Fréttablaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 6
6 19. maí 2008 MÁNUDAGUR www.jonogoskar.is Laugavegur 61 / Smáralind / Kringlan P IP A R • S ÍA • 8 1 0 1 7 Stúdentastjarnan og -rósin 2008 fallegar stúdentsgjafir sem fást hjá okkur 14 kt. gull 8.300 kr. Stjarnan 9.300 kr. Rósin Ferðaskrifstofa á mann miðað við 2 fullo rðna og 2 börn á Alagom ar í 7 nætur. Verð miðað við 2 í íbúð 59.874 kr . Verðdæmið miðast við b rottför 28. ágúst. Innifal ið í verði: Flug, fl ugvallaskattar, gi sting og íslensk fararstjó rn. SUÐUR-AFRÍKA, AP Að minnsta kosti sjö létust og tugir særðust um helgina eftir að ofbeldismenn ruddust um úthverfi Jóhannesar- borgar í Suður-Afríku og höfðu uppi kynþáttaáróður. Tvö fórnarlambanna voru brennd til bana og þrjú til viðbótar lamin til ólífis. Rúmlega fimmtíu manns voru jafnframt flutt á sjúkrahús með skot- og stungusár. Mikil ofbeldisalda hefur gengið yfir borgina undanfarna viku. Hófst hún í hverfinu Alexandra þegar reiðir íbúar sökuðu útlend- inga, sem margir eru flóttamenn frá Simbabve, um að taka frá þeim störf og húsnæði. Yfirvöld segja að skipulögð glæpagengi hafi notfært sér atburðina sem afsökun fyrir því að stela og skjóta á fólk. Thabo Mbeki, forseti Suður- Afríku, ætlar að setja á fót nefnd til að rannsaka atburðina. Forseti Afríska þjóðarráðsins, Jacob Zuma sem er líklegur til að taka við embættinu af Mbeki á næsta ári, fordæmdi árásirnar. „Suður- Afríka má ekki vera þekkt fyrir útlendingahatur,“ sagði hann. Stjórnvöld í landinu hafa að undanförnu reynt að breyta ímynd Jóhannesarborgar sem glæpa- höfuðborgar heimsins fyrir heims- meistarakeppnina í fótbolta sem verður haldin þar eftir tvö ár. Rúmlega fimmtíu morð eru fram- in í borginni á hverjum degi. Hundruð þúsunda innflytjenda búa í Jóhannesarborg, margir hverjir án tilskilinna leyfa. - fb Forseti Afríska þjóðarráðsins fordæmir ofbeldisöldu í Jóhannesarborg: Burt með útlendingahatrið JACOB ZUMA Forseti Afríska þjóðarráðs- ins hefur fordæmt ofbeldið í Jóhannes- arborg í Suður-Afríku. EFNAHAGSMÁL Íslenska ríkið gæti haft af því tals- verðan kostnað að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn og grípa til mögulegra annarra aðgerða vegna hrær- inga í efnahagslífinu undanfarið. Geir H. Haarde forsætisráðherra útilokar ekki að það verði viðvarandi verkefni stjórnvalda að berjast gegn óprúttnum aðilum sem sjái sér ávinning í því að setja klærnar í íslenskt efnahagslíf. „Það má vel vera að þetta sé dæmi um hluti sem þurfa sífellt að vera í vinnslu. Eftir því sem okkar hagkerfi verður opnara, og fjármagnshreyfingar mikilvægari, er því brýnna að vera með öfluga varasjóði,“ segir Geir H. Haarde forsætisráðherra. Gjaldeyrissamningar við seðlabanka Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar sem kynntir voru fyrir helgi kosta hvorki Seðlabankann né ríkið nokkuð, nema lánsheimildirnar séu nýttar, segir Geir. „Þetta er fyrst og fremst varnarviðbúnaður sem bankinn er að koma sér upp, en auðvitað er ekki hugmyndin að nýta þetta nema ef í harðbakkann slær. Þetta er viðbúnaður sem best er að þurfa ekki að nota,“ segir Geir. Tekið var lán til að styrkja gjaldeyrisforðann á síðasta ári, og er nú unnið að undirbúningi frekari lántöku, segir Geir. Hann vill þó ekki upplýsa hvort lánið verði tekið, né hvenær af því verði. „Það er ekki hægt að lýsa þessu eins og fótbolta- leik, þetta kemur þegar það