Fréttablaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 10
10 20. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR EVRÓPUMÁL Í kappræðum sem Við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands efndi til á Háskólatorgi í gær tókust Þorvaldur Gylfason hag- fræðiprófessor og Ragnar Arnalds, fyrrverandi alþingismaður og for- maður Heimssýnar, samtaka and- stæðinga ESB-aðildar Íslands, á um rök með og á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Í því samhengi lýsti Þorvaldur því yfir, að hann hefði komist að þeirri nið- urstöðu eftir að hafa ráðfært sig við þá lögfróðu menn sem hann treysti best, að Alþingi hefði að óbreyttri stjórnarskrá nægilega stjórnskip- unarlega heimild til að taka ákvörð- un um framsal valds á borð við það sem í aðildarsamningum við ESB myndi felast. Þorvaldur sagði það vera ekkert annað en meinloku að halda því fram, að í 21. grein stjórnarskrár- innar felist ekki næg heimild til að taka slíka ákvörðun. Sú meinloka segir hann felast í túlkun orðalags- ins í greininni, en þar segir: „For- seti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breyt- inga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til.“ Þorvaldur vakti athygli á því að með þessu síðasta, „nema samþykki Alþingis komi til“, sem sé alveg hliðstætt ákvæði í 19. grein dönsku stjórnarskrárinnar, sé ljóst að Alþingi hafi vald til að samþykkja að gerðir séu samningar sem feli í sér að Ísland deili fullveldi á viss- um sviðum með öðrum ríkjum eins og felast myndi í samningum um aðild að ESB. Þar með sé óþarft að setja inn í stjórnarskrána sérstakt ákvæði um heimild til framsals valds til fjölþjóðastofnana, eins og kveðið er á um í 20. grein dönsku stjórnarskrárinnar og bætt var inn í hana árið 1953. Í þeirri grein er kveðið á um þrengjandi skilyrði fyrir framsali ríkisvalds til fjöl- þjóðastofnana með því að binda það við samþykki allt að 5/6 meirihluta þings eða þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þessi þrengjandi grein var samt ekki meira þrengjandi en svo að Danir gengu samt í Evrópusam- bandið eins og kunnugt er,“ sagði Þorvaldur. „Ég fæ ekki séð að grein, sem sumum finnst vanta í stjórnar- skrána, eigi að geta staðið í vegi fyrir því að Íslendingar gangi í Evr- ópusambandið að óbreyttri stjórn- arskrá,“ sagði Þorvaldur. Hann klykkti síðan út með því að segja að krafan um stjórnarskrárbreytingu áður en hægt væri að semja um aðild að ESB væri „runnin undan rifjum þeirra sem vilja trufla, tefja og spilla eins lengi og þeir geta“. audunn@frettabladid.is ÞORVALDUR GYLFASON „Ég fæ ekki séð að grein, sem sumum finnst vanta í stjórnar- skrána, á að geta staðið í vegi fyrir því að Íslendingar gangi í Evrópusambandið að óbreyttri stjórnarskrá.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Stjórnarskrárbreyt- ing óþörf fyrir ESB Þorvaldur Gylfason prófessor og Ragnar Arnalds, fyrrverandi alþingismaður, mættust í gær í kappræðum um aðild að Evrópusambandinu. Athygli vakti yfirlýs- ing Þorvaldar um að óþarft væri að breyta stjórnarskránni fyrir inngöngu í ESB. KÖNNUN „Þetta eru sláandi niðurstöður. Munurinn er þeim yngri og eldri er gríðarlegur og það er sérkennilegt að þeir sem eru eldri og ættu sam- kvæmt hefðbundnum skilningi að vera við lakari heilsu séu sjaldnar veikir en þeir sem yngri eru,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í niðurstöðum samantektar samtakanna um veikindafjarvist- ir kemur fram að veikindafjar- vistir eru áberandi algengastar hjá yngstu aldurshópunum. Veikindadagar voru að meðaltali fjórtán til fimmtán á síðasta ári í aldurshópnum fimmtán ára til þrítugs. Elstu starfsmennirnir, 65 ára og eldri, voru minnst frá vegna veikinda, eða fjóra til sex daga að meðal- tali. Sé litið til allra aldurshópa hefur veikindadögum starfs- manna fjölgað úr 8,3 að meðaltali árið 2006 í 8,8 daga árið 2007. Samkvæmt samantektinni eru algengustu ástæður fjarvista pestir eða flensur. - kg Fjarvistir vegna veikinda: Yngstu starfs- mennirnir eru oftast veikir HANNES G. SIGURÐSSON Fyrirtaka í vinnulaunamáli Fyrirtaka var í gær í vinnulaunamáli sex fyrrverandi blaðamanna á tímarit- inu Krónikunni á hendur útgefandan- um Fréttum ehf. Málavextir eru þeir að Fréttir ehf. lögðu niður Krónikuna og neituðu að greiða blaðamönnun- um þriggja mánaða uppsagnarfrest. Blaðamennirnir telja hins vegar að þeir hafi átt að fá þriggja mánaða uppsagnarfrest greiddan. DÓMSMÁL AFGANISTAN,AP Afganskur nemi í blaðamennsku, sem var dæmdur til dauða fyrir að gagnrýna íslam segist hafa játað verknaðinn eftir að hafa verið pyntaður. Neminn segist saklaus af ákærum um að hafa gagnrýnt hlutskipti kvenna í íslam. Er hann sakaður um að hafa ljáð máls á réttindum kvenna í islam í fyrirlestrum í háskóla sínum og dreift blaðagrein um málefnið, ásamt því að skrifa sjálfur um það. Mál hins 24 ára Sayeds Parwez Kambakhsh hefur vakið athygli víða um heim síðan hann var handtekinn í fyrra. „Ég er múslimi og ég myndi aldrei skrifa slíka grein,“ sagði hann við réttarhöldin. „Allar þessar ásakanir eru þvættingur. Þessar ásakanir komu frá tveimur prófessorum og öðrum nemum vegna þess að þeim var illa við mig,“ segir hann. - fb Dauðadæmdur nemandi: Var pyntaður til að játa REYKT Í TYRKLANDI Bann við reyking- um tók gildi í Tyrklandi í gær og nær bannið til flestra lokaðra svæða, svo sem leigubifreiða og verslunarmið- stöðva. Á myndinni sést spegilmynd af manni á glugga skreyttum tyrkneska fánanum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP JERÚSALEM, AP Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, hefur hótað því að segja af sér nái hann ekki friðarsamkomulagi við Ísraela innan sex mánaða. „Ég tók ekki við forsetaemb- ættinu eingöngu til að verða forseti heldur til að ná árangri. Ég hef engan áhuga á að halda áfram ef við náum engu sam- komulagi um frið,“ sagði Abbas. Palestínumenn hafa lengi kvartað yfir því að friðarviðræðurnar gangi hægt fyrir sig. Bandaríkja- forseti hefur þó heitið því að gera allt sem í hans valdi stendur til að samkomulag náist áður en hann lætur af embætti. - fb Abbas Palestínuforseti: Hótar afsögn náist ekki friður H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 -1 0 0 1 Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is Á H U G A V E R T N Á M – S T E R K A R I S T A Ð A – A U K I N F Æ R N I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.