Fréttablaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 16
16 20. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 UMRÆÐAN Jóhanna Sigurðardóttir skrifar um Íbúðalánasjóð Ýmsir hafa á undanförnum dögum reynt að vekja upp ótta og villa um fyrir almenningi vegna fyrirætlana um breytingar á Íbúðalánasjóði. Staðreyndin er sú að boðaðar breytingar á Íbúðalánasjóði fela einungis í sér aðskilnað milli almennra lánveitinga og félagslegra lánveitinga, en krafa um slíkt hefur verið yfirvofandi af hendi Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um allnokkurt skeið og á ekki að koma neinum á óvart. Sú breyting lýtur að því að jafna samkeppnisskilyrði á húsnæðis- markaði og bregðast við því að ríkisábyrgð á almenn- um lánveitingum gangi gegn ríkisábyrgðarákvæðum ESA. Þrátt fyrir þennan aðskilnað mun Íbúðalána- sjóður halda áfram almennum lánveitingum, án ríkis- ábyrgðar, og hér eftir sem hingað til þjóna öllum landsmönnum, hvar sem þeir búa á landinu. Hræðsluáróður og fullyrðingar um að breytingarn- ar hafi slæm áhrif, sérstaklega fyrir landsbyggðina, eru því beinlínis rangar. Samhliða breytingunum gefst tækifæri til að styrkja verulega félagslega hluta sjóðsins eins og ég hef boðað. Slíkar félagslegar áherslur munu nýtast þeim sem verr standa á húsnæðismarkaði, fyrstu íbúðarkaupendum og tekjulágum. Þær breytingar ásamt skipu- lagsbreytingum Íbúðalánasjóðs þarf hins vegar að undirbúa vel og þær þurfa að vera rétt tímasettar. Áfram verður því til öflugur Íbúðalána- sjóður. Hann mun áfram veita heildstæða þjónustu fyrir alla landsmenn og ekki er ætl- unin að skilja hann eftir eingöngu með félagslegar lánveitingar. Það hefur sýnt sig að undanförnu að full þörf er fyrir öflugan Íbúðalánasjóð, samfélagslegt öryggisnet í húsnæðismálum og um slíkan sjóð mun ég standa vörð. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra. Um árabil hafa einkaaðilar veitt sjúklingum þjónustu af ýmsum toga, en almannatrygg- ingar greiða kostnaðinn að sínum hluta. Heilsugæslustöðvar á vegum hins opinbera og lækna- miðstöðvar á vegum lækna virðast hafa rekist ágætlega saman en lítið hefur verið um rannsóknir á kostnaði þessara tveggja rekstrarforma. Núna stendur til að auka verulega einkaframkvæmdir í heilbrigðis- kerfinu og er það gert í nafni hagræðingar og þeirrar kreddu að einkaframkvæmd sé töfra- lausn til að veita sömu þjónustu með ódýrari hætti. Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa átt greiðan aðgang að fjölmiðlum til að útbreiða þetta fagnaðarerindi en varla er hægt að segja að þeir hafi nýtt tækifærið til að tala skýrt. Málflutningur þeirra byggir fremur á kredduhugsun heldur en rannsóknum á reynslu annarra þjóða – enda segir hún aðra sögu. Þegar opnað er fyrir einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er nefnilega erfitt að segja A án þess að segja B líka og jafnvel C og D. Sænskur sérfræðingur í heilbrigðismálum, Göran Dahlgren að nafni, ritaði um þetta bók sem hefur verið gefin út á íslensku (Opinber eða einkarekin heilbrigðisþjónusta? Reykjavík 2005). Þar lýsir hann því hvernig einkarekstri er komið á í heilbrigðiskerfinu í nokkrum markvissum skrefum. Byggir hann þar á reynslu frá Svíþjóð og fleiri löndum. Fimm skref einkavæðingar Fyrsta skrefið er að stofnuð eru fyrirtæki á markaði sem taka að sér þjónustu sem greidd er af opinberu fé. Litið er á þessa þjónustu sem minni háttar viðbót við hina opinbera heilbrigðis- þjónustu sem áfram er ríkjandi. Síðan er reynt að koma á samkeppni í kerfinu, einkum á milli mismunandi þjónustuaðila innan opinbera kerfisins. Í framhaldinu kemst á samkeppni opinberra og einkarekinna aðila á sviði heilbrigðisþjónstunnar. Hagsmunaaðilar á markaði eru ánægðir, enda hin opinbera heilbrigðisþjónusta í þeirra augum fyrst og fremst þröskuld- ur í vegi fyrir myndun arðbærs markaðar sem væri fjármagnað- ur af almannafé. Þriðja skrefið einkennist af því markaðsfyrir- tæki – sem náð hafa auknum hlut þeirrar heilbrigðisþjónustu sem er fjármögnuð af opinberu fé – halda því fram að opinberir