Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 28
 21. MAÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR● fréttablaðið ● vinnuvélar6 60% MARKAÐSHLUTDEILD Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2004 MANITOU skotbómulyftarar - Þarfur þjónn, sem uppfyllir ströngustu gæði og væntingar þeirra kröfuhörðustu. HANN ER GRIMMUR! MANITOU MLT 634 TