Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 6
6 21. maí 2008 MIÐVIKUDAGUR Flugstoðir á Reykjavíkurflugvelli Opið hús hjá Flugstoðum kl. 17:00-19:00. Boðið verður upp á leiðsögn um Flugstjórnarmiðstöð, turnhermi, verkstæði, slökkvilið og fleira. Flugþekkingin – sérþekkingin Flugskólar, háskólar og fleiri aðilar bjóða upp á fyrirlestra um rannsóknir og þróunarstarf sem tengist flugi. Haldið í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli kl. 20:00. 08:00 Setning málþings 2008 Matthías Sveinbjörnsson, Flugmálafélagi Íslands Mikilvægi Reykjavíkurflugvallar fyrir íslenskt þjóðfélag 08:10 Reykjavíkurflugvöllur og landsbyggðin Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðarsveitar 08:20 Þarfir flugsamgangna á Íslandi Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group 08:30 Sambúð flugs og borgar Einar Kárason, rithöfundur 08:40 Þarfir og kröfur þjóðfélagsins Ögmundur Jónasson, alþingismaður Samgöngumiðstöð og skipulag Vatnsmýrarinnar 08:50 - 09:20 Áætlanir um byggingu Samgöngumiðstöðvar - Skipulagsmál Vatnsmýrarinnar. Ragnar Atli Guðmundsson, verkefnisstjóri, Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur og fleiri. Umræður Fundarstjóri Kristján Már Unnarson fréttamaður. Reykjavíkurflugvöllur í brennidepli Málþing Flugmálafélags Íslands Flugskýli Geirfugls, 22. maí 2008 kl. 08:00 Miðvikudagur 21. maí Fimmtudagur 22. maí 2008 á Reykjavíkurflugvelli sjá nánar á www.flugmal.is SUÐUR-AFRÍKA, AP Hjálparsamtök í Suður-Afríku reyna nú að útvega þúsundum innflytjenda frá nágrannalöndum mat og húsa- skjól. Innflytjendurnir hafa þús- undum saman flúið heimili sín, sem oft eru þó frekar bágborin, vegna linnulausra árása fátækra heimamanna undanfarna viku. Átökin hafa kostað á þriðja tug manna lífið, en í gær virtist aðeins rólegra þótt áfram hefðu borist óstaðfestar fregnir af dauðsföll- um. Mikið af árásunum beinist gegn flóttafólki frá Simbabve, sem hefur streymt til landsins síðustu vikur og mánuði, en aðrir útlend- ingar frá Malaví, Mósambík og fleiri nágrannaríkjum, verða ekki síður fyrir árásunum. Hópar víga- manna, vopnaðir hnífum, byssum og grjóti, hafa farið um hverfin og elt uppi útlendinga. Einn varð fyrir því að kveikt var í hjólbarða sem settur var um hálsinn á honum. Árásarfólkið kennir útlending- unum um að taka frá heimamönn- um bæði vinnu og húsnæði. Átökin þykja sanna ásakanir stjórnarand- stæðinga um að stjórnvöld í Suður- Afríku hafi ekki staðið sig í að útvega landsmönnum næga atvinnu, betra húsnæði og viðun- andi menntun. Þótt velmegun í Suður-Afríku sé meiri en í nágrannaríkjunum, þá er atvinnu- leysi mikið og húsnæðisvandinn gríðarlegur. Innflytjendurnir hafa flúið inn á lögreglustöðvar, inn í kirkjur og félagsmiðstöðvar þar sem það leit- ar skjóls eftir árásirnar. Fáir hafa hætt sér þaðan út aftur, heldur bíða átekta. - gb LIGGUR Í BLÓÐI SÍNU Ljósmyndarar kepptust við að taka myndir af þessum manni, sem lögreglan hafði bjargað undan æstum múg. Hann beið læknis- aðstoðar sem barst fáeinum mínútum síðar. NORDICPHOTOS/AFP Ofsóknir heimamanna á hendur innflytjendum í úthverfum Jóhannesarborgar hafa kostað tugi manna lífið: Þúsundir manna á flótta í Suður-Afríku UMHVERFISMÁL Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkti sam- hljóða á fundi sínum í gær að hætta undirbúningi Bitruvirkjunar og fresta öllum frekari framkvæmd- um á svæðinu. Ákvörðun um fram- haldið verður tekin að höfðu sam- ráði eigenda og sveitarfélagsins Ölfuss. Rammaáætlun II um nýtingu vatnsafls og jarðvarma verður til- búin á næsta ári. Hjörleifur Kvar- an, forstjóri OR, segist alveg eins eiga von á breyttri afstöðu til Bitru- virkjunar. „Ég tel að mörg önnur svæði séu vænlegri til friðunar; Kerlingar- fjöll, Torfajökull og Brennisteins- fjöll svo eitthvað sé nefnt. Ef menn ætla að virkja háhitasvæði yfirhöf- uð hljóta menn því að horfa til Bitr- uvirkjunar,“ segir Hjörleifur og bendir á að línur liggi nú þegar yfir svæðið. Kjartan Magnússon, stjórnarfor- maður OR, segir að fyrirtækið vilji starfa í sátt við umhverfið og því hafi eðlilega verið tekið tillit til úrskurðar Skipulagsstofnunar. „Það kom mér á óvart hve eindregið það var, en við hlítum því að sjálfsögðu. Við höldum áfram undirbúningi virkjunar í Hverahlíð,“ segir Kjart- an. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna í stjórn OR, þær Svandís Svavarsdóttir og Sigrún Elsa Smáradóttir, vilja að öllum frekari framkvæmdum á svæðinu verði hætt. Þær bókuðu að í ljósi álits Skipulagsstofnunar eigi að „eigra svæðinu til langrar framtíðar“. Á borgarstjórnarfundi í gær ósk- aði Ólafur F. Magnússon borgar- stjóri borgarbúum til hamingju með að Bitruvirkjun hafi verið slegin af. Í samþykkt stjórnar OR segir að framkvæmdum sé frestað. Kjartan Magnússon segir rétt hjá borgar- stjóra að þessar framkvæmdir hafi verið slegnar af, hvað sem verður í framtíðinni. Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, gagnrýnir stjórn OR fyrir flumbrugang. Ekki hafi legið á að taka afstöðu til máls- ins og samþykktin gæti bundið hend- ur fyrirtækisins til orkuframleiðslu á öðrum háhitasvæðum. Bitruvirkjun átti að framleiða 135 MW og viðræður höfðu átt sér stað um sölu 100 MW til kísilhreinsunar- verksmiðju í Þorlákshöfn. Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Ölf- uss, segir að endurskoða þurfi öll áform um orkufrekan iðnað á svæð- inu. „Það verður ekki pláss fyrir slíkan iðnað ef ekkert er virkjað,“ segir Ólafur. kolbeinn@frettabladid.is Forstjóri OR útilokar ekki virkjun á Bitru Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á alveg eins von á breyttri afstöðu til Bitru- virkjunar á næsta ári þegar rammaáætlun II verður kynnt. Borgarstjóri óskaði borgarbúum til hamingju með að virkjunin yrði slegin af í borgarstjórn í gær. HELLISHEIÐARVIRKJUN Stækkun hennar gefur af sér 90 MW og Hverahlíðarvirkjun annað eins. Forstjóri OR segir alla þá orku eyrnamerkta ákveðnum verkefnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EKKI MEIRI ORKUSALA Hjörleifur Kvaran segir að með aflagningu Bitruvirkjunar sé ljóst að ekki verði fleiri orkusölusamningar af hendi OR að öllu óbreyttu. Sú raforkuframleiðsla sem fyrirtækið á í pípunum sé öll eyrnamerkt ákveðn- um verkefnum. Stækkun Hellisheiðarvirkjunar gefur af sér 90 MW og Hverahlíð- arvirkjun annað eins; samtals 180 MW. Af því fara 100 MW í álver í Helguvík, 35 MW í stækkun Norð- uráls, 10 MW í eigin orkunotkun virkjana. Þau 35 MW sem út af standa þurfi vegna íbúafjölgunar á veitusvæðinu. Á að breyta eða fella út lög um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra og þingmanna fyrir þinghlé í næstu viku? Já 93,4% Nei 6,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Var rétt að hætta við Bitruvirkj- un? Segðu þína skoðun á visir.is KÍNA, AP Tveimur mönnum hefur verið bjargað úr rústum húsa í Kína meira en viku eftir að jarð- skjálftinn mikli reið yfir í Sechu- an-héraði. Fólk í héraðinu var enn á nálum af ótta við eftirskjálfta sem spáð var að gætu enn orðið sterkir. Ma Yuanjiang var bjargað í gær úr vatnsorkuvirkjun við Yingxiu- flóa, þar sem hann starfaði sem verkstjóri, eftir 30 tíma starf við að koma honum út úr rústunum. Hann var fær um að tala eftir björgunina og gat strax farið að borða smávegis, en ekki var vitað hvernig líkamlegt ásigkomulag hans var eftir þrekraunina. Á mánudag var námuverka- manninum Peng Guohua bjargað eftir að hafa verið fastur í rústun- um í 170 klukkustundir. Afar ólíklegt þykir að fleiri finn- ist á lífi í rústunum. Jarðskjálftinn mældist 7,9 stig og er talinn hafa kostað 50 þúsund manns lífið. Í dag er síðasti dagur þriggja daga þjóðarsorgar, sem stjórnvöld lýstu yfir á mánudag. Áður hefur þjóðarsorg aðeins verið lýst yfir í Kína við fráfall þjóðarleiðtoga. - gb Síðasti dagur þriggja daga þjóðarsorgar í Kína er í dag: Bjargað eftir viku í rústunum LÁTINNA MINNST Nemar í bænum Lin- fen mynduðu stafi héraðsins Wenchuan með kínversku letri og hjarta utan um. NORDICPHOTOS/AFP KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.