Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 4
4 21. maí 2008 MIÐVIKUDAGUR Vegna fréttar af herþjálfunarnám- skeiði fyrir nema í HÍ í sumar vill Arnaldur Birgir Konráðsson, fram- kvæmdastjóri Bootcamp, taka það fram að námskeiðið er ekki á vegum fyrirtækis hans. Því var ranglega haldið fram í frétt blaðsins í gær og er beðist velvirðingar á því. LEIÐRÉTTING VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 17° 15° 15° 17° 14° 19° 17° 19° 19° 20° 13° 21° 15° 22° 25° 23° 24° 4 Á MORGUN 8-15 m/s sunnan til annars hægari 12 12 10 10 1712 10 10 1512 6 5 6 13 6 6 6 7 5 3 3 11 10 8 6 6 7 7 12 10 9 FÖSTUDAGUR Víðast 5-10 m/s NORÐURLANDIÐ HORFIR VEL Í dag og næstu daga eru prýðis veðurhorfur fyrir landið norðanvert. Eru horfur á að til landsins þar um slóðir megi búast við 15-19 stiga hita síðar í vikunni og um helgina í nokkuð björtu veðri og hægum vindi. Austan til eru líka ágætar horfur einkum er nær dregur helgi. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur VIÐSKIPTI Tap Icebank á fyrsta ársfjórðungi nemur 3.360 milljón- um króna. Tap á hlut nemur 3,0 krónum. Á sama tíma í fyrra nam tap bankans 2.747 milljónum. Tapið skýrist af gengistapi af markaðsbréfum upp á 3,5 milljarða króna, einkum af eignarhlut í Existu sem lækkaði um 44 prósent á fjórðungnum, og eins vegna varúðarniðurfærslu krafna upp á 2,3 milljarða króna. Hreinar vaxtatekjur námu hins vegar 809 milljónum og jukust um 60 prósent frá sama tíma í fyrra. „Eru vaxtatekjur nú 59 prósentum hærri en allur rekstrarkostnaður bankans“, segir í tilkynningu. - óká Icebank á fyrsta fjórðungi: Tapið nemur 3,4 milljörðum BANDARÍKIN, AP Bandaríski öld- ungadeildarþingmaðurinn Edward M. Kennedy er með heila- æxli, að því er læknar skýrðu frá í gær. Æxlið, sem sagt er illkynja, er ástæða þess að hann fékk skyndi- lega flog um helgina og var strax fluttur á sjúkrahús til rannsókna. Hann er sagður hafa náð sér eftir flogið, en óvíst er um bata- horfur hans og meðferð. Kennedy, sem jafnan er nefnd- ur Ted, er 76 ára gamall og hefur setið á þingi síðan 1962. Hann er bróðir fyrrverandi Banda- ríkjaforseta, Johns F. Kennedy, sem var myrtur árið 1963. Þriðji bróðir þeirra, Robert, var einnig myrtur árið 1968. - gb Kennedy á sjúkrahúsi: Sagður með ill- kynja heilaæxli EDWARD M. KENNEDY Hefur verið öld- ungadeildarþingmaður síðan 1962. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BÚRMA, AP Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, ætlar til Búrma á morgun að skoða neyðarsvæðin og ræða bæði við hjálparstarfsfólk og ráðamenn. Hann segir næstu daga ráða úrslitum um örlög fólksins á þeim svæðum sem verst urðu úti. Hjálpin hafi til þessa einung- is náð til fjórðungs þeirra sem á þurfa að halda. John Holmes, yfirmaður neyð- arhjálpar Sameinuðu þjóðanna, er staddur í Búrma til að sann- færa herforingjastjórnina þar um að þiggja meiri hjálp að utan. - gb Búrmastjórn enn hvött til Ban Ki-moon á leið til Búrma BÖRN Í BÚRMA Þessi tvö skýldu sér fyrir rigningunni með stórri regnhlíf. NORDICPHOTOS/AFP VINNUMARKAÐUR Ögmundur Jón- asson, formaður BSRB, segir að lítið hafi miðað áleiðis í viðræð- um samninganefndar BSRB og ríkisins en allt sé þetta þó í rétta átt. „Ég er enn að gera mér vonir um að við verðum komin nærri markinu í lok vikunnar eða í síð- asta lagi um helgina,“ segir hann. Ögmundur segir að verið sé að skoða ýmsa þætti sem snúi að vel- ferðargeiranum og umönnunar- geiranum og horfa til framtíðar. - ghs Samningaviðræður BSRB: Lítið miðar áleiðis REYKJAVÍK Rekstrarafkoma A-hluta Reykjavíkurborgar er 22,5 millj- arðar, 8,8 milljörðum betri en áætlað var. A-hlutinn tekur til aðalsjóðs, eignasjóðs og skipu- lagssjóðs. Ársreikningar Reykja- víkur fyrir 2007 voru lagðir fram í borgarstjórn í gær. Rekstrarafkoma aðalsjóðs er 16,5 milljarðar, eða 52% hærri en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Hagnaður borgarinnar af sölu hlutar síns í Landsvirkjun, rúm- lega 10 milljarðar, er inni í þeirri tölu. Ólafur F. Magnússon borgar- stjóri sagði við framlagningu að um viðsnúning á rekstri borgar- innar væri að ræða. Hann segir að fjármálastjórn hafi farið úr bönd- unum árin 2003 til 2006. „Niður- staða ársreiknings sýnir að öflug fjármálastjórn og ráðdeild sem einkennt hafa rekstur og fjármála- stjórn borgarinnar á síðasta ári skipta sköpum,“ sagði Ólafur í ræðu sinni. Dagur B. Eggertsson borgar- fulltrúi segir fráleitt að tala um viðsnúning í fjármálum. Að sölu- hagnaði undanskildum sé þróunin svipuð og síðustu ár. „Skatttekjur borgarinnar hafa aukist mjög og útgjöld taka mið af manneklu á mörgum sviðum. Þá eru 15 millj- arðar af þessu söluhagnaður af Landsvirkjun og lóðum og fast- eignum borgarinnar. Sá hagnaður kemur aðeins einu sinni og var alltof rýr í tilviki Landsvirkjun- ar,“ segir Dagur. - kóp Afkoma borgarsjóðs mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir: Milljarða betri afkoma borgar Í RÆÐUSTÓL Borgarstjóri mælti fyrir ársreikningi 2007 í borgarstjórn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SJÁVARÚTVEGUR „Samfylkingin er ekki hreintrúarflokkur þar sem allir verða að hafa sömu skoðun og formaðurinn,“ segir Karl V. Matthíasson, þingmaður Samfylk- ingarinnar, sem er hlynntur hval- veiðum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, hefur hins vegar sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að allir ráðherrar flokksins séu mótfallnir þeim. Á veffréttamiðli Bloomberg segir frá því að óeining sé um málið innan íslensku ríkisstjórn- arinnar og er þar haft eftir Ingi- björgu Sólrúnu að með því að heimila veiðarnar sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Paul Watson, forsvarsmað- ur Sea Shepherd, segir á vefsíðu samtakanna að hrefnuveiðar Íslendinga séu glæpsamlegar. „Hinn siðvæddi heimur verður að sniðganga allar vörur og þjónustu Íslendinga. Hvort sem er ferða- þjónusta, fatnaður eða vodki,“ segir hann. Forsvarsmenn Landssambands íslenskra útvegsmanna, Sjó- mannasambands Íslands, Félags skipstjórnarmanna og Félags vél- stjóra og málmtæknimanna fagna hins vegar ákvörðun sjávarút- vegsráðherra og undrast ummæli Ingibjargar Sólrúnar. Í fréttatil- kynningu frá þeim segir að hrefn- ur éti um milljón tonn af fiski, þar á meðal loðnu og þorski. Því séu veiðar á henni mikið hagsmuna- mál. Karl segir að hann eigi sér skoð- anabræður í þessu máli innan þingmannaliðs Samfylkingarinn- ar. Hann segist líta svo á að Ingi- björg Sólrún hafi fyrst og fremst verið að ítreka í fréttatilkynning- unni að sjávarútvegsráðherra hafi tekið ákvörðunina. „Hún sagðist til að mynda munu útskýra þau rök um sjálfbæra nýtingu hrefnu- stofnsins sem að baki ákvörðun liggja á erlendum vettvangi og þar sem þess gerist þörf.“ Gunnar Bergmann, formaður Félags hrefnuveiðimanna, segir ekki langt síðan að Össur Skarp- héðinsson hafi talað fyrir hrefnu- veiðum. „Það eru aðeins nokkur ár síðan að hann barði sér á brjóst og sagði á fundi á Ísafirði að þegar hann kæmist til valda myndi hann standa fyrir því að hrefnuveiðar yrðu heimilaðar. Viðmælandi hans þá var Konráð Eggertsson hrefnu- veiðimaður. Af ummælum Össur- ar í fjölmiðlum má hins vegar greina að þetta fór á annan veg hjá honum.“ Fyrsta hrefnan var veidd í gær og mun báturinn Njörður koma með hana að landi skömmu eftir hádegi í dag. jse@frettabladid.is Watson segir hrefnu- veiðar glæpsamlegar Erlendir fjölmiðlar greina frá hrefnuveiðum Íslendinga og segja frá óeiningu innan ríkisstjórnarinnar. Skiptar skoðanir eru um málið innan Samfylkingar- innar. Paul Watson hvetur til þess að íslenskar vörur verði sniðgengnar. FORSVARSMAÐUR SEA SHEPHERD Paul Watson vill að hinn siðvæddi heimur snið- gangi allar vörur og þjónustu Íslendinga. Hvort sem um er að ræða ferðaþjónustu, fatnað eða íslenskan vodka. GENGIÐ 20.05.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 148,6551 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 73,64 74 144,74 145,44 115,27 115,91 15,45 15,54 14,731 14,817 12,431 12,503 0,7079 0,7121 119,85 120,57 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.