem lenti aftan á strætisvagni á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar laust fyrir mið- nættið með þeim afleiðingum að bíllinn kastaðist á grindverk sem skilur að akreinar. Þegar lögregla kom á staðinn gátu mennirnir ekki gert grein fyrir því hvor þeirra hafði ekið bílnum og voru þeir því báðir handteknir og látnir sofa úr sér á lögreglu- stöð. Þrír aðrir ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu grunaðir um ölvunarakstur í fyrrinótt og einn er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum lyfja. - þo Handteknir fyrir ölvunarakstur: Vildu ekki segja hvor ók bílnum Jörð skalf við Kleifarvatn Mikil skjálftavirkni var við Kleifar- vatn í fyrrnótt og mældust tæplega 50 skjálftar þar frá miðnætti og til klukkan hálf sjö í gærmorgun. Stærsti skjálftinn mældist 3,3 á Richter og varð klukkan 00.45, hans varð vart víða á höfuðborgarsvæðinu. JARÐSKJÁLFTI VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Bassel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 14° 13° 12° 12° 11° 13° 17° 19° 20° 19° 21° 20° 15° 21° 17° 32° 20° 15° Á MORGUN Austlægar áttir um allt land. MIÐVIKUDAGUR Austlæg eða norðaustlæg átt. 8 7 7 9 9 10 8 10 9 9 8 8 7 8 7 8 8 9 12 8 5 5 5 6 4 4 4 4 3 3 3 SVIPAÐ VEÐUR verður á öllu land- inu líkt og verið hefur undanfarið með úrkomulofti eða skúrum norð- an til. Styttir upp í kvöld og nótt, hægur vindur um allt land og hiti á bilinu 7-13 stig yfi r daginn. Elín Björk Jónsdóttir Veður- fræðingur Dyravörður barinn í höfuðið Dyravörður á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur var barinn í höfuðið með glerflösku þegar hann reyndi að stöðva slagsmál í fyrrinótt. Hann var fluttur á slysadeild en meiðsli hans reyndust ekki alvarleg. LÖGREGLUFRÉTTIR VINNUMARKAÐUR „Ég gef mér að þetta muni taka nokkra daga í viðbót. Viðræður ganga í sjálfu sér ágætlega fyrir sig en það er að mörgu að hyggja og kjara- samningar verða ekki hristir fram úr erminni á mjög snögg- soðinn hátt,“ segir Ögmundur Jónason, formaður BSRB. Fulltrúar bandalagsins funduðu í gær með samninganefnd ríkisins og munu aftur hittast klukkan 13 í dag. Ögmundur segir að enn liggi ekkert fyrir um upphæðir eða samningstíma en báðum aðilum sé umhugað um að ljúka samning- unum sem fyrst. Samninganefnd Starfsgreina- sambandsins fundaði einnig með fulltrúum ríkisins í gær. Áfram- hald verður á þeim viðræðum í dag. - þo Samningar BSRB og ríkisins: Viðræðurnar ganga ágætlega LÖGREGLUMÁL Karlmaður á þrítugsaldri höfuðkúpubrotnaði þegar ráðist var á hann í Þver- holti í fyrrinótt. Árásin átti sér stað á sjötta tímanum og var maðurinn á gangi þegar nokkrir menn stukku út úr bifreið sem ekið var fram hjá og réðust á hann. Var hann meðal annars laminn í höfuðið með barefli með fyrrgreindum afleiðingum. Maðurinn sem ráðist var á var fluttur á sjúkrahús en reyndist ekki í lífshættu. Hann er á batavegi. Lögregla rannsakar málið og grunar hverjir kunna að hafa verið að verki. - þo Ráðist á mann í Þverholti: Höfuðkúpubrot- inn eftir árás STJÓRNMÁL „Ég held að Frjálslyndi flokkurinn sé að leika sér að eldin- um í allri innflytjendaumræðu, og það sýndi sig á Akranesi. Þetta er ekki mál sem er pólitískt klókt hjá þeim að keyra á,“ segir Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræð- ingur og lektor við Háskólann á Akureyri, um meirihlutaskiptin á Akranesi á miðvikudag. Ástæða þess að bæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra gekk í Sjálfstæðisflokk- inn var afstaða Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslyndra, til móttöku flótta- manna á Akranesi. Aðspurður hvort afstaða Magnúsar sé í beinum tengslum við stefnu flokks hans í málefnum innflytjenda segir Birgir erfitt að fullyrða nokkuð um það. „Magnús segir málið snúast um bæjarpólit- ík og aðferðafræði en ekki stefnu flokksins í málefnum útlendinga, og það getur vel verið lögmætt sjónarmið hjá honum. Hins vegar hlýtur það að teljast mjög athygl- isverð tilviljun ef svo er. Stefna Frjálslyndra í þessum málum hefur verið mjög til umræðu síðan í október 2006 og ekki nema eðli- legt að fólk velti fyrir sér hvort samhengi sé þarna á milli. Eins er eðlilegt að fólk