Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 10
10 21. maí 2008 MIÐVIKUDAGUR SKIPULAGSMÁL Álftanesbær hefur úrslitavald til að ákveða hvort lóð- areigandi í bænum fær að byggja á lóð sinni, þrátt fyrir að Hæsti- réttur hafi úrskurðað að lóðin sé byggingarhæf. Þetta segir Sigurð- ur Magnússon, bæjarstjóri á Álfta- nesi. Henrik Thorarensen á lóðina að Miðskógum 8 í gegnum eignar- haldsfélagið Hald. Hann hugðist byggja á lóðinni en mætti þá and- stöðu bæjaryfirvalda, sem ekki vildu samþykkja fyrirhugað hús. Héraðsdómur úrskurðaði í málinu og komst að þeirri niðurstöðu að ekkert deiliskipulag væri í gildi, og því mætti ekki byggja á lóð- inni. Fyrir mánuði staðfesti Hæsti- réttur að ekki mætti reisa umrætt hús. Teikningarnar samræmdust ekki deiliskipulagi, sem sveitarfé- laginu hefði ekki tekist að sýna fram á að væri ekki í gildi. Lóðin er með öðrum orðum byggingar- lóð, í eigu Halds. Engu síður ligg- ur fyrir bæjarstjórn að fella lóð- ina út af skipulagi og skilgreina hana sem óráðstafað svæði. „Við ákveðum þetta og enginn annar,“ segir Sigurður Magnússon bæjarstjóri. „Samkvæmt bygging- arlögum kunnum við svo að vera skaðabótaskyld ef við göngum á rétt einstaklinga, en það er bara annað mál. Við höfum tekið ákvörðun um að hlífa viðkvæmum strandsvæðum á öllu Álftanesinu. Það er stefna bæjarstjórnar.“ - sh Bæjarstjóri Álftaness vill ekki byggingu strandhýsis: Álftanesbær ræður, ekki Hæstiréttur SIGURÐUR MAGNÚSSON Bæjarstjórinn vill vernda strandlengju Álftaness. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAMGÖNGUMÁL „Það kæmi mér á óvart ef þessu tilboði yrði ekki tekið,“ segir Elliði Vignisson, bæj- arstjóri í Vestmannaeyjum, um endurskoðað tilboð bæjarins og Vinnslustöðvarinnar í smíði og rekstur nýrrar farþegaferju. Nýtt tilboð er tveim milljörðum króna lægra en fyrra tilboð upp á rúma 16 milljarða. Kostnaðaráætlun verkefnisins er rúmir tíu milljarð- ar. Upphaflegur frestur sam- gönguyfirvalda til að svara endur- nýjuðu tilboði rann út á hádegi í gær en Eyjamenn hafa gefið frest til hádegis á fimmtudag. Siglingastofnun hafnaði fyrra tilboðinu á þeim forsendum að það væri langt yfir kostnaðaráætlun og fór fram á að það yrði endur- skoðað. „Þetta tilboð er niðurstaða úr samningaviðræðum með Ríkis- kaupum, Siglingastofnun og full- trúum samgönguráðuneytis. Það er einsýnt að upphafleg kostnað- aráætlun ríkisins fær ekki staðist lengur. Ýmsar forsendur eru breyttar.“ Elliði bendir á að fjár- magnskostnaður hafi hækkað mikið á stuttum tíma og það sama eigi við um verð á smíðajárni. „Þetta er lokatilboð af okkar hálfu og um það verður samið eða ríkið verður að leita annarra leiða til að tryggja að ný ferja verði farin að sigla í Landeyjarhöfn árið 2010.“ Forsvarsmenn Siglinga- stofnunarinnar vildu ekki tjá sig í gær um líkur þess að nýju tilboði yrði tekið eða því hafnað. - shá Bæjarstjóri viss um að Eyjamenn sjái um smíði og rekstur nýrrar ferju: Lokatilboðið áfram á borðinu NÝR HERJÓLFUR Það skýrist í dag hvort þetta glæsilega skip verður smíðað af Eyjamönnum. ÚGANDA, AP Uppreisnarhópur í Úganda, sem hefur í nærri tvö ár staðið í samningaviðræðum við stjórnvöld um frið í skiptum fyrir sakaruppgjöf, hefur á síðustu vikum rænt 130 börnum, að því er talsmaður stjórnarhersins segir. Hundrað börnum var rænt þegar liðsmenn hópsins gerðu árás á landamærahéruð í nágrannaríkinu Mið-Afríkulýð- veldinu. Þrjátíu börnum var síðan rænt við landamæri Súdans og Kongó í síðasta mánuði. And- spyrnuher drottins, er talinn hafa rænt um 20 þúsund börnum síðan hann hóf uppreisn fyrir rúmum tveimur áratugum. - gb Uppreisnarmenn í Úganda: Farnir að ræna börnum á ný ÚFINN PRINS Karl Bretaprins var á leiðinni í garðveislu á Norður-Írlandi í gær með einhvers konar Tinnahár- greiðslu þegar þessi mynd var tekin af honum. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.