Fréttablaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 46
30 20. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR LÁRÉTT 2. loðfeldur, 6. frá, 8. dauði, 9. eldsneyti, 11. á fæti, 12. lítið barn, 14. bragsmiður, 16. upphrópun, 17. tala, 18. blóm, 20. tveir eins, 21. hvæs. LÓÐRÉTT 1. þökk, 3. skammstöfun, 4. nennu- leysi, 5. berja, 7. fyrirhyggja, 10. nár, 13. gæfa, 15. flotholt, 16. heyskapa- ramboð, 19. sjó. LAUSN 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM „Það er gott take-away á Siam í Hafnarfirði en ef ég fæ mér pitsu er það nýi pitsustaðurinn á Dalveginum sem heitir Castello, þar eru alveg geggjaðar eldbak- aðar pitsur. Síðan er Austur- Indíafélagið svona spari.“ Sigríður Beinteinsdóttir söngkona „Ég fer til New York í byrjun júní á hugleiðslunámskeið og svo bauð vinkona mín mér á sjálfsstyrking- arnámskeið í London um miðjan júlí á vegum Landmark Forum,“ segir Eva María Jónsdóttir, sem ætlar að nýta sumarfríið með öðrum hætti en vanalega. Spurð hvernig skráningarnar á þessi námskeið hafi komið til segist Eva María lengi hafa haft áhuga á hugleiðslu. „Ég hef ekki hugleitt reglulega hingað til en lengi langað að læra meira. Ég frétti svo af þessu tiltekna námskeiði í New York eftir krókaleiðum, fannst það mjög spennandi og ákvað að skrá mig. Námskeiðið verður haldið fyrir utan borgina þar sem fókus- inn verður alfarið á hugleiðslunni, svo það verða engar verslunarferð- ir á dagskránni,“ segir Eva María sem hefur sömu sögu að segja um námskeiðið í London. „Dagskráin þar verður frá klukkan 9 á morgn- ana til 22 á kvöldin, föstudag, laug- ardag, sunnudag og þriðjudag, en ætli mánudagurinn sé ekki ætlaður til að maður hugsi sinn gang,“ segir Eva María og hlær. „Ég fer ein á bæði námskeiðin svo það verður ný reynsla að gera eitthvað í fríinu án barnanna og mannsins míns. Ég hálf skammast mín fyrir það, en heil 33% af sumar- fríinu munu fara í sjálfa mig. Það er samt nauðsynlegt að rækta sjálf- an sig reglulega svo þetta verður eflaust góð upplifun,“ segir Eva María að lokum. - ag Sjónvarpsstjarna á sjálfsstyrkingarnámskeið SÆKIR NÁMSKEIÐ Í NEW YORK OG LONDON Í SUMAR Hugleiðsla og sjálfsstyrking verða efst á baugi í sumarfríinu hjá Evu Maríu Jónsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Stelpurnar koma annaðhvort í ágúst eða um jólin,“ segir Inácio Pacas da Silva Filho, betur þekkt- ur sem Pacas úr Hæðinni, nú eða bara Pacas hans Begga. Þeir lýstu því yfir að ef þeir myndu vinna Hæðina færi verðlaunaféð – alls tvær milljónir – í að bjóða dætrum Pacasar til Íslands en þær eru búsettar í Brasilíu. Þeir sigruðu. „Þær hefur lengi langað til að koma en þetta er dýrt ferðalag,“ segir Pacas fullur tilhlökkunar. Beggi er ekki síður spenntur. „Ég sjálfur hefði helst viljað fá þær í gær. Þetta er líka svo gott til að gleðja hjarta Pacasar, sem hefur ekki séð þær í hartnær tvö ár.“ Beggi segir það mikið ferli að fá þær hingað til lands. „Þær eru báðar í skóla og geta því kannski komið í ágúst en alveg pottþétt um jólin. Þær eru svo spenntar fyrir því að koma hingað og sjá snjóinn og upplifa okkar menningu. Þær hafa aldrei farið út fyrir Brasilíu.“ Beggi segir að stelpurnar hafi vitað allan tímann að ef hann og Pacas kæmu til með að vinna Hæð- ina þá fengju þær að koma til Íslands. „Þær fylgdust með rosa- lega spenntar á Vísi.is. Skildu auð- vitað ekki neitt en gátu þó séð hvort við ynnum eða ekki,“ segir Beggi. Að öllum líkindum munu Beggi og Pacas fljúga til móts við þær enda þær óvanar ferðalögum og tala einungis portúgölsku. Beggi lofar því að þjóðin muni fá að fylgjast með þegar stelpurn- ar koma til landsins og sjái þessa fallegu sögu verða að veruleika. „Sagan er bæði falleg, og hún er heil,“ segir Beggi einlægur. - shs Stelpur Pacasar heim í jólasnjóinn SPENNTIR Beggi og Pacas eru spenntir að fá stelpurnar heim. LÁRÉTT: 2. pels, 6. af, 8. hel, 9. kol, 11. tá, 12. kríli, 14. skáld, 16. oj, 17. níu, 18. rós, 20. ff, 21. fnæs. LÓÐRÉTT: 1. takk, 3. eh, 4. letilíf, 5. slá, 7. forsjón, 10. lík, 13. lán, 15. dufl, 16. orf, 19. sæ. Heilsíðuumfjöllun er um kynn- ingartónleika Garðars Thors Cortes í nýjasta hefti breska glans- tímaritsins OK! sem kom í verslanir