spyrji hvort þarna séu kynþáttafordómar á ferð. Frjálslyndi flokkurinn getur ekki kvartað yfir slíkum spurningum í ljósi sögunnar,“ segir Birgir. - kg Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur um meirihlutaskiptin á Akranesi: Frjálslyndir að leika sér að eldi BIRGIR GUÐMUNDSSON stjórnmála- fræðingur segir Frjálslynda leika sér að eldinum í innflytjendaumræðu. FASTEIGNAMARKAÐUR „Það er verið að nota íbúðarhúsnæði almennings núna til þess að ná tökum á verð- bólgunni,“ segir Ingibjörg Þórðar- dóttir, formaður Félags fasteigna- sala. Ingibjörg segir óvissuna um þær breytingar sem til stendur að gera á starfsemi Íbúðalánasjóðs ekki hagstæða fyrir almenning. Það að sá möguleiki sé fyrir hendi að lánum sjóðsins verði skipt upp í haust, annars vegar fyrir almenna lántakendur með hærri vöxtum og hins vegar fyrir þá tekjulægri með lægri vöxtum, telur hún verða til þess að fólk flýti sér að taka lán fyrir haustið á þeim vöxtum sem nú eru fyrir hendi. Spurð hvort auknar lántökur fólks á fasteigna- markaðnum séu ekki gleðiefni fyrir fasteignasala sem nú hafa búið við að fólk hefur frekar haldið að sér höndum, til dæmis vegna spár Seðlabankans um lækkun fasteigna- verðs, svarar Ingi- björg: „Við erum ekki að hugsa um okkur heldur hvað kemur almenn- ingi í landinu best. Það gerir þessi sjóður.“ Þá segir Ingibjörg einnig að sér þyki „alvarlegt og ósanngjarnt að ráðist sé að einum þætti til að ná tökum á verðbólgunni,“ en það telur hún ríkisstjórnina hafa mark- visst gert að undanförnu þegar kemur að húsnæðismarkaði og látið fasteignamarkaðinn og alla þá starfsmenn sem koma að honum súpa seyðið af því. „Þetta er þjóð- félagleg meinsemd því margfeldis- áhrifin eru mikil og teygja sig inn í fjölda annarra atvinnugreina.“ „Það er svo mikill hræðsluáróð- ur í gangi,“ segir hún. Bendir hún á að spár um lækkandi fasteignaverð síðustu ár hafi ekki gengið eftir, og þau orð um að þegar gæti lækkun- ar á markaðnum séu ekki marktæk að því leyti að verið sé að bera saman söluverð nú og í fyrra við mjög ólík skilyrði og ólíkan fjölda eigna. „Núna er markaðnum haldið í gíslingu,“ segir hún. „Fólk á þó ekki að einblína á bankana. Þeir voru ekki inni á þess- um markaði fyrir árið 2004. Þeir möguleikar sem voru þá fyrir eru enn til staðar, það er að segja Íbúða- lánasjóður og lífeyrissjóðirnir, og við því á ekki að hrófla. Það er talað um að virk samkeppni eigi að vera en hún hefur ekki verið fyrir hendi hjá bönkunum hvort sem er heldur fara þeir inn og út af markaðnum eftir því sem þeim hentar,“ segir hún. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Lands- bankans, segir ekki endilega lík- legt að almenningur flýti sér að taka lán þegar verðið sé jafn hátt og nú. Hún segir þó nær öruggt að verðtryggðir vextir muni hækka þegar líður á haustið. Það hafi þó ekkert að gera með breytingar á Íbúðarlánasjóði heldur sé skýring- in samspil verðbólgu og vaxta en verðtryggðir vextir séu eins og er óvenjulágir. karen@frettabladid.is Segir fasteignamarkað í gíslingu stjórnvalda Formaður Félags fasteignasala segir ríkisstjórnina láta fasteignamarkaðinn gjalda í tilraunum til að koma böndum á verðbólguna. Yfirmaður í Landsbankanum segir nær öruggt að vextir hækki í haust hvað sem breytingum á sjóðnum líður. INGIBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR EDDA RÓS KARLSDÓTTIR ÍBÚÐARHÚSNÆÐI Formaður Félags fast- eignasala segir líklegt að fólk flýti sér að taka lán hjá Íbúðalánasjóði nú þar sem líklegt sé að að vextir hækki í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GENGIÐ 16.05.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 147,7172 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 73,88 74,24 143,94 144,64 114,22 114,86 15,307 15,397 14,518 14,604 12,224 12,296 0,7047 0,7089 119,44 120,16 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Flugsagan og frumkvöðlarnir Pallborð með flugsögunni. Gamlar hetjur. Haldið í Skýli 25 í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli kl. 20:00. Fundarstjóri Ómar Ragnarsson. Mánudagur 19. maí 2008 á Reykjavíkurflugvelli sjá nánar á www.flugmal.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.