Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 16
16 21. maí 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Þegar mannhaf flæddi yfir götur Parísar 13. maí 1968, og kórar sem töldu hundruð þúsunda létu taktföst vígorð bergmála um alla borgina, var það sem eyru manna gátu numið ekki síst þetta: „Tíu ár, það er nóg“ og „Til hamingju með afmælið herra hershöfðingi“. Þessi orð viku að því að þá voru tíu ár liðin frá upphafi þeirra atburða sem leiddu til þess að de Gaulle fékk völdin í landinu í sínar hendur og setti nýja stjórnarskrá í stað þeirrar sem fyrir var, þannig að „fjórða lýðveldið“ var úr sögunni og við tók „fimmta lýðveldið“. Nú þurfa menn varla að hafa mikið meira en meðalkunnáttu í stærðfræði til að reikna út, að ef tíu ára afmæli valdatöku de Gaulle var í maí 68, hlýtur fimmtíu ára afmælið að vera þessa dagana, og það er að sjálfsögðu stórafmæli, annus jubilaeus eins og það er kallað í hinni fornu kaþólsku biblíu. En varla verður sagt að þeir sem nú lesa frönsk dagblöð verði mikið varir við það. Meðan allir fjölmiðlar eru troðfullir af greinum í tilefni af fjörutíu ára afmæli „maí 68“, sem meirihluti Frakka telur nú næstmesta viðburðinn í sögu landsins á 20. öldinni á eftir heimsstyrjöldinni síðari, er varla minnst á valdatöku de Gaulle. Blaðið „Le Monde“ hefur tekið upp á því að birta á hverjum degi eilítið smækkaða mynd af forsíðu blaðsins sama dag fyrir fjörutíu árum, en hvergi er að finna neinar hálfrar aldar gamlar forsíður; á atburðina kringum hrun „fjórða lýðveldisins“ er ekki minnst nema stöku sinnum, og mjög stuttara- lega, í hinum fasta dálki „Le Monde fyrir fimmtíu árum“, þar sem öllu ægir saman. Um „maí 68“ er komið svo mikið bókaflóð að það ærir óstöðugan, en um það sem gerðist tíu árum áður hef ég aðeins séð eina nýja bók, stutt yfirlitsrit, og engar endurútgáfur. Stjórnkerfi leysist upp Þó vantar ekki að hrun „fjórða lýðveldisins“ hafi verið dramat- ískt og sögulegt í meira lagi, og í þeirri sögu eru margar gátur óleystar enn. Í Alsír geisaði blóðug og sóðaleg styrjöld, en ráðamenn „fjórða lýðveldisins“ voru búnir að bíða skipbrot, þeir gátu hvorki unnið stríðið né bundið enda á það með öðrum hætti, og í ráðaleysi sínu fundu þeir ekki upp á neinu öðru en ana áfram í blindni, með sífellt meiri hraða. Styrjöldin varð stöðugt óvinsælli meðal almennings, en þeir sem voru henni hlynntir þrjóskuðust við, og sögðu að það væri hægðarleikur að vinna stríðið ef stjórnmálamenn væru ekki til trafala. Um síðir gerðu agalausir herforingjar í Algeirsborg uppreisn, samsærismenn voru úti um allt, herdeildir voru tilbúnar að halda inn í París, en de Gaulle, sem hafði verið valdalaus í ein tólf ár, sat eins og könguló í miðju netinu. Með því að kippa í ýmsa spotta kom hann því til leiðar að stjórnmálamenn sem vissu ekki lengur sitt rjúkandi ráð kölluðu á hann úr þessari hálfgildings „útlegð“ og fólu honum völdin, alveg utan við lög og rétt. En kannske er skýringarinnar á því hvers vegna engin afmælisterta hefur verið pöntuð og heldur ekki nein kerti einmitt að leita í þessari sögu: vera má að ýmsum sé ekki allt of ljúft að rifja upp hvernig heilt stjórnkerfi gat grotnað í sundur innan frá og leyst upp í lögleysu fyrir læpuskap vald- hafanna sem fóru inn á vitlausar brautir og voru ekki færir um að snúa aftur. Vera má að einhver kynni að finna einhverjar hliðstæður annars staðar. Ofurforseti En fleira kemur til. De Gaulle leit svo á að hann væri eini lögmæti stjórnandi landsins og hefði verið það allar götur síðan 1940; hann væri í raun og veru jafngildi einvaldskonungs þótt hann hefði valdið að vísu ekki frá guði almáttugum heldur frá þjóðinni, og því væri ekki pláss fyrir neina aðra valdhafa í landinu, hvorki forsætisráðherra, þing né annað. Svo hófst hann handa við að semja nýja stjórnarskrá eftir þessum hugmyndum sínum. Skopteiknari einn lýsti því starfi með mynd þar sem de Gaulle var að smíða handa sér hásæti eftir máli. Samkvæmt þessari stjórnarskrá – einkum eins og hún varð í túlkun de Gaulle sjálfs – hafði forsetinn nánast öll völd, forsætisráðherrann varð lítið annað en nokkurs konar herbergis- þjónn sem hann gat skipt um eftir geðþótta, og þingið missti allt frumkvæði. En de Gaulle var ekki eilífur, og þegar hann var allur sátu Frakkar uppi með þessa stjórnarskrá og þetta forsetaembætti sem á sér engan líka annars staðar á Vesturlöndum, – menn hafa stundum talað um „ofurforseta“. Það hefur gengið heldur brösulega á stundum þegar venjulegir stjórnmálamenn setjast í það sæti sem de Gaulle hannaði fyrir sjálfan sig og engan annan, og nú eru á lofti ýmsar blikur sem menn veigra sér við að horfa á. Skugga- Sveinn gat drottnað yfir hinum frjálsu fjöllum, en við hverju má ekki búast ef Ketill skrækur tekur við? Afmæli UMRÆÐAN Kristrún Heimisdóttir svarar Steingrími J. Sigfússyni Steingrímur J. Sigfússon hafnaði rökræðu í svari til mín hér í blaðinu í fyrradag en staðfesti í staðinn að efni greinar minnar var rétt. Ég tilgreindi með beinum tilvitnunum í hann sjálfan fimm ósannar staðhæfingar hans í viðtali á Stöð 2 um m.a. hvernig vörnum Íslands er háttað. Ég setti málið fram í fimm tölusettum liðum sem gerir Steingrími býsna auðvelt skýra mál sitt. Hann gerir hins vegar ekkert til þess og staðfestir þannig eigin hendi að fimm sinnum var sagt ósatt á fimm mínútum. Lesendur geta rifjað grein mína upp á visir.is. Hið mikilvæga í málinu er hins vegar allt annað. Við Íslendingar öxlum nú í fyrsta sinn í meira en sextíu ár sjálf ríka ábyrgð á vörnum. Í haust fékk utanríkismálanefnd Alþingis að frumkvæði utanríkisráðherra svonefnda öryggisvottun og þar með aðgang að trúnaðarupplýsingum NATO. Þar með var eðlilegum lýðræðislegum samskiptum komið á í stað nær sex áratuga vantrausts, leyndar og tortryggni þar sem vinstrimönnum var haldið markvisst frá upplýsingum. Pétur Gunnarsson rithöfundur sagði einhvern tíma að forherðing deilnanna um her í landi hefði verið harmleikur hins unga íslenska lýðveldis, farið langt með að eyðileggja stjórnmál og opinbera umræðu í landinu. Allt var leyfilegt í umræðunni, staðreyndir skiptu engu. Nú sýnir enginn nema VG virkan áhuga á að viðhalda þessari vondu umræðuhefð kalda stríðsins, einkum formaðurinn sem situr sjálfur í utanríkis- málanefnd. Íslenskur almenningur á hins vegar það eitt skilið að þeir sem hafa sérstakar upplýsingar vegna trúnaðarstarfa séu sannferðugir og málefnalegir í málflutningi. Kaninn er farinn og fulltrúar í utanrík- ismálanefnd hafa skyldur gagnvart eigin þjóð. Ísland er eitt af 24 herlausum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna og eina herlausa aðildarríki NATO. Herleysi er forsenda nýrra varnarmálalaga og starf á þessu sviði miðar að skynsamlegu lágmarki. Íslendingar eru friðarsinnar og kjósa yfirvegaða og málefnalega umræðu um útfærslu hins nýja verkefnis. Höfundur er aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Kaninn er farinn Fimmta-lýðveldið EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | KRISTRÚN HEIMISDÓTTIR Vor í Kaupmannahöfn! Come2 Scandinavia er með tvær íbúðir í miðborg Kaup- mannahafnar. Einungis 15mín gangur að Ráðhústorgi. Þetta er frábær og ódýr lausn fyrir hópa og fjölskyldur sem vilja hafa það gott yfir helgi eða viku í Köben. Erum einnig með góð verð á bílaleigubílum. Nánari upplýsingar á www.come2scandinavia.com Sími: +45 3325 6425 • Netfang: info@come2scandinavia.com Enn einn frest? Sagt var frá því í Fréttablaðinu fyrir viku að Alþingi hefði framlengt umsóknarfrest um embætti ríkisend- urskoðanda. Embættið var upphaf- lega auglýst í Lögbirtingablaðinu og Morgunblaðinu en umsóknarfrestur var til 5. maí. Aðeins fimm umsóknir bárust og var fresturinn framlengdur til 16. maí vegna gruns um að fyrri auglýsing hefði farið framhjá fólki. Seinni auglýsingin birtist í Morg- unblaðinu og á starfatorg.is. Ekki þótti ástæða til að auglýsa í fleiri miðlum, aðstoðarskrifstjóri Alþingis sagði líklegast að þeir sem hefðu hug á embætti ríkisendurskoðanda læsu Morgunblaðið. Nú er seinni umsóknarfresturinn runninn út. Umsóknirnar eru ennþá fimm. Ofsagt Samtök ferðaþjónustunnar mótmæla þeirri ákvörðun Einars K. Guðfinns- sonar sjávarútvegsráðherra að heimila veiðar á fjörutíu hrefnum. Þau segja ljóst að hvalveiðarnar skaði ímynd Íslands og hafi mjög slæm áhrif á hvalaskoðun. Þessu hefur raunar verið haldið fram síðan hvalveiðar hófust í vísindaskyni árið 2003. Frá 2002 til 2007 hefur gestum í hvalaskoð- un hins vegar fjölgað úr 62 þúsundum í rúmlega 104 þúsund. Þessar tölur benda ekki til að hvalveiðar hafi hingað til haft „mjög slæm áhrif“ á hvala- skoðun. Nafnlaus Plank Fréttastofa Sjónvarps sagði á mánu- dag frá því að Hæstiréttur hefði staðfest framsal á Premyzlaw Plank til Póllands, en hann er grunaður um hafa tekið þátt í skipulagðri glæpastarfsemi og orðið manni að bana í heimalandi sínu. RÚV sá þó ekki ástæðu til að nafngreina Plank, heldur talaði aðeins um „pólskan karl- mann“ og sýndi myndir af honum með hulið andlit. Þessi tillitssemi við Plank er óneitanlega skrýtin í ljósi þess að hann gaf sig fram við lögreglu á sínum tíma nokkrum mínútum eftir að hann kom fram í viðtali við Kastljós. bergsteinn@frettabladid.isE nn er hvalveiðibátnum ruggað og fyrsta hrefnan veidd. Ímynd Íslands á alþjóðavettvangi bíður hnekki og ljóst er að tekjutap vegna veiðanna verður umfram tekjurn- ar sem af þeim hljótast. Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utan- ríkisráðherra þess efnis að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með því að úthluta hrefnuveiðikvóta er óvenjuleg og vekur athygli. Hún birtist bæði á íslensku og ensku og ástæðan lá í augum uppi; gert var ráð fyrir að ekki yrði síður eftir henni tekið erlendis en hér heima. Í fljótu bragði kann yfirlýsing Ingibjargar að virðast óheppi- leg því með henni er viðurkennt fyrir alþjóðasamfélaginu að óeining sé innan íslensku ríkisstjórnarinnar um hvalveiðimálið. Á hinn bóginn má halda því fram að yfirlýsing utanríkisráð- herrans geti dregið ögn úr skaðanum sem af hrefnuveiðunum hlýst. Með henni er skýrt að á Íslandi ríkir alls ekki einhugur um hvalveiðar, ekki einu sinni innan ríkisstjórnarinnar. Það kann að draga úr ímyndarskaðanum. Hvalveiðar eru stórmál úti í hinum stóra heimi og þótt veiðar á 40 dýrum úr stofni sem ekki virðist í teljandi hættu kunni að virðast saklausar þá geta afleiðingarnar orðið afdrifaríkar. Tvennt er einkum í húfi, ferðaþjónustan á Íslandi og útflutn- ingur á íslenskum afurðum. Ímynd Íslands gegnir lykilhlutverki um hvort tveggja. Ferðaþjónustunni hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum og miklar vonir bundnar við áframhaldandi vöxt hennar. Þar hafa hvalaskoðunarferðir haft sitt að segja og raunar verið fastur liður í ferðum stórs hluta þeirra útlendinga sem hingað hafa komið. Ekki verður séð að hvalaskoðun og hvalveiðar fari vel saman og ljóst að meiri verðmæti felast í hinu fyrrnefnda. Útflutningur á íslenskum matvælum hefur lengst af staðið á brauðfótum. Allra síðustu ár virðist sem hægt vaxandi mark- aður hafi skapast fyrir þessar vörur samfara þróun á sælkera- menningu sem felur í sér aukna meðvitund um uppruna hráefn- is. Þarna gegnir ímyndin um hreint land þar sem menn lifa í sátt við náttúru lykilhlutverki. Yfirlýsingar þess efnis að hvalveiðar séu hluti af menningu Íslendinga og að hrefnu sashimi sé vinsæll forréttur á veitinga- stöðum í Reykjavík, eins og haft var eftir starfsmanni sjávarút- vegsráðuneytisins á bloomberg.com, eru í besta falli broslegar. Auðvitað eru þeir til sem söknuðu hrefnukjötsins meðan hrefnan var ekki veidd. Hinir voru þó mun fleiri sem vissu aldrei að hrefnur væri matur og/eða voru búnir að gleyma því þegar hrefnukjötið kom aftur í búðirnar. Röksemdin með hrefnuveiðum sem felst í því að þær éti upp annan fisk stenst ekki heldur skoðun, að minnsta kosti ekki meðan aðeins eru veidd 40 dýr. Líklega þyrfti að fækka heldur meira í stofninum til að það færi að skipta máli. Ímynd Íslands bíður hnekki við hrefnuveiðar. Undan því verð- ur ekki komist og það er kjarni málsins. Ímynd Íslands bíður hnekki. Hvalveiðibátnum ruggað áfram STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.