Fréttablaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 6
6 20. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR Vilt þú að reist verði stytta af Vigdísi Finnbogadóttur fyrir framan tónlistarhúsið sem nú er í byggingu? Já 53,1% Nei 46,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að breyta eða fella út lög um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra og þingmanna fyrir þinghlé í næstu viku? Segðu þína skoðun á visir.is ALÞINGI Menntamálanefnd Alþing- is gerir þær breytingar á frum- vörpum um leikskóla og grunn- skóla að starfshættir skulu mótast af „kristinni arfleifð íslenskrar menningar“, auk annars. Í gildandi lögum um leikskóla og grunnskóla er kveðið á um að starfshættir þeirra skulu meðal annars mótast af kristilegu sið- gæði. Í frumvörpum menntamála- ráðherra er ekki fjallað um kristni en þess í stað um siðferðisvitund, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Rökin fyrir breytingunum á gildandi lögum voru þau að íslenskt samfélag hefði breyst á undanförnum árum. Fjöldi fólks með ólíkan bakgrunn, hefðir og trúarbrögð hefði flutt til landsins. Þá hefði þeim fjölgað sem stæðu utan þjóðkirkjunnar og stunduðu önnur trúarbrögð. Auk kristinnar arfleifðar eiga starfshættir leik- og grunnskóla að mótast af umburðarlyndi og kærleika, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir mann- gildi, samkvæmt breytingartillög- um menntamálanefndar. Sigurður Kári Kristjánsson, for- maður nefndarinnar, segir breyt- inguna lagða til þar sem saga og menning og þau gildi sem þjóðfé- lagið byggi á séu svo samofin kristinni arfleifð samfélagsins að eðlilegt sé að starfshættir leik- og grunnskóla taki mið af því. „Það er mín skoðun að engin ástæða sé til að afneita faðerninu eins og það hefur verið síðustu þúsund árin og það getur ekki skaðað nemend- urna eða skól- ana að starfs- hættir mótist af þessum grund- vallaratriðum. Þetta hefur staðið í lögun- um og við telj- um ástæðu til að það geri það áfram.“ Sigurð- ur segir breyt- inguna ekki fela í sér að stunda beri trúboð í skólum og telur hana ekki brjóta á þeim sem ekki eru kristinnar trúar. Önnur gildi starfsháttanna tryggi það auk þess sem stjórnarskráin verji jafnræði borgaranna. Sigurður segir skiptar skoðanir um málið innan menntamála- nefndar en tveir nefndarmenn, Höskuldur Þórhallsson og Kol- brún Halldórsdóttir, skrifa með fyrirvara undir nefndarálitin sem taka til frumvarpanna í heild. Þá segir hann breytingarnar gerðar með vitund og vilja Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra en frumvörpin voru byggð á starfi sérskipaðra nefnda. bjorn@frettabladid.is Kristnin komin aftur í frumvörp um skóla Starfshættir leik- og grunnskóla eiga að mótast af „kristinni arfleifð íslenskrar menningar“, að tillögu menntamálanefndar Alþingis. Frumvörp menntamála- ráðherra gerðu ráð fyrir að ekki yrði minnst á kristni í lögum um skólastarf. SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON SKÓLASTARF Verði breytingartillögur menntamálanefndar á frumvarpi um skólastarf samþykktar munu starfshættir í leik- og grunnskólum mótast af „kristinni arfleifð íslenskrar menningar“. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KJÖRKASSINN FÉLAGSMÁL Talið er að um tíu prósent barna á forskólaaldri eigi við einhvers konar málhömlun að etja sem þarfnist meðhöndlunar talmeinfræðings, að sögn Þóru Másdóttur, verkefnisstjóra Heyrnar- og talmeinastöðvar. Hún segir of fá þessara barna fá þá þjónustu og sé lítil nýliðun og brottfall úr stéttinni aðalástæða þess. Þóra segir að þrátt fyrir að æ færri fjölskyldur leiti eftir þjónustu talmeinafræðinga, þar sem greiðsluþátttaka hins opinbera hafi orðið þyngri í vöfum eftir að flestir talmeinafræðingar sögðu sig frá gildandi samningi við samninganefnd heilbrigðis- ráðherra, séu biðlistar eftir þjónustu mjög langir. Komið sé upp ófremdarástand í þessum málum sem verði að bregðast við. „Mjög brýnt er að fá námið í talmeinafræði hingað heim og sterk rök fyrir því hvers vegna námið á heima hér: Talmeinafræðingar sem hér starfa þurfa að hafa góða þekkingu á íslenskri tungu og máltöku íslenskra barna. Talmein eru mismunandi eftir tungumálum. Íslensk talmein eru frábrugðin talmeinum annarra tungumála,“ segir Þóra. Þá bendir hún á að Háskóli Íslands hafi tekið vel í erindi talmeinafræðinga um að koma þessu námi á fót og starfandi sé undirbúningsnefnd með aðilum frá Háskóla Íslands og fulltrúa Félags talkennara og talmeinafræðinga. Málið strandi þó á að ekki sé til fjármagn fyrir svokölluðu stofnframlagi. „Við reynum þó okkar besta til að vinna í þeim málum því sú staða sem nú ríkir er óviðunandi,“ segir Þóra. - kdk Fulltrúar Háskóla Íslands, talkennara og talmeinafræðinga ræða framhaldsnám: Vilja bregðast við ófremdarástandi NÖKKVI PÁLL ANDRÉSSON Nökkvi fæddist með skarð í vör og klofinn góm. Hann er eitt af þeim börnum sem þurfa nauð- synlega á þjónustu talmeinafræðings að halda en hana getur reynst erfitt að fá. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KÍNA, AP Mannlíf í Kína stöðvaðist í þrjár mínútur í gær meðan loftvarnaflautur voru þeyttar til minningar um fórnarlömb jarð- skjálftans í Sichuan í byrjun síðustu viku. Þriggja mínútna þögnin hófst klukkan 14.28 að staðartíma, nákvæmlega einni viku eftir að skjálftinn reið yfir. Meira að segja björgunarfólk hætti störfum sínum um stund, en stóð annars í ströngu í leit að fólki sem hugsanlega er enn á lífi í rústunum. Tvær konur björguðust í gær við kolanámu í Sichuan-héraði, heilli viku eftir skjálftann, eftir að hafa verið fastar undir húsi sem hrundi. Jarðskjálftafræðingar spáðu í gær sterkum eftirskjálfta, sem gæti mælst 6 til 7 stig. Sú spá vakti upp að nýju sterkan ótta víða um land og í Mianyang, sem er skammt frá upptökum skjálftans, gripu margir kodda, teppi og stóla og bjuggu sig til svefns úti á götum eða í bifreiðum. Stjórnvöld búast við því að manntjónið af völdum skjálftans geti orðið allt að sjötíu þúsund manns, en nærri 250 þúsund eru sögð hafa slasast. Kínastjórn sagðist í gær þiggja aðstoð frá útlenskum hjálparstofnunum, einkum varðandi læknishjálp og heilbrigðisþjónustu. Töluverð hætta er á sjúkdómum en stjórn landsins segir nú mesta þörf á tjöldum handa fólki sem missti húsnæði í skjálftanum. - gb Þriggja mínútna þögn til minningar um fórnarlömb jarðskjálftans í Kína: Spá um sterka eftirskjálfta vekur ótta ÞRIGGJA MÍNÚTNA ÞÖGN Björgunarfólk í bæum Tashui hætti störfum í þrjár mínútur réttri viku eftir að jarðskjálftinn mikli reið yfir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.