Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 20
[ ] Fjörutíu og fimm leiðsögu- menn útskrifast á morgun frá Menntaskólanum í Kópavogi. Þeirra á meðal eru Haukur Snorrason ljósmyndari og fréttahaukarnir Helgi H. Jóns- son, Kári Jónasson og Sigurður G. Tómasson. „Námið hefur verið spennandi og skemmtilegt og hópurinn góður,“ segir Sigurður G. þegar hann er spurður út í lærdóminn við Leið- söguskólann sem staðið hefur frá ágúst á síðasta ári. Í sama streng tekur Helgi H. „Mér hefur fundist þetta afskaplega athyglisvert og sérstaklega vil ég nefna jarðfræð- ina. Ég hef farið svolítið um landið áður en eftir það sem ég hef lært í jarðfræði í vetur horfi ég á það allt öðrum augum. Nú skil ég mun betur af hverju það lítur út eins og það gerir.“ Haukur er hjartanlega sammála. „Námið hefur verið hrein uppljómun fyrir mig,“ segir hann. Kári segir lesefnið fyrir jól hafa snúist um íslenskt samfélag frá landnámi til nútímans. „Leiðsögu- menn þurfa að kunna skil á ótal hlutum og vera viðbúnir spurning- um um hin ólíkustu efni, hvort sem það eru vesturferðirnar, eftir- launamál eða íslenski maturinn. Auk þess vorum við æfðir í tungu- málum.“ Þeir félagar eru nýkomnir úr fimm daga hringferð um landið með kennara, eins og þeir nemend- ur aðrir sem völdu almenna leið- sögn á seinni önninni. Valið stóð milli hennar og afþreyingarleið- sagnar eða gönguleiðsagnar. Eftir áramót snerist námið um ferðamennsku. Þá var hver lands- hluti krufinn jarðfræðilega og fræðst um hvað þar er áhugaverð- ast að sjá. „Við lærðum líka hjálp í viðlögum og ýmislegt sem viðkem- ur öryggi á ferðalögum, til dæmis að vara fólk við hverum, fossum og jökulsprungum,“ nefnir Kári. Spurðir hvort þeir muni ekki líka standa fyrir rútubílasöng í fram- tíðinni svarar Kári: „Eflaust tökum við lagið einhvern tíma en erum ekki með próf í söng enda fengum við enga tilsögn í honum.“ Haukur býst við að splæsa leið- sögumannsstarfinu saman við ljós- myndunina, er til dæmis að fara um landið með þrjá hópa af ljós- myndurum í sumar. „Ég hef farið með slíka hópa áður og rata út um allt en vissi þá ekki nóg. Nú veit ég miklu meira og nú er ég ánægður,“ segir hann og bætir við: „Toppur- inn er svo að kynnast þessu frá- bæra fólki í hópnum sem hefur fjölbreytta reynslu að baki og hefur deilt henni með okkur hinum.“ gun@frettabladid.is Klárir í rútubílasönginn Haukur, Sigurður G., Helgi H. og Kári. Hópurinn gisti á Hótel Skaftafelli í Freysnesi síðustu nótt fimm daga hringferðalagsins. MYND/S.G. Bakpokinn er nauðsynlegur í ferðalagið hvort sem farið er stutt eða langt. Í honum er gott að geyma smáhluti sem hafa þarf við höndina, eins og til dæmis farmiða, lyf eða góða bók. 16. - 20. okt. Kefl avík Hvaða kona á ekki skilið að fá að vera “Drottning um stund”? Okkar vinsæla 3 daga dekurferð fyrir konur á Norðurlandi hefst föstudaginn 13. júní. Dekrað við þátttakendur bæði í mat og drykk og hestar við allra hæ . Verð einungis kr. 62.000 þar sem allt er innifalið (hestar, reiðtygi, fararstjórn, gisting, nudd, matur og drykkir) - aðeins 20 sæti í boði. Þú átt það skilið... Láttu drauminn rætast í hestaferð hjá Íshestum. Drottning um stund Upplifðu alvöru kúrekaævintýri. Heitasta ferðin í dag, tökum vel á móti stórum sem smáum hópum. Tugir þúsunda manna hafa stigið línudansinn í hlöðunni, keppt í skeifukasti og skvett úr hófunum í kúrekastuði. Ætlar þú að bætast í hópinn? Kúreka fjör Lengri hestaferðir Allir sunnudagar eru fjölskyldudagar hjá Íshestum. 50% afsláttur í klst ferð kl. 14:00, teymt undir börnum kl. 13:00 - 14:00 (500 kr). Okkar sívinsæla 2 klst hraunferð er í boði tvisvar á dag. Þá erum við einnig með ferðir fyrir vana. Kaf , kakó og með því í Jósölum. Allir velkomnir. Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér sæti í ævintýra- legum langferðum okkar. Hægt að taka sína eigin hesta með. Bjóðum upp á allar tegundir af 2 - 9 daga ferðum frá 10 Íshesta- stöðvum hringinn í kringum landið. Kíktu á úrvalið á heimasíðu okkar: www.ishestar.is. Upplýsingar og bókanir í síma 555 7008 eða ishestar@ishestar.is Fjölskyldudagar Skráning í hinn rómaða sumarreiðskóla Íshesta hefst 1. maí 2008. Menntaðir reiðkennarar stjórna námskeiðunum og sérstök námskeið eru í boði fyrir yngstu börnin, 5-6 ára. í fyrra komust færri að en vildu. Allar nánari upplýsingar og skráning á www.ishestar.is. sem og í síma 555 7000 eða info@ishestar.is Íshestar, Sörlaskeiði 26, Hafnar rði - sími: 555 7000 - www.ishestar.is - info@ishestar.is Reiðskóli Íshesta og Sörla í Hafnar rði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.