Fréttablaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 49
MÁNUDAGUR 19. maí 2008 17 UMRÆÐAN Hlynur Hallsson skrifar um leikskólamál Það virðast vera einhver undar-leg trúarbrögð hjá ákveðnum aðilum innan Sjálfstæðisflokksins að einkavæðing, einkarekstur og úthýsing sé það sem muni bjarga öllu og vera mun hagstæðara fyrir samfélagið. Hægt er að benda á mörg dæmi um að þetta sé fullkominn mis- skilningur. Einkavæðing á rafveit- um og almannaþjónustu hefur reynst dýrari fyrir samfélagið en opinber rekstur. Meirihluti bæjar- stjórnar Akureyrar ákvað á síð- asta kjörtímabili að bjóða út rekst- ur á leikskólanum Hólmasól. Í fyrstu lotu sótti enginn um að reka leikskólann með þessum hætti en þegar aftur var gerð atlaga að málinu fékkst einn umsækjandi, Hjallastefnan ehf. Þá þegar var ljóst að bærinn þyrfti að kosta meiru til þessa leikskóla en ann- arra leikskóla í bænum og var í raun stórfurðulegt og full ástæða til að hætta við áformin. Auðvelt hefði verið að taka upp kynskipt- ingu eða svokallaða hjallastefnu í leikskólanum en það hefur verið gert með góðum árangri hjá Reykjavíkurborg og á hagstæðari hátt en Hjallastefnan ehf. treystir sér til að gera. Hólmasól kostar meira Nú stefnir í að leikskólinn Hólmasól verði Akureyrarbæ enn kostnaðarsamari en fyrirséð var. Samningur bæjaryfirvalda við Hjallastefnuna ehf. er vísitölu- bundinn meðan aðrir leikskólar á Akureyri fá fasta upphæð árið 2008. Nú rýkur verðbólgan upp í um 12% og þá er augljóst að fram- lög til Hólmasólar munu hækka meðan aðrir leikskólar þurfa að herða sultaról- ina til að halda sér innan fjár- hagsáætlunar. Hvert pláss á Hólmasól er nú þegar dýrara fyrir Akureyr- arbæ og for- eldra en pláss á öðrum leikskól- um. Foreldrar barna á Hólmasól þurfa að greiða aukalega um 1.900 kr. á mánuði í ýmis gjöld eins og fyrir heimasíðu leikskólans. Fjölbreytt skólastefna af hinu góða Fjölbreytt skólastarf er mikil- vægt og Vinstrihreyfingin − grænt framboð styður heilshugar frumkvæði foreldra og fjöl- breytni í skólastarfi á öllum skólastigum. Leikskólar á Akur- eyri eru fjölbreyttir og leggja áherslu á mismunandi þætti eins og heimspeki, fjölmenningu og hreyfingu svo dæmi séu tekin. Akureyrarbær mætti gjarnan beita sér fyrir enn fjölbreyttari stefnu í starfi leikskóla í sam- vinnu við foreldra með stefnur eins og Waldorfstefnuna eða Reggio Emilio svo dæmi séu nefnd. Leikskólar Akureyrar eru vel reknir og mannaðir hæfu og menntuðu starfsfólki og til fyrir- myndar. Það að skólunum sé mis- munað fjárhagslega á ekki að eiga sér stað. Það er ljóst að einka- rekstrarstefna Sjálfstæðisflokks- ins hefur enn og aftur beðið skip- brot og nú bitnar það á foreldrum barna á Akureyri og Akureyrar- bæ. Þessi grein er ekki skrifuð sem gagnrýni á Hjallastefnuna eða leikskólann Hólmasól heldur til að benda á þann aukna kostnað sem einkavæðing hefur í för með sér. Einkarekstur á ekki að koma að ofan en ef foreldrar vilja koma að rekstri leikskóla er það sjálf- sagt og hið besta mál. Höfundur er varafulltrúi Vinstri- hreyfingarinnar − græns framboðs í skólanefnd Akureyrarbæjar. SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein- ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. Leikskóla úthýst - aukinn kostnaður fyrir Akureyri Það ríkti engin sátt UMRÆÐAN Grétar Mar Jónsson skrifar um eftirlaunafrumvarpið Það vildi svo til að ég sat sem varaþingmaður í desember 2003 þegar hið umdeilda eftir- launafrumvarp kom inn í þingsali Alþingis. Í fyrstu umræðu um málið lýsti ég þeirri skoðun minni að ég væri andvígur þessu máli sökum þeirr- ar stöðu sem uppi var gagnvart öryrkjum og atvinnulausum á þeim tíma. Ég er sömu skoðunar í dag og lít svo að engin sérkjör eigi að gilda um lífeyrisréttindi alþingis- manna og ráðherra umfram það sem gerist á vinnumarkaði. Það var óverjandi frá mínum bæjar- dyrum séð að hið opinbera væri á sama tíma að auka réttindi æðstu embættismanna ríkisins. Við vorum fjórir þingmenn Frjálslynda flokksins sem greidd- um atkvæði á móti þessu frum- varpi sem knúið var í gegn af þáverandi meirihluta ríkisstjórn- arflokkanna. Það verður mjög fróðlegt að vita hvað núverandi ríkisstjórn hyggst fyrir varðandi breytingar á þessu umdeilda frumvarpi nú, sem við þingmenn stjórnarandstöðu mátt- um heyra af í fjölmiðlum nýlega. Ég legg til að menn stígi skrefið til fulls og afnemi þessi sérrétt- indi, sem þarna voru færð í lög, að fullu og öllu en það væri Alþingi til sóma. Höfundur er þingmaður Frjáls- lynda flokksins í Suðurkjördæmi. GRÉTAR MAR JÓNSSON HLYNUR HALLSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.