Fréttablaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 26
● lh hestar 20. MAÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR6 FRÉTTAMIÐLAR: www.eidfaxi.is www.hestafrettir.is www.847.is www.horse.is www.seisei.is STOFNANIR: www.feif.org www.lhhestar.is www.holar.is www.worldfengur.is www.tamningamenn.is www.fhb.is HROSSABÚ: Fjölmörg hrossabú og aðrir þjónustuaðilar í hestamennsku eru með heimasíður á netinu. Ekki er að finna tæmandi skrá yfir alla þá aðila á einum stað en hægt er að finna þá flesta með því að rekja sig áfram á leitar- vélum. Garri frá Reykjavík er hæst dæmdi íslenski stóðhesturinn í heimi. Nú er líka komið í ljós að hann er rakinn kynbótahestur. Afkvæmi hans fá góða dóma, bæði hér heima og í Dan- mörku þar sem Garri býr nú. Ræktandi Garra er Berglind Ágústsdóttir. Hún er Reykjavíkur- barn en býr nú á Efra-Langholti í Hrunamannahreppi með eigin- manni sínum, Ragnari Geirssyni, og þremur sonum. Enginn í fjöl- skyldunni var í hestamennsku þegar Berglind fékk áhugann sem barn og fór í hesthúsið í strætó með hnakkinn í tösku. Ragnar er bóndasonur úr Suðursveit. Eftir að þau kynntust var stefnan tekin á að eignast jörð og rækta hross. Berglind var mjög heppin með fyrstu merina. ÍSOLD FRÁ GUNNARSHOLTI Það er sjálfsagt ekkert fínt að vera rauðblesótt, glófext prímadonna og vera ræktuð af Landgræðsl- unni. Ekki frekar en að heita Elvis Presley og vera fæddur í Holta- og Landsveit. En það vildi nú bara þannig til að Landgræðsla ríkisins í Gunnarsholti átti á sínum tíma nokkrar hryssur. Í þeim hópi var Ísold, móðir Garra. „Jón Finnur Hansson benti mér á að Landgræðslan ætlaði að selja hrossin,“ segir Berglind. „Ísold bar af. Hún var rauð blesótt með nærri hvítt fax og tagl. Alveg eins og Barbie-dúkka. Hún var þriggja vetra. Elvar Einarsson á Skörðu gili frumtamdi hana þegar hún var á fimmta vetri. Ég þjálf- aði hana sjálf veturinn á eftir og Trausti Þór Guðmundsson sýndi hana í kynbótadómi um vorið. Hún fékk 8,19 í aðaleinkunn, þar af 9,0 fyrir tölt, vilja og fegurð í reið. Ég leiddi hana síðan undir Orra frá Þúfu og út úr því kom Garri. Ísold hefur verið frjósöm. Hún er átján vetra og kastar sínu níunda folaldi í sumar. Þrjú af- kvæmi hennar eru komin með fyrstu verðlaun. Hún hefur alltaf verið leidd undir fyrstu verðlauna hesta.“ GARRI VAR EKKI TIL SÖLU „Garri var ekki til sölu. Hann var uppáhaldið okkar,“ segir Berglind. „En þetta var um það leyti sem við vorum farin að líta í kringum okkur eftir jörð. Við vorum ekki með mikla peninga milli handa og fengum gott tilboð í hestinn, miðað við að hann var ósýndur og til þess að gera lítið taminn. Þetta var spurning um að velja og hafna. Við eigum al systur hans, Írisi frá Efra-Langholti, mjög álit- lega hryssu,“ segir Berglind. „Það stóð til að sýna hana í vor en hún var slegin á bóg og er hölt. Það er óvíst hvað hún verður lengi að jafna sig.“ Ræktaði besta hestinn Fjölskyldan í Efra-Langholti: Berglind, synirnir Viktor Logi, Aron Ernir og Jón Valgeir, og svo húsbóndinn, Ragnar Geirsson. MYND/JENS EINARSSON Tveir ungir hestamenn í Fáki komnir í nýju öryggisvestin, og að sjálfsögðu með hjálm. MYND/JENS EINARSSON Hestamannafélagið Fákur hefur í samvinnu við Sjóvá gefið öllum reiðskólum í Reykjavík öryggis- vesti. Fákur og Sjóvá hafa undir- ritað samstarfssamning og verð- ur Sjóvá aðalstyrktaraðili Íslands- móta í hestaíþróttum sem Fákur heldur í sumar. Öryggisvestin eru nýjung hérlendis en góð reynsla er af þeim erlendis. Öryggisvestin verja knapa fyrir slysum og högg- um, sem til dæmis geta hlotist þegar knapi dettur af baki. Öllum börnum og unglingum sem sækja reiðskólana í Reykjavík verður framvegis gert að nota öryggis- vestin. Mikil umræða er nú um ör- yggismál hestamanna. Framboð á öryggisbúnaði fyrir hestafólk eykst jafnt og þétt og notkun hans verður æ almennari. Hinn 8. maí síðastliðinn var undirritaður styrktarsamningur Hestamannafélagsins Fáks og Sjóvár. Bjarni Finnsson, for- maður Fáks, og Karl Wernersson, stjórnar formaður Sjóvár, skrifuðu undir samninginn. Bylting í öryggis- málum hestamanna Ólíklegt er að stóðhesturinn og gæðingurinn Þóroddur frá Þór- oddsstöðum taki þátt í keppni og sýningum á LM2008. Hann togn- aði á fæti og er nú kominn heim að Þóroddsstöðum þar sem hann þjónar hryssum. Þóroddur var í þjálfun hjá Daníel Jónssyni á Pulu í vetur og var kominn í gott form. Tekin hafði verið ákvörðun í Þórodds- félaginu að sýna hestinn, annað hvort í kynbótadómi eða A- flokki gæðinga. Öruggt má telja að hann hefði blandað sér í topp- baráttuna á hvorum staðnum sem er. Hann setti heimsmet í kynbótadómi fimm vetra, fékk hæstu aðaleinkunn sem stóð- hestur hafði hlotið fram að því. Hann varð annar í A-flokki gæð- inga á LM2006. En ekkert er svo með öllu illt að ei boði gott. Fyrstu trippin í tamningu undan Þóroddi gefa til kynna að hann sé rakinn gæðingafaðir. Það má því segja að hann sé í toppmálum – að þjóna köllun sinni! Ekki á LM2008 Þóroddur var kominn í gott form. MYND/JENS EINARSSON Átta nemendur luku prófi á hesta- braut Fjölbrautaskóla Suðurlands í vor. Hestabrautin er samstarfs- verkefni LH og FSu. Tekin hefur verið ákvörðun um að þróa braut- ina áfram. „Þetta var tveggja ára tilrauna- verkefni. Það tókst mjög vel og vilji allra að brautinni verði haldið áfram,“ segir Hugrún Jóhanns- dóttir reiðkennari. „Það voru 38 nemendur á hestabrautinni í vetur. Átta luku fjögurra anna námi í vor. Flestir sýndu miklar framfarir. En þetta er eins og annað nám. Þeir verða bestir sem eru duglegir að læra heima. Það er engin spurning að þetta er besta leiðin til að búa til fleiri og betri hestamenn.“ Hugrún segist vita um allmarga fullorðna einstaklinga sem vilja komast í þetta nám. „Draumurinn er að boðið verði upp á kvöldskóla í FSu fyrir fullorðna. Það eru margir sem vilja komast í þetta nám. Einnig að hægt verði að bjóða upp á framhaldsnám fyrir lengra komna.“ Hestabraut FSu þróuð áfram Nemendur og kennarar við hestabraut FSu. Hugrún Jóhannsdóttir lengst til hægri. Myndin var tekin á síðasta ári. MYND/JENS EINARSSON Hestamenn á netinu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.