kemur,“ segir Geir. „Í þessu gildir bara því fyrr því betra, en þó er mikilvægt að rasa ekki um ráð fram, og gera þetta af yfirvegun. Það held ég að hafi tekist hingað til,“ segir hann. Þó að gjaldeyrisskiptasamningurinn kosti ríkið ekki krónu kostar möguleg lántaka ríkið fé vegna vaxtagreiðslna. Geir bendir þó á að þar sem lánið sé ekki hugsað til fjárfestinga eða eyðslu verði það væntanlega endurfjárfest, þó með þeim hætti að hægt verði að grípa til peninganna ef þörf krefji. Þá velti endanlegur kostnaður ríkisins á kjörum á láninu annars vegar, og hagnaði af endurfjárfest- ingu hins vegar. Þau kjör liggi ekki fyrir. brjann@frettabladid.is Öflugir varasjóðir sífellt mikilvægari Það gæti orðið viðvarandi verkefni stjórnvalda að bregðast við áreiti gegn ís- lensku efnahagslífi, segir forsætisráðherra. Ekki hefur verið tilkynnt um næstu aðgerðir stjórnvalda, en líklegt að gjaldeyrisvarasjóður verði efldur á næstunni. VIÐBRÖGÐ Ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir að bregðast seint við vanda í efnahagslífinu. Geir H. Haarde segir að ekki borgi sig að rasa um ráð fram. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SEGIR EKKI ÁHERSLUMUN Í UMRÆÐU UM ESB Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki áherslumun á því hvernig hann og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður flokksins, tali um stefnuna í Evrópumálum. Geir sagði á fundi Sjálfstæðisflokks- ins á laugardag að Íslandi sé betur borgið utan Evrópusambandsins (ESB) en innan þess. Þorgerður Katrín hefur talað fyrir því að byrjað verði á nauðsynlegum stjórn- arskrárbreytingum vegna mögulegrar aðildar að ESB fyrir lok kjörtímabilsins. Þá sagði hún á fundi fyrir helgi að treysta yrði þjóðinni til að kjósa um mikilvæg mál, þar með talið aðild að ESB. Hún sagði þó slíka atkvæða- greiðslu í fyrsta lagi geta orðið á næsta kjörtímabili. „Við erum bæði með landsfundarsamþykktina frá því í fyrra sem grundvöll, og þar er mörkuð skýr stefna,“ segir Geir. „Við þurfum kannski að vera duglegri að útskýra á hvaða forsendum stefna flokksins er byggð. Svo verður að koma í ljós hvað verður með þjóðarat- kvæðagreiðslur eða stjórnarskrárbreytingar.“ Ekki er tímabært að kveða upp úr með þjóðarat- kvæðagreiðslu nú, þar sem ljóst sé að hún geti fyrst orðið á næsta kjörtímabili, segir Geir. Engin sérstök stefnumörkunarvinna sé í gangi innan flokksins vegna Evrópumála. Geir telur afar ólíklegt að flokkurinn fari sömu leið og Samfylkingin, sem leyfði flokksmönnum að kjósa um stefnuna. FINNLAND, AP Finni á þrítugsaldri skaut mann til bana og særði annan áður en hann framdi sjálfsvíg í norðurhluta Finnlands. Áður en maðurinn framdi ódæðið hafði hann starfað sem friðar- gæsluliði í Kosovo, en hafði komið þaðan fyrir viku. Ekki er vitað hvað honum gekk til. Atvikið varð fyrir utan næturklúbb í bænum Rovaniemi. Svo virðist sem maðurinn hafi skotið úr skammbyssu sinni á þá sem yfirgáfu klúbbinn með fyrrgreindum afleiðingum. Að sögn lögreglunnar hafði maður- inn ekkert yrt á fórnarlömb sín áður en hann hleypti af. - fb Skotárás í Finnlandi: Myrti einn og særði annan Hefur þú áhyggjur af stöðu íslenska geitfjárstofnsins? Já 48,9% Nei 51,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Vilt þú að reist verði stytta af Vigdísi Finnbogadóttur fyrir framan tónlistarhúsið sem nú er í byggingu? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.