rekstraraðilar í heilbrigðisþjón- ustu njóti forréttinda á markaði þar sem starfsemin sé bæði fjármögnuð og rekin af sama aðila. Aðeins sé hægt að ná fram raunverulegri samkeppni ef einungis einkafyrirtæki fá að keppa um að reka heilbrigðis- þjónustu sem fjármögnuð er af opinberu fé. Fjórða skrefið er að einkaaðil- ar sem tekið hafa að sér rekstur heilbrigðisþjónustu fyrir opinbert fé vilja opna dyr fyrir sjúklingum sem greiði sjálfir fyrir þjónustuna. Annars eru þenslumöguleikar starfseminnar afar takmarkaðir. Fimmta skrefið er að auka smátt og smátt hlut einkafjármagnaðrar heilbrigðisþjónustu uns allt heilbrigðiskerfið sem byggt hefur verið upp fyrir opinbert fé er opið sjúklingum með eigin sjúkratryggingar. Stækkunar- möguleikar einkafjármagnaðrar heilbrigðisþjónustu velta nefnilega alfarið á því hversu góða þjónustu er unnt að veita á vegum hins opinbera. Ef biðtímar lengjast eða önnur vandamál koma upp þá er bent á kosti sem bjóðast fyrir einkafjár- magn og að veita þeim forgang sem vilja og geta greitt fyrir þjónustuna. Fjársterkir þjóðfé- lagshópar fara að líta á keyptar sjúkratryggingar sem betri lausn en sameiginlega þjónustu sem fjármögnuð er með sköttum. Niðurstaðan: Tvöfalt kerfi Í kjölfarið eykst þrýstingur á skattalækkanir. Hvers vegna ættu þeir sem kaupa sínar eigin tryggingar að borga tvöfalt? Þá er dregið úr fjárframlögum hins opinbera til heilbrigðisþjónust- unnar. Lokaniðurstaðan er sú að heilbrigðisþjónusta hættir að vera sameiginleg öllum heldur verður hún markaður þar sem sumir fá betri kjör en aðrir. Núverandi ríkisstjórn hefur mikil tækifæri til að keyra í gegn breytingar á heilbrigðisþjónust- unni í krafti þingmeirihluta. Hins vegar er tæplega meiri- hlutavilji fyrir því meðal þjóðarinnar. Í könnun meðal Íslendinga á aldrinum 18-75 ára sem fram fór haustið 2006 (Morgunblaðið 23. mars 2007) taldi mikill meirihluti svarenda að það ætti fyrst og fremst að vera verkefni hins opinbera að reka heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Þegar spurt var um fjármögnun heilbrigðisþjónust- unnar vildi yfirgnæfandi meirihluti að hið opinbera legði meira fé til heilbrigðisþjónust- unnar, en einungis 13% vildu að sjúklingar legðu meira fé af mörkum. Með þeim skrefum sem ríkisstjórn hyggst stíga er ætlunin að fara aðra braut en þá sem ætla má að njóti yfirburðast- uðnings almennings og af þeim ástæðum er umræða ráðamanna afar þokukennd og reynt að segja sem fæst um hvað raunverulega standi til. Til hvers einkaframkvæmd? LEIÐRÉTTING Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var rangfeðruð í myndatexta greinar hennar í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á þessu. Áfram öflugur Íbúðalánasjóður Heilbrigðisþjónusta SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Ályktun í salti Samband ungra sjálfstæðismanna sendi frá sér ályktun í september í fyrra þar sem fram kom að tímabært væri að taka til „alvarlegrar skoðunar“ kosti og galla þess fyrir Ísland að halda úti eigin mynt. Kanna þyrfti fordómalaust hvort íslenska krónan væri orðin viðskiptahindrun. Þá var áhrifamáttur peningamálastefnu Seðlabankans dreginn í efa. Þórlind- ur Kjartansson, formaður SUS, sagði af þessu tilefni að hann byggist við jákvæðum undirtektum í þingliði Sjálfstæðisflokksins. Skemmst er frá því að segja að enn hefur ekki verið ráðist í endur- skoðun á krónunni – og eftirfylgni ungra sjálfstæðis- manna ekki farið hátt. Nýr oddviti – gömul mynd Frjálslyndi flokkurinn á Akranesi held- ur úti heimasíðu á léninu heimaskagi. is en ljóst er að henni þarf að breyta. Þegar farið er á vefinn blasir við efst í hægra horni mynd af þeim Karen Jónsdóttur og Magnúsi Þór Hafsteins- syni, skælbrosandi. Myndin var tekin fyrir síðustu sveitarstjórnarkosn- ingar, en Karen og Magnús skipuðu tvö efstu sætin á lista flokksins í bæjar- félaginu. Í ljósi síðustu fregna er ólíklegt að brosið væri jafn breitt ef skötuhjúin sætu saman fyrir á mynd í dag. Þáttaskil Hugsanleg tímamót urðu í íslenskri sjónvarpssögu á sunnudagskvöld þegar fyrrverandi hjón mættu hvort í sitt drottningarviðtalið hjá konungi og drottningu drottningarviðtalanna á sama tíma. Jón Ársæll Þórðarson spjallaði við Jakob Frímann Magnús- son í Sjálfstæðu fólki en á meðan drakk fyrrverandi kona hans, Ragnhildur Gísladóttir, te hjá Evu Maríu Jónsdóttur í Sjónvarpinu. Eftir því sem best er vitað hefur þetta ekki gerst áður. Jakob og Ragnhildur töluðu reyndar lítið um hvort annað en hins vegar kom dóttir þeirra, Bryndís, við sögu í báðum þáttum. bergsteinn@frettabladid.is Við stöndum upp úr í nýjustu könnun Capacent Fréttablaðið er með 41% meiri lestur en 24 stundir og 93% meiri lestur en Morgunblaðið Allt sem þú þarft... ...alla daga Fí to n/ SÍ A Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgina, 18–49 ára. Könnun Capacent í febrúar–apríl 2008. 49,72% 36,30% 69,94% Fréttablaðið 24 stundir M orgunblaðið F araldur er orðið sem Sigurður Örn Hektorsson geð- læknir á Landspítala notar um hraða fjölgun sprautu- fíkla á Íslandi. Í Fréttablaðinu um helgina var sagt frá því að hér væru nú um 700 virkir sprautufíklar og að í þann hóp bættust 70 til 110 manns á ári. Flestra þess- ara manna og kvenna bíður algjört niðurbrot á líkama og sál. Sjaldgæfar, illvígar blóðsýkingar, lifrarbólga og geðsjúkdómar eru örlög margra sem svala fíkninni með því að sprauta sig í æð. Það kostar stórfé fyrir samfélagið að meðhöndla fíklana, og álagið á heilbrigðiskerfið vegna þeirra fer stigvaxandi. Marg- falt stærri fórn er þó sú háa dánartíðni sem neyslan hefur í för með sér, en mannfallið er mest meðal ungs fólks. „Það er mjög átakanlegt að horfa upp á þetta fólk, sem ætti að eiga framtíðina fyrir sér, láta lífið eða glíma við króníska sjúkdóma af völdum fíkniefnaneyslu,“ sagði Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir smit- sjúkdómadeildar Landspítalans, í grein Fréttablaðsins. Þessi þróun, fjölgun sprautufíkla, hefur átt sér stað á sama tíma og dómar yfir innflytjendum ólöglegra fíkniefna hafa snarþyngst og lögregla og tollgæsla hert mjög baráttuna gegn smygli og dreifingu efnanna. Hvaða lærdóm helstan skyldu yfirvöld draga af árangrinum af þessari baráttuaðferð gegn fíkninni? Jú, að fangelsa ennþá fleiri fíkniefnasala og kosta enn meiru til eftirlits við hafnir og flugvelli. Þetta er eins og að halda áfram að berja höfðinu við steininn þótt hausverkurinn sé orðinn algjörlega óbærilegur. Og þessu er haldið áfram þrátt fyrir að það liggi fyrir að ólög- legu fíkniefnin eru aðeins hluti vandans. Stór hluti sprautufíkl- anna misnotar lyf sem eru keypt í apótekum landsins. Þannig var contalgin, sem fæst aðeins gegn lyfseðli læknis, í öðru sæti á eftir amfetamíni á lista yfir þau efni sem algengast var að fíklarnir misnotuðu samkvæmt rannsókn sem var gerð á tíma- bilinu 2003 til 2007. Svipaða sögu má sjá víða um heim. Lögleg lyf til að með- höndla verki, þunglyndi, svefnleysi eða aðra kvilla eru misnotuð í sívaxandi mæli og dauðsföll af þeirra völdum eru síst færri en vegna ólöglegra fíkniefna. Það sorglega er að sú ofuráhersla sem hefur verið lögð á að stöðva útbreiðslu ólöglegu efnanna þýðir að yfirvöld standa víðast hvar hálf máttvana gagnvart misnotkun efnanna úr lyfja- búðunum. Stjórnmálamenn, þeir sem marka stefnuna og deila út fjármagni til að fylgja henni, geta ekki slegið um sig með ódýrum frösum um sölumenn dauðans þegar lyfið kemur úr baðskáp heimilisins. Hvaðan efnin koma er sem sagt ekki lykilatriðið í þessari bar- áttu. Langt leiddur fíkill, hvort sem það er á contalgin, amfet- amín eða áfengi, lætur ekkert stöðva sig í leitinni að vímunni. Tilraunir til að þurrka upp framboðið eru engin lausn. Það hefur saga baráttu síðustu áratuga gegn fíkniefnunum kennt okkur svo ekki verður um villst. Baráttan gegn hinu löglega fíkni- efni tóbaki sýnir okkur á hinn bóginn hversu miklum árangri er hægt að ná með ágengri og stöðugri kennslu. Sígarettur fást alls staðar, en engu að síður fækkar ár frá ári í hópi reykingafólks. Framboð fíkniefna verður ekki hamið. Kenna, ekki banna JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.