Fréttablaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 12
 20. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 292 4.941 +1,62% Velta: 2.743 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,11 +0,00% ... Bakkavör 37,90 +5,57% ... Eimskipafélagið 20,75 +0,73% ... Exista 10,93 +5,71% ... FL Group 6,51 -2,40% ... Glitnir 17,80 +1,43% ... Icelandair Group 20,85 +0,00% ... Kaupþing 800,00 +1,52% ... Lands- bankinn 26,10 +0,39% ... Marel 95,10 +1,17% ... SPRON 4,80 +4,12% ... Straumur-Burða- rás 11,79 +1,73% ... Teymi 3,48 -0,29% ... Össur 100,00 +3,95% MESTA HÆKKUN EXISTA +5,71% BAKKAVÖR +5,57% SPRON +4,12% MESTA LÆKKUN ATLANTIC AIRW. -3,08% FL GROUP -2,40% ALFESCA -0,44% Skuldatryggingarálag (CDS) á skuldabréfaútgáfu íslenskra banka hefur lækkað einna mest á alþjóðlegum fjármálamörkuðum frá því á föstudag. Þetta þýðir að lánakjör bankanna hafa batnað töluvert, þótt enn séu þau með þeim verstu sem bönkum vest- rænna ríkja bjóðast. Skuldatryggingarálag er gjald sem lagt er ofan á alþjóðlega milli- bankavexti og er þeim mun hærra eftir því sem meiri áhætta er talin tengjast rekstri viðkomandi banka. Mest hefur CDS-álagið á bréf Landsbankans lækkað síðan á föstudag, eða um 65 punkta (0,65 prósentustig). Næstmest hefur lækkað álagið á bréf Kaupþings, um 28 punkta og um 26 punkta á bréf Glitnis. Í gær var álagið að sama skapi minnst á bréf Landsbankans, 185 punktar, 380 punktar á bréf Glitnis og 425 punktar á Kaupþing. Athygli vekur að kjörin sem Landsbankanum bjóðast í skulda- bréfaútgáfu eru því farin að nálg- ast þau sömu og bjóðast sumum bandarískum stórbönkum og bönkum á Bretlandseyjum. Álag á skuldabréf breskra banka hefur að sama skapi verið að þok- ast niður þótt lækkunin sé ekki viðlíka og hjá þeim íslensku. Þannig hefur álag á bréf Anglo Irish Bank lækkað um fimm punkta frá því fyrir helgi og stóð í gær í 150 punktum. Álag á skuldabréf bandarískra banka hækkaði hins vegar um nokkra punkta frá því á föstudag. Álag á skuldabréf Lehman Broth- ers jókst um tvo punkta og um þrjá punkta á bréf Merrill-Lynch, en álag á þá banka er rétt undir 160 punktum. Á föstudaginn kynnti Seðla- banki Íslands opnar lánalínur við seðlabanka Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar upp á alls 1,5 millj- arða evra, en samkomulagið hefur ýtt undir traust á íslensku fjár- málakerfi. olikr@markadurinn.is Lánakjör bank- anna batna enn CDS-álag á skuldabréf íslensku bankanna hefur lækk- að umtalsvert á alþjóðlegum fjármálamörkuðum síð- an á föstudag. Þá kynnti Seðlabankinn nýjar lánalínur. SKULDATRYGGINGARÁLAG Þróun CDS-gilda frá því á föstudag: 16.05 20.05 Lækkun Íslenskir bankar Kaupþing 453 425 -28 Glitnir 406 380 -26 Landsbanki 250 185 -65 Breskir bankar HBOS 88 84 -4 HSBC 43 41 -2 Anglo Irish 155 150 -5 Royal Bank of Scotland 63 60 -3 Bradford and Bingley 155 148 -8 Bandarískir bankar Lehman Brothers 155 157 2 Merrill-Lynch 153 156 3 Morgan Stanley 109 113 4 Citibank 91 91 0 JP Morgan 60 62 2 Wachovia 116 121 5 WA Mutual 310 310 0 Umsjón: nánar á visir.is Færeyja banki varð í byrjun vik- unnar fyrstur færeyskra fyrir- tækja til að fá lánshæfiseinkunn frá alþjóðlegu matsfyrirtæki. Bankinn fékk hjá matsfyrirtækinu Moody‘s langtímaeinkunnina A3, skammtímaeinkunnina P-2 og fjár- hagslega styrkleikaeinkunn C. Moody´s segir að eiginfjárstaða bankans sé góð og nefnir sérstak- lega góða lausafjárstöðu og að útlánastarfsemin standi vel. Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að það sé ekki sjálfsagt að bankar fái lánshæfiseinkunn og nefnir í því sambandi að einungis níu bankar í Danmörku hafi fengið sömu lánshæfiseinkunn og Fær- eyja banki. Segir bankinn að vinn- an við að fá greininguna hafi tekið í kringum fimm mánuði. „Færeyja banki er mjög ánægð- ur með að vera fyrsta fyrirtækið í Færeyjum til að fá alþjóðlega láns- hæfiseinkunn. Þessi einkunn mun bæta aðgengi okkar að alþjóðlegu lánsfjármagni, en vegna óróa á alþjóðlegum fjármálamarkaði er þetta forsenda fyrir því að við getum aukið vöxt okkar,“ segir Janus Petersen, forstjóri Færeyja banka, í tilkynningu. Moody´s gaf færeyska ríkinu einkunnina Aa2 í mars síðastliðn- um og sagði í rökstuðningi sínum að þrátt fyrir einhæfa atvinnuvegi landsins, sem byggðust að mestu leyti á sjávarútvegi, hefði fjár- hagsleg staða ríkissjóðs landsins verið góð síðustu tíu ár. - as Í FÆREYJUM Moody‘s hefur metið láns- hæfi Föroya banka. Moodý s gefur Fær- eyjabanka einkunn Vor í Iullisat, Vestur Grænlandi Mynd: Níels Einarsson MÓTTAKA UMSÓKNA ER HAFIN UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ Háskólinn á Akureyri Heimskautaréttur LL.M. / M.A. Kynntu þér nám við Háskólann á Akureyri á www.haskolanam.is Hver á auðlindir Norðurskautsins? Heimskautasvæðin hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarin misseri, ekki síst vegna fyrirsjáanlegra breytinga á vöruflutningum um norðurskautssvæðið sem og greiðari aðgangi að miklum náttúruauðlindum. Aðliggjandi lönd hafa þegar gefið í skyn, að þau eigi fullveldistilkall á norðurslóðum, m.a. Rússland, Bandaríkin, Noregur, Kanada og Græn- land (Danmörk) sem og frumbyggjar í löndunum á umræddu svæði. Hvaða reglur þjóða- réttarins gilda um svæðið og hvernig má best nota þær til að koma í veg fyrir hugsanleg átök? Hvaða alþjóðasamtök fjalla um málefni heimsskautasvæðanna? Eiga Íslendingar hagsmuna að gæta í þessu samhengi? Hver á yfirráðaréttinn á hinum nýju siglingaleiðum? Hver á réttinn til náttúruauðlindanna? Hvernig verður viðkvæmt umhverfið best verndað? Er hægt að sækja fyrirmyndir i alþjóðlegt samkomulag um suðurskautssvæðið? Háskólinn á Akureyri er fyrstur háskóla til að bjóða upp á sérstakt nám um lagalegt umhverfi heimskautasvæðanna. Námið er þverfaglegt; fjallað er um viðfangsefnið fyrst og fremst út frá sjónarhorni laga og réttar, en einnig er litið til heimspeki, sagnfræði, mannfræði, samfélagsfræði, alþjóðatengsla og hagþróunarfræði í leitinni að svörum við þessum mikilvægu spurningum. Starfsfólk TM verður á gæðingamótinu og býður ráðgjöf á einfaldari og víðtækari hestatryggingum TM. TM Gæðingamót Fáks TM Gæðingamót Fáks, sem jafnframt er úrtaka fyrir Landsmót 2008, fer fram á félagssvæði Fáks í Víðidal dagana 29. maí -1. júní n.k. Skráning á mótið fer fram í dag þriðjudaginn 20. maí í Fáksheimilinu milli kl. 18 og 21, gegn greiðslu skráningargjalda. Einnig er unnt að skrá í síma 567 2166 með því að gefa upp kortanúmer til greiðslu skráningargjalda. ÍS L E N S K A /S IA .I S /T M I 42 43 5 05 /0 8 Hestatrygging TM TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tm.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.