Fréttablaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 22
● lh hestar 20. MAÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 Fram undan er enn eitt keppnisárið, sennilega það fjölskrúðugasta til þessa. Þegar þessar línur eru festar á blað er nýlokið stærsta íþróttaviðburði ársins, fyrir utan Landsmót, Reykjavíkur móti Fáks. Mótið var það stærsta til þessa, um sex hundruð skráningar, og stóð í fimm daga. Framkvæmd og skipulag var gott og Fáksmönnum til mikils sóma. Það segir sig sjálft að það er ekki einfalt að skipuleggja og halda slíkan íþróttaviðburð með sjálfboðavinnu einni saman. Þetta segir okkur að innan hestamannahreyfingarinnar er ennþá til fólk sem er tilbúið að leggja fram vinnu án þess að önnur greiðsla komi fyrir en ánægjan af vel unnu verki. Hverju íþróttafélagi er nauðsynlegt að eiga slíka krafta innan sinna raða til þess að starfið verði lifandi, ánægjulegt og gefandi fyrir félagsmenn. Landsmót hestamanna eru haldin annað hvert ár. Kostnaður er ærinn og hefur reksturinn til þessa verið í járnum. Launakostnaður fer vax- andi með hverju árinu og stefnir í að aukast enn. Á sama tíma hefur sjálfboðavinna á Landsmótum dregist saman. Áður fyrr voru vinnulaun aðeins brot af rekstrinum. En er þetta svona alls staðar? Ef horft er til heimsmeistaramótanna, þá byggja þau afkomu sína á ómældri sjálfboðavinnu félagsmanna gest- gjafalandsins og annarra sem áhuga hafa á íslenska hestinum. Ein- hverra hluta vegna hefur okkur ekki tekist að skapa þann anda í tengsl- um við Landsmótin okkar. Ekki ætla ég að vanþakka það óeigingjarna starf sem fjölmargir hestaáhugamenn hafa innt af hendi á undanförnum Landsmótum. Það væri ósanngjarnt. En ég vil hvetja alla þá, sem enn þá hafa gaman af að taka þátt í félagsstarfi – án þess að full laun komi fyrir – að hafa samband við þá sem stjórna starfs- mannamálum á Landsmóti og bjóða fram krafta sína. Og njóta svo vel unninna verka að loknu vel heppnuðu móti. Lifið heil! ÁGÆTU HESTAMENN – GLEÐILEGT SUMAR Einn skemmtilegasti útreiðar- túr ársins er sleppitúrinn á vorin. Fyrsta skrefið út í frelsi sumarsins. Því miður eru reið- vegir í nágrenni Reykjavíkur ekki alltaf upp á sitt besta á þessum árstíma. Nokkrir hestamenn hafa haft sam- band við LH-Hesta og skora á for- menn og stjórnir hestamanna- félaganna, og LH, að beita sér fyrir því að helstu reiðvegir frá höfuðborgarsvæðinu, austur fyrir fjall og á Þingvelli, verði lagfærðir áður en sleppitúrar hefjast. Hall- dór Halldórsson, formaður reið- veganefndar LH, segir að þessi umræða sé stöðugt í gangi. Reynt sé að halda reiðvegunum við eins vel og efni og ástæður leyfi. NÝ REIÐLEIÐ Í BURÐARLIÐNUM „Hestamannafélögin á suðvestur- svæðinu veittu nýverið 2,5 millj- ónum króna í endurbætur á Skógar- hólaleið,“ segir Halldór. „Á síðasta ári var unnið í henni fyrir tvær milljónir króna. Það hefur ekkert verið gert í reiðleiðinni meðfram Suðurlandsvegi undanfarin ár. En unnið er í því í samstarfi við Orku- veituna að færa þá reiðleið inn á Mosfellsheiði, það er að segja frá Hólmsheiði og að Kolviðarhóli.“ Því má bæta við að reiðvegafé samkvæmt samgönguáætlun 2008 er 62 milljónir króna. Af þeim út- hlutar LH fimmtíu milljónum. Mótframlög sveitarfélaga og ann- arra er um 55 milljónir króna. Um- sóknir frá hestamannafélögunum eru hins vegar upp á 290 milljónir króna, þannig að það er nokkuð ljóst að eftirspurn eftir fjármagni er meira en framboðið. Framboð reiðvegafjár minna en eftirspurn Norðurlandamót í hestaíþróttum verður haldið dagana 4. til 10. ágúst í Seljord í Noregi. Ekki er búið að velja knapa í landslið Ís- lands. Áhugasamir geta sótt um. Seljord er í Telemark í fallegum dal þar sem aðstæður eru góðar og keppnissvæðið mjög skemmtilegt. Þar var haldið heimsmeistaramót árið 1997. Einar Öder Magnússon verður liðsstjóri landsliðsins og sér hann um að velja keppendur. Keppt verður í öllum hefðbundn- um greinum hestaíþrótta í aldurs- flokkunum 13 til 15 ára (15 ára á árinu), 16 til 21 árs (21 árs á árinu), og fullorðinsflokki (22 ára og eldri). Þeir sem hafa áhuga á að keppa fyrir Íslands hönd á NM2008 eru vinsamlegast beðnir um að senda inn umsókn. Í umsókninni þarf að koma fram: Nafn, heimilisfang, sími, aldur og netfang. Einnig þarf að koma fram keppnis- reynsla og árangur. Gott er ef knapar geta útvegað sér hest, en að öðrum kosti verður aðstoðað við það. Umsóknum þarf að skila inn til LH fyrir 20. maí, bréflega, með tölvupósti á lhsolla@isi.is eða á fax 514-4031. Nánari upp- lýsingar í síma 514-4030. Knapar óskast á Norðurlandamót 2008 Norski landsliðsknapinn Stian Pedersen á Jarli frá Miðkrika. MYND/JENS EINARSSON Nítjánda Landsmót hestamanna verður haldið á Vindheima melum í Skagafirði 28. júní til 4. júlí 2010. Samningur þar að lútandi var undirritaður 2. maí síðast- liðinn. Samningurinn markar tímamót að því leyti að LH greiðir enga leigu fyrir móts svæðið, eins og jafnan hefur verið. Hefur leigan oftast verið um tuttugu pró- sent af heildarinnkomu. Leiga til Rangár bakka ehf. vegna LM2008 á Gaddstaðaflötum verður tíu prósent af innkomu. Haraldur Þórarinsson, formaður LH, segir að þetta sé í takt við fyrirkomu- lag Landsmóta UMFÍ. Þar sjái ríki og sveitarfélög alfarið um að byggja upp mótssvæðin. Móts- haldarinn greiði enga leigu. Flest sveitarfélög sjái sér akk í því að fá til sín svo stóra viðburði. „Landsmót hestamanna er íþrótta- og menningarviðburður, sambærilegur við Landsmót UMFÍ. Ég lít því svo á að hesta- menn eigi að sitja við sama borð. Leiga fyrir mótssvæðin og lög- gæslukostnaður hefur sligað Landsmótin. Það hefur sjaldan tekist að reka þau réttum megin við núllið. Við höfum rætt þessi mál við ríkið og sveitarfélögin og fengið jákvæðar undirtektir. Á þeim forsendum er þessi samn- ingur við hestamannafélögin og sveitarfélögin í Skagafirði gerður,“ segir Haraldur. Landsmót á tímamótum Samningur handsalaður. Frá vinstri: Haraldur Þórarinsson, formaður LH, Eymundur Þórarinsson, fulltrúi Skagfirðinga, og Lárus Dagur Pálsson, stjórnarformaður Lands- móts ehf. MYND/VILHJÁLMUR SKÚLASON Sörlafélagar í hestaferð. MYND/SIGURÐUR SIGMUNDSSON Einar Ragnarsson, stjórnarmaður í LH. Málgagn Landssambands hestamannafélaga Útgefandi: Landssamband hestamannafélaga Heimilisfang: Íþróttamiðstöðin, Engjavegi 6, 104 Reykjavík Netfang: lh@isisport.is Sími: 514-4030 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jens Einarsson Netfang: jenseinars@simnet.is Sími: 862-7898 Auglýsingar: Fréttablaðið/Stefán P. Jones sími: 512-5432 GSM 692-1522 HELSTU SAMSTARFSAÐILAR LH ERU: lh hestar ÍÞRÓTT • MENNING • LÍFSSTÍLL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.