Fréttablaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 18
[ ]Vatnsbrúsa er gott að hafa alltaf með sér í hjóla- og göngu-ferðirnar í sumar. Miðað er við að drekka um átta glös af vatni á dag. Flestir hafa heyrt um spa, en fæstir vita hvað í orðinu felst. „Spa er upplifun, dekur og vellíðan sem tengist vatni, og í spa-meðferð gleymir fólk stund og stað í innri ró og slökun,“ segir Gríma E. Ársælsdóttir, snyrtifræðing- ur, spa-þerapisti og eigandi heildsölunnar Mandala, sem er umboðsaðili ítölsku hágæðavörunnar Comfort Zone sem hlotið hefur verðlaun sem besta spa-vörulína Evrópu. „Með spa er leitast við að örva öll skynfæri manns- ins; snertingu, sjón, heyrn, bragð og lykt. Fræðin eru ævaforn og margslungin og ég er fyrsti Íslendingurinn sem lært hefur spa-þerapíu, en þess má geta að Aqua Spa á Akureyri hefur hlotið þjálfun hjá mér og var nýlega valið flaggskip Comfort Zone á Íslandi,“ segir Gríma sem síðastliðin þrjú ár hefur lagt stund á spa- þerapíu á Ítalíu. „Í náminu er kennt hvernig við beitum röddinni, opnum dyr, tökum á móti fólki og hvaða ilm, birtu, hljóð og tónlist við notum við þær aðstæður, því allt smýgur það í undirmeðvitund viðskiptavinarins sem með fyrstu hughrifum myndar sér skoðanir og væntingar á þeirri upplifun sem koma skal. Fætur eru þvegnir með blómasápum í stórum leirskálum áður en lagst er, nuddaðir með ilmolíum og mikið snertir því þeir geyma orkupunkta sem valda mikilli vellíðan,“ segir Gríma en sem yfirþjálfari Comfort Zone á Íslandi rekur hún kennslusetur sem snyrtifræðingar, nuddarar, sjúkra- og íþróttaþjálfarar nýta sér. „Spa er fyrir alla og orðinn lífsstíll hjá mörgum að fara vikulega í spa-meðferð; hvort sem það er að láta bursta sig upp úr kókoshnetu, skrúbba húðina með salti, bera á hana góðar olíur og slaka vel á. Slíkt er endurnýjandi og veitir andlega og líkamlega slökun. Við leggjum heita steina á maga eða í lófa viðskipta- vinarins ef hann er orkulaus eða þreyttur, og fólki finnst þetta ógleymanlegt og vill meira,“ segir Gríma, sem á dögunum kom heim með það allra nýjasta úr spa-fræðum í farteskinu; spa í flugvélum. „Comfort Zone er í fararbroddi í spa-meðferðum á fimm stjörnu lúxushótelum í 50 löndum og gerði nýlega samning við EOS-flugfélagið og skemmtiferða- skip P&P Cruiseship um þjálfun spa-þerapista um borð. Flug er oft erfitt og gott að nýta tímann í flugi til spa- dekurs, en eftir leir á axlir, sogæðanudd á fótum og handsnyrtingu er fólk tilbúið að fara á mikilvæga fundi í útlöndum. Fólk um allan heim leyfir sér þetta og í mörgum þotum eru hægindastólar, nuddbekkir og hægt að panta spa-þerapista um borð,“ segir Gríma sem árlega er kvödd í símenntun víðs vegar um heiminn, þar sem farið er yfir áður lærð spa-fræði og tileinkað sér það nýjasta í faginu. „Við lærum meðal annars ævagamlar aðferðir frá Indlandi, Mið-Austurlöndum og Miðjarðarhafi, eins og hvernig konur nudduðu araba eftir margra daga úlfaldareið í eyðimörkinni, og þá hafði hver ættflokkur sína siði og aðferðir. Með indversku nuddi er til dæmis líkt eftir sandölum, slöngum, fílasporum og léttu sandfoki, og notaðar sérstakar ilmolíur til að skapa réttu stemninguna. Einnig er farið yfir hvað mismun- andi heimshlutar kljást við í spa-meðferðum, en sem dæmi má nefna að evrópskar konur sem gjarnan klæðast flegnu og ganga um topplausar á sólarströnd- um eru spéhræddar við brjóstanudd, á meðan konur í þeim hlutum heimsins sem þurfa að hylja hár sitt og líkama þykir slíkt sjálfsagt, en þar þykir brjóstanudd mjög mikilvægt á meðgöngu og eftir barnsburð,“ segir Gríma sem vonast til að sérstök spa-braut verði sem fyrst sett á laggirnar í snyrtifræðinámi Íslendinga. „Nemendur leitast eftir að komast á nemasamninga hjá Comfort Zone ytra til að læra fræðin, en vitaskuld þarf að mennta fólk hér heima til að anna eftirspurn því þótt við bjóðum upp á spa hér og þar, þurfum við einnig að hafa á þeim stöðum fólk sem kann að veita þá þjónustu.“ thordis@frettabladid.is Lífsins dekur og vellíðan Gríma E. Ársælsdóttir snyrtifræðingur er fyrst Íslendinga til að læra spa, en fræðin eru flókin og aldagömul. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Geislar sólarinnar eru vissu- lega hættulegir en þeir hafa þó sína kosti. Konur sem þjást af brjóstakrabba- meini og mælast með lítið magn D- vítamíns í líkamanum eru líklegri til að látast úr sjúkdómnum en þær konur sem fá nóg D-vítamín. Þetta leiðir nýleg bandarísk rannsókn í ljós. Niðurstöðurnar styrkja fyrri kenningar um að sólarvítamínið kunni að reynast vel í baráttunni við krabbamein en lengi hefur því verið haldið fram að D-vítamín kunni að hafa fyrirbyggjandi áhrif. Niðurstöðurnar gefa þó ekki til- efni til aukinna sólbaða. Hins vegar er öllum hollt að láta sólina skína á sig annað slagið, að sjálfsögðu með sólarvörn þó. - þo D-vítamín gegn krabba Steinanudd er meðal úrvals nuddaðferða í spa-með- ferðum, en einnig notað í almennri slökun og við endurnýjun orku. D-vítamín getur reynst vel í baráttunni við brjósta- krabbamein.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.