Fréttablaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 64
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þráins Bertelssonar Í dag er mánudagurinn 19. maí, 141. dagur ársins. 3.59 13.24 22.51 3.22 13.09 22.59 Fyrir helgi kvað Geir H. Haarde formaður Flokksins og forsæt- isráðherra Íslands upp úr með skoðanir sínar á aðild Íslands að Evrópusambandinu. Í fyrsta lagi, að þegar vegnir væru kostir og gallar þess að ganga í Evrópusambandið væru kostirnir léttvægari [sic!]. „Þess vegna vil ég ekki ganga í Evrópusamband- ið.“ Sagði Geir. Í öðru lagi sagði Geir að ef við værum í Evrópusambandinu hefðu stjórnvöld ekki haft jafnt svigrúm til að laga sig að breyt- ingum í alþjóðlegu umhverfi eins og gert hefði verið á síðustu mán- uðum (sic!) ... Eina svigrúmið sem við hefðum haft væri á vinnu- markaði þar sem hægt væri að segja upp fólki og auka þannig atvinnuleysi. „Viljum við það? Ég vil það ekki.“ Sagði Geir. FORSÆTISRÁÐHERRANN sagði að á grundvelli EES-samn- ingsins hefðum við einhverja ákveðna stöðu gagnvart ESB. „En ég held að ef við værum komnir inn í sambandið og sætum við þetta stóra borð yrði lítið hlustað á okkar rödd.“ Sagði Geir – sem getur stundum verið dáldið lítill í sér. ÞETTA svartagallsraus þótti mér leiðinlegt að sjá haft eftir forsætis- ráðherranum mínum og nú langar mig að púrra hann upp: Fyrsta tak- mark Evrópusambandsins og höfuð- tilgangur er að Frakkar og Þjóðverj- ar fari aldrei framar í stríð sín á milli og fleiri heimstyrjaldir breið- ist ekki út frá Evrópu. Í stað stríða skulum við stunda friðsamlegt sam- skipti. Þessu markmiði hefur verið náð. Ég tel það henta hagsmunum þjóðar minnar. Um hagsmuni Flokksins þíns veit ég fátt. En hitt veit ég að forsætisráðherra Íslands á að taka hagsmuni þjóðarinnar fram yfir hagsmuni Flokksins. EVRÓPUSAMBANDIÐ er ævin- týrið sem álfan okkar þurfti á að halda eftir hinar hræðilegu heims- styrjaldir á síðustu öld. Hvar ævin- týrið endar vitum við auðvitað ekki – en góði Geir, ekki loka þig inni í Valhöll, komdu og vertu með í ævintýrinu. Og umfram allt leyfðu þjóðinni að ráða sér sjálfri, hvað svo sem BB og Flokkurinn tautar. Þetta snýst um frið og framtíðar- sýn og samstöðu gegn aðsteðjandi hættum. Ekki um hvort hægt sé að hafa út úr Evrópusambandinu fáeinar krónur (evrur) og láta ekkert af hendi í staðinn. Góði Geir, gerðu það, vertu memm!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.