Fréttablaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 20. maí 2008 23 Bandaríski tónlistarmaðurinn John Fogerty, sem spilar í Laugar- dalshöll annað kvöld, lendir hér á landi í dag með eiginkonu sína og tvö börn. „Þau ætla að njóta þess að vera hérna og borða góðan mat,“ segir Grímur Atlason tónleika- haldari. Munu þau dvelja á litlu hóteli í miðborginni á meðan hljómsveit hans verður á stærra hóteli. Kröfulisti Fogertys fyrir tón- leikana vakti nokkra athygli á dög- unum því á honum var eitt stykki X-box leikjatölva. Grímur segist vera búinn að redda tölvunni en það sem hafi aftur á móti ekki komið fram er að tölvan er fyrir sjö ára son hans en ekki hann sjálf- an. KK hitar upp fyrir Fogerty og hefur leik sinn klukkan 20. Fog- erty stígur síðan á svið klukkutíma síðar. „Hann byrjar þegar leikur- inn í Meistaradeildinni er búinn klukkan 20,“ segir Grímur og á þar við úrslitaleik Chelsea og Man- hester United. „Fogerty byrjar klukkan níu þegar það er allt búið, þannig að menn geta horft á leik- inn og farið svo á tónleikana.“ Fogerty er í hörkuformi að sögn Gríms og spilar öll sín helstu lög eins og sjá má á heimasíðu hans. Spilaði hann 25 lög fyrir skömmu í Kaliforníu, þar á meðal slagarana Down on the Corner, Proud Mary og Who´ll Stop the Rain. Enn eru eftir miðar á tónleikana í Höllinni, sem verða þeir fyrstu í tónleikaferð Fogertys um Evrópu. - fb Fyrst fótbolti, síðan Fogerty JOHN FOGERTY Tónlistarmaðurinn John Fogerty treður upp í Laugardalshöll annað kvöld. Samkvæmt heimildum slúðursíðunnar PerezHilton. com er ofurkryddið Mel B með sólóplötu í vinnslu. Það mun ekki vera í fyrsta sinn sem kryddpían reynir fyrir sér í tónlistinni ein síns liðs, en að þessu sinni mun hún vera að vinna með þekktustu upptöku- stjórunum vestanhafs. Mel B hyggst halda sig í popptónlistinni með „urban“ ívafi og mun hafa eytt síðustu viku í vinnslu á plötunni með Scott Storch, en fyrrverandi kryddpían hefur einnig fengið til liðs við sig Damon Elliott, JR Rotem, Richie Skillz og Rodney Jerkins. Mel B gerir sólóplötu MEL B ER Í HLJÓÐ- VERI Kryddpían vinnur með þekkt- um upptökustjórum á nýrri sólóplötu sinni. Knattspyrnumaðurinn David Beckham hyggst klífa fjallið Kilimanjaro. Ástæða þess að hann leggur upp í þessa sex daga heljarför er sú að hann ætlar að safna peningum fyrir Unicef í leiðinni. Mun það hafa verið hinn góðhjartaði söngvari U2, Bono, sem skoraði á Beckham að gera þetta. Heimildarmaður The Sun sagði að þetta þrekvirki væri aðeins meira en Beckham er vanur að leggja á sig líkamlega, en hann væri engu síður staðráð- inn í að láta verða af þessu. Mun hann hafa verið efins í fyrstu en Bono hafi með sínum alkunna sannfæringarmætti náð að telja hann á að gera þetta. Engin dagsetning hefur verið ákveðin vegna þess að Beckham er upptekinn með liði sínu LA Galaxy. Klifrið mun hins vegar fara fram, svo mikið er víst, ef marka má heimildarmann The Sun. Beckham klífur Kili- manjaro BECKHAM Klífur Kilimanjaro fyrir Unicef. Hagavagninn hljómar nú í nýrri útgáfu Megasar og Senuþjófanna. Lagið verður ásamt öðrum íslensk- um ellismellum á plötunni „Á morg- un“ sem kemur út í júní. Hagavagn- inn er eftir útvarpsmanninn góðkunna Jónas Jónasson. „Megas er mikill meistari og við erum góðir vinir,“ segir Jónas. Hann vill þó ekki leggja dóm á flutning Megasar á laginu. „Lagið dæmir sig sjálft, ég dæmi hvorki lagið né flytjendur þess. Það hafa margir tekið það í gegnum tíðina; Haukur Morthens, Ævar Kvaran og nú Megas, og ég yrði brjálaður ef ég færi að taka einn fram yfir annan. Halldór Laxness var spurð- ur álíka spurningar og þú ert að spyrja mig núna þegar Árni John- sen gerði heila plötu með ljóðun- um hans. Og Laxness svaraði: „Það syngur hver með sínu nefi, hrafn- inn og spóinn.“ Eigum við ekki bara að segja að það svar sé enn þá fullgott?“ - glh Dæmir ekki Megas LAGIÐ DÆMIR SIG SJÁLFT Jónas Jónas- son yrði brjálaður færi hann að taka einn flytjanda fram yfir annan.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.