Fréttablaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 36
20 20. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Bara svo þið vitið... Siðsemislögreglan er í viðbragðsstöðu ef þetta skyldi fara úrskeiðis. Þetta er spil, Palli! Sagðirðu ekki að hann væri kominn í rúmið? Og ég segi að krufningin muni sýna að ég hafi rétt fyrir mér! Hvar er félaginn þinn? Sko... Við vorum að syngja dúett... Og þá Og ég kláraði fyrst. Hey, hey, hey! Ef þú hafðir ekki hugsað þér að borga farið, frú mín góð... ...þá er það í fínu lagi mín vegna! Þegar þú segir: Heyra þau: Mundirðu að bursta í þér tenn- urnar? Hversu margar skrýtnar afsakanir geturðu látið þér detta í hug? Tannburst- inn minn er týndur Ég gleym- di því Ég hafði hugsað mér að bursta þær tvisvar í fyrramálið Ég finn ekki tannkremið Munnurinn minn er of þreyttur Tennurnar mínar urðu ekki skítugar í dag Mannskepnan er hrædd lífvera. Hún hefur alltaf verið það og mun verða það um aldur og ævi. Fyrir utan örfáa einstakl- inga sem hafa breytt mannkynssögunni með hugrekki sínu og baráttu fyrir brautargengi hins óþekkta er maðurinn lafhræddur við allt sem hefur orðin „breyting“ og „fram- andi“ hangandi yfir sér. Þegar Tvíburaturnarnir hrundu í New York stigmagnaðist þessi eðlis- læga hræðsla á Vesturlöndunum, og umbreyttist í hálfgerða móður- sýki og taugaveiklun. Íbúi á Vestur- löndunum er jafn hræddur og lítið barn í Palestínu eða Darfur nema hvað að óttinn brýst ekki út í formi sjálfsmorðsárása heldur í fordóm- um og ofsafengnum viðbrögðum þegar eitthvað ókunnugt nálgast. Vesturlönd hafa í sjö ár reynt að loka á allt sem öðruvísi; það gæti nefnilega verið skálkaskjól fyrir hryðjuverk eða ógn við hið „ofmetna“ vestræna lýðræði sem fyrir löngu er úr sér gengið. Fordómar eru manninum eðlis- lægir. Þeir hlutir sem eru ekki af hans heimi eiga sér vart tilverurétt. Sá sem ógnar fastri tilveru manns- ins og hversdagsleika er óvinur númer eitt, og ber að fjarlægja eða hindra með öllum tiltækum ráðum. Þetta er dýrið í manninum sem verndar umhverfi sitt eins og fugl í hreiðurgerð. Maðurinn kann sem betur fer líka að læra, þótt hann sé í sífellt meiri mæli farinn að leggja þann hæfi- leika til hliðar. Hann kann að læra að meta hið óþekkta og þess vegna eru Akurnesingar heppnir. Þeir fá tækifæri til að læra af framandi fólki. Fólki sem hefur upplifað eitt- hvað allt annað en öruggt umhverfi. Þeir eru öfundsverðir af sínu tæki- færi. En það er ekkert skrýtið þótt Skagamenn séu hræddir og hálf smeykir. Eðli mannsins felst ein- mitt í því að vera hræddur. Forvitn- in ber hins vegar hræðsluna oft ofurliði. Sem betur fer. Og mannin- um hefur oftar en ekki tekist að læra af henni. Akurnesingar ættu því að fagna sínu tækifæri til að læra því slík tækifæri gefast allt of sjaldan í þessum hrædda heimi. STUÐ MILLI STRÍÐA: Taugaveikluð þjóð FREYR GÍGJA GUNNARSSON ER LÍKA HRÆDDUR Bakgrunnsmynd: Roger Hiorns / Object - a manipulated growth. © 2007 Serpentine Gallery. Ljósmynd: Alastair Fyfe. Miðasala á listahatid.is & midi.is Á vef Listahátíðar færðu nánari upplýsingar um alla viðburði, þar með talið þær fjölmörgu myndlistarsýningar sem opnaðar verða á hátíðinni 15.-18. maí. Miðasala fer einnig fram í síma 552 8588 alla virka daga frá kl. 10-14. Heimsfrumsýning á föstudag! Ambra – Íslenski dansflokkurinn og Carte Blanche Bergen Tveir af helstu dansflokkum Norðurlanda sameinast í stór- verkefninu Ambra eftir einn mest spennandi danshöfund Evrópu; Inu Chrisel Johannessen. Tónlist eftir Kiru Kiru, Hildi Ingveldardóttur Guðnadóttur og Dirk Desselhaus. Miðasala á www.borgarleikhusid.is Borgarleikhúsið 23., 24. & 25. maí Nífaldur Grammy verðlaunahafi Wayne Shorter kvartettinn Wayne Shorter var kosinn besti sópransaxófónleikari heims 17 ár í röð af hinu virta tónistartímariti Down Beat. Háskólabíó 24. maí Miðaverð: 6.200 / 5.700 Örfá sæti laus Í kvöld Ævintýri um Purbayan Ranjan Biswas og gríðarlega forvitnisáráttu hans Barnasýningin SMARAGÐSDÝPIÐ Á vegum Skólatónleika á Íslandi í samvinnu við Listahátíð. Íslenska óperan kl. 20.00 í kvöld, 20. maí. Miðaverð fyrir börn kr. 1000 og fullorðna kr. 1500. Aðrar sýningar: 23. maí kl. 9.00 í Mánagarði, Höfn í Horna- firði, kl. 15 í Kirkju- og menningarmiðstöðinni Fjarðabyggð. Ferð án fyrirheits tónleikar tileinkaðir Steini Steinarr Í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Steins Steinarrs flytja Jón Ólafsson og fleiri framúrskarandi tónlistarmenn gömul og ný lög við ljóð skáldsins. Íslenska óperan 29. & 30. maí | Miðaverð: 3.900

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.