í gær. Garðar prufu- keyrði nýja plötu sína fyrir hóp útvaldra á safninu Dali Universe í London á dögunum, en platan er væntanleg í verslanir í sumar. Búist er við miklu af íslenska ten- órnum enda sló fyrsta platan hans í gegn hjá unnendum sígildrar tón- listar. Garðar hefur sjálfur sagt nýju plötuna vera öllu klassískari en þá fyrstu sem hlaut tilnefningu til Classical Brit Awards. En að kynningarveislunni. Öllu jafnan eru þær sóttar af minni háttar stjörnum sem sækja í myndavélar eins og flugur á mykjuskán. Mannsöfnuðinn setti þó hljóðan þegar fremur lágvax- inn, asískan mann bar að garði. Hann var umsetinn yngismeyjum og heilu stóði af lífvörðum og reyndist vera sjálfur Prins Azim, sonur soldánsins af Brunei. Hazim vildi ólmur láta mynda sig við hlið Garðars og hlóð tenórinn lofi fyrir frammistöðu hans. „Rödd hans er guðdómleg,“ sagði Azim í samtali við OK!. Azim prins er sólginn í frægðar- fólk og á vini á æðstu stöðum í félagslífi hinna ríku. Hann er þekktur fyrir dálæti sitt á popp- stjörnum, leikurum og fyrir sætum og borgaði meðal annars bæði Kate Moss og Shannon Elizabeth fyrir það eitt að mæta í teiti hjá sér. Hann hefur sérstakan unun af því að horfa á Mariuh Carey flytja sín frægustu lög og sendi henni fokdýrt hálsmen og demantshring í stíl með einkaþotu fyrir ekki margt löngu. Poppkóngurinn Michael Jackson hefur heldur ekki farið á mis við gjafmildi Azim, sem borgaði honum nokkrar milljónir íslenskra fyrir að koma í 25 ára afmælið sitt á síðasta ári. Sagan segir reyndar að soldáninn sjálfur hafi bjargað hinum ólán- sama Jackson frá gjaldþroti. Þeir fjármunir hafa þó verið smáaurar hjá soldáninum því hann er met- inn er á tvö þúsund milljarða króna. Azim er fjórði í röðinni að krúnunni og fær því væntanlega sinn skerf þegar sá gamli stígur niður af stóli sínum. Hvorki náðist í Garðar Thor Cortes né Einar Bárðarson, umboðsmann hans, við vinnslu fréttarinnar en vinfengi Azims og Garðars skemmir örugglega ekki fyrir möguleikum hans á að koma sér á framfæri ytra. freyrgigja@frettabladid.is GARÐAR THOR: FRUMFLUTTI EFNI AF NÝRRI PLÖTU Í LONDON Sonur soldánsins af Brunei hrifinn af Garðari Cortes GÓÐIR SAMAN Garðar Thor Cortes og Azim prins voru góðir saman í London. Azim, sem er sonur soldánsins af Brunei, hlóð íslenska tenórinn lofi fyrir frammistöðu hans. NORDICPHOTOS/WIREIMAGE Í dálki þessum í gær var því haldið fram að Egill Einarsson, eða Stóri G, væri að halda herþjálfunar- námskeið fyrir nema í Háskóla Íslands. Þetta mun ekki vera rétt því nám- skeið þetta er á vegum Bootcamp og kemur Egill þar hvergi nærri. Egill hélt á sínum tíma herþjálfunarnámskeið í Sporthúsinu en átökin þar voru slík að þrír til fimm manns köstuðu upp í hverjum tíma. Síðan þá hefur Egill snúið sér alfarið að fjarþjálfun þar sem hver og einn æfir eftir sínum hraða og líkamsástandi. Auglýsingastofan Fíton, þar sem Þormóður Jónsson fer fyrir fríðum flokki, hélt velheppnaða árshátíð úti í Viðey. Hugsanlega er það til marks um kreppu en í fyrra var þar á bæ farið til Washington til að halda árshátíð. Tölvufyrirtækið CCP þekkir hins vegar tímana tvenna frá því netbólan sprakk og er ekkert að draga af sér nema síður sé í flott- heitum. Þeirra starfsmenn brugðu sér til Marokkó til að halda árshátíð og þar voru vellystingarnar hvergi við nögl skornar. Fréttir bárust fyrir helgi af því að dansleikur Sálarinnar, sem til stóð að halda á Suður- landi, hefði verið sleginn af vegna skorts á leyfi fyrir skemmtanahaldi. Einar Bárðarson umboðsmaður Íslands hefur ekki sleppt hend- inni af Skímó og hann er ekki til í að kaupa þá skýringu hundrað prósent. Í tilkynningu þar sem segir af stórkostlegum dansleik Skímó í Hvíta húsinu á Selfossi, troðfullt hús og mikil stemmning, lætur hann að því liggja að ástæðan hafi kannski verið önnur og þá væntanlega sú að Sálin hafi ekki þorað í samkeppnina. Minnir það á þegar Mánar voru og hétu á 7. áratug síðustu aldar. Ef vitað var að þeir væru með ball á Suðurlandi hættu menn sér hvergi nærri, jafnvel þó þeir hétu Hljómar. - shs/jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Strandgötu 43 | Hafnarfirði Sími 565 5454 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.