Fréttablaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 41
ÞRIÐJUDAGUR 20. maí 2008 25 Höfundar bresku gamanþáttanna Little Britain, Matt Lucas og David Walliams, eru með tvær kvikmyndir í bígerð. Samkvæmt Hollywood-tímaritinu Variety eru þeir að vinna að mynd með bandaríska framleiðandanum Dreamworks, sem hefur gert stórmyndir á borð við Trans- formers og Sweeney Todd. Einnig eru þeir að undirbúa mynd með breska fyrirtækinu Working Title sem hefur áður sent frá sér myndirnar Hot Fuzz og Atonement. Lucas og Walliams virðast vera sjóðheitir um þessar mundir því þeir eru þegar byrjaðir að taka upp bandaríska útgáfu af Little Britain fyrir sjónvarpsstöðina HBO. Gera tvær kvikmyndir LITTLE BRITAIN Höfundar Little Britain eru heldur betur að færa út kvíarnar. Rokkararnir í Jet Black Joe héldu stórtónleika í Laugar- dalshöll síðastliðið föstu- dagskvöld ásamt Gospelkór Reykjavíkur. Fullt var út úr dyrum á tónleikana og skemmtu gestir sér hið besta. Jet Black Joe flutti öll sín bestu lög á tónleikunum, þar á meðal Rain og Higher and Higher, við frábærar undirtektir og sýndi sveitin að hún er síður en svo dauð úr öllum æðum. Á meðal gesta sem stigu á svið voru Hreimur Örn Heimisson og Guðmundur Jónsson úr Sálinni. Rokk og ról hjá Jet Black DÚETT Páll Rósinkranz, söngvari Jet Black Joe, og Hreimur Örn Heimisson sungu dúett á tónleikunum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ÞRÍR Í STUÐI Félagarnir Frosti, Orri Freyr og sjálfur Hemmi Gunn voru í góðu stuði í Laugardalshöll. FJÓRAR SPENNTAR Eftirvæntingin leyndi sér ekki í andlitum þeirra Láru, Dagnýjar, Auðar og Hrundar. ANDRI OG ALÍSA Andri og Alísa létu sig ekki vanta á tónleika Jet Black Joe. BROSMILD Guðrún og Birkir brostu fyrir ljósmyndara Fréttablaðsins. EIR OG GUNNAR Eir og Gunnar mættu í Höllina til að hlýða á rokkarana í Jet Black Joe syngja sín helstu lög.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.