Fréttablaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 55
MÁNUDAGUR 19. maí 2008 23 ■ Írski kalkúninn Dustin fær mikinn meðbyr í Belgrad. Þar komst hann í sjónvarpsviðtal með sigurvegara síðustu keppni, Maríu Serifovic, sem lýsti því yfir að hún vonaði að kalkúninn myndi vinna. Þá hefur hinn heimsfrægi tískumógúll Jean Paul Gaultier, sem er í frönsku sendinefndinni og lýsir keppn- inni í franska sjónvarpinu, falast eftir fundi með kalkúnanum til að láta þá ósk sína rætast að smellt verði mynd af þeim saman. ■ Rússar hafa tapað stríðinu gegn Grikkjum um sviðsmynd- ina í Beogradska-höllinni. Dima Bilan, keppandi Rússa, verður að gjöra svo vel að sleppa risa- stórum stiga sem hann ætlaði að drösla upp á svið. Hann þarf þó ekki að örvænta því eftir af sviðsmyndinni er pallur úr klaka sem skautadrottning mun sýna listir sínar á. Sjálfur verður Dima svo berfættur og lætur skína í bringuhárin á meðan hann engist á sviðinu í mikilli innlifun. ■ Hinir finnsku Teräsbetoni fara alla leið í þungarokkinu og bjóða upp á flugelda, sprengjur og allra handa eldglæringar. Þessir fimm vörpulegu menn eru auðvitað í leðri frá toppi til táar og gefa löndum sínum í Lordi lítið eftir í töffaraskap. Allir vilja kalkúnann ÞAÐ YRÐI SAGA TIL NÆSTA BÆJAR EF SOKKABRÚÐA YNNI EUROVISION Dustin the Turkey brýtur blað og er eftirsóttur í Belgrad. Leikkonan Lucy Liu hefur lagt boxhanskana á hilluna eftir að hafa stundað íþróttina grimmt að undanförnu. Liu, sem hefur leikið í Charlie´s Angels og Kill Bill, steig fyrir skömmu inn í hringinn á móti annarri stúlku og lenti í miklum hremmingum. „Ég steig inn í hringinn á móti þessari stelpu og hún lamdi mig beint á nefið. Það var rosalega sárt. Ég nefbrotnaði ekki en ég sá samt stjörnur. Þetta gerði útslagið. Ég held ég sé ekki nógu sterk til að þola þetta lengur,“ sagði Liu. Hvílir sig á boxinu LUCY LIU Leikkonan Lucy Liu er hætt að boxa eftir að hafa næstum nefbrotnað á dögunum. ÞRÍR DAGAR TIL STEFNU Á meðan Ellen DeGeneres er rífandi hamingjusöm og á leið upp að altarinu með kærustu sinni, Portiu Di Rossi, er fyrrverandi kærasta hennar, leikkonan Anne Heche í verri málum. Eftir að framleiðslu þáttanna Men In Trees, þar sem Anne Heche fór með aðalhlutverkið, var hætt er fjárhagsstaða hennar orðin svo slæm að hún hefur ekki efni á að borga fyrrverandi eiginmanni sínum, Coley Laffoon, þá 15 þús- und dollara á mánuði sem dómstóll úrskurðaði að honum bæri að fá þegar þau skildu. Heche freistar þess nú að fá úrskurðinum breytt í ljósi breyttra aðstæða, og í skjölum sem hafa verið lögð fyrir dómstól skrifar Heche að hún eigi í miklum fjárhagskröggum, þar sem hún þurfi einnig að borga fyrir eigið húsnæði og bíl, auk skólagöngu sonar síns, sem er í einkaskóla. Skilnaður Laffoons og Heche var ekki í hópi þeirra fegurstu, en Laffoon kallaða leikkonuna meðal annars slæma móður. Heche svar- aði fyrir sig og sagði að Laffoon gerði lítið annað en að „sitja bara heima og skoða klámsíður“. Heche og DeGeneres voru saman í þrjú ár, en hættu saman árið 2000. Ári síðar gaf Heche út ævisögu sína, þar sem hún segist hafa átt við geðræn vandamál að stríða stærst- an hluta ævi sinnar, eftir að hafa verið misnotuð kynferðislega af föður sínum. Hún er nú með leik- aranum James Tupper, sem lék einmitt á móti henni í Men In Trees. Heche er skítblönk SKRAUTLEGUR SKILNAÐUR Skilnaður þeirra Heche og Laffoons var ekki fallegur, og nú segist Heche ekki lengur geta greitt honum þá mánaðarlegu upphæð sem um samdist við skilnaðinn. NORDICPHOTOS/GETTY Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is VIÐ HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK Tækni- og verkfræðideild HR býður upp á BSc NÁM Í VERKFRÆÐI • BSc í fjármálaverkfræði • BSc í hátækniverkfræði Tækni- og verkfræðideild HR leggur áherslu á framúrskarandi kennslu, öflugar rannsóknir og sterk tengsl við atvinnulífið. Umsækjendur í grunnnám í verkfræði þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða hafa sambæri- lega menntun og með haldgóða þekkingu í stærðfræði, raungreinum, íslensku og ensku. Miðað er við að nemandi hafi lokið a.m.k. 21 einingu í stærðfræði og 6 einingum í eðlisfræði. • BSc í heilbrigðisverkfræði • BSc í rekstrarverkfræði www.si.is Dagskrá 8.00 Morgunverður í boði SI 8.30 Árni Mathiesen, fjármálaráðherra Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri BM Vallár Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis 10.00 Fundarlok Það er ljós í myrkrinu Samtök iðnaðarins boða til morgunverðarfundar um ástand og horfur í bygginga- og mannvirkjagreinum í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal, þriðjudaginn 20. maí kl. 8.00–10.00. Fundarstjóri er Helgi Magnússon, formaður SI Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Skráning á mottaka@si.is – leiðir til úrbóta í byggingariðnaði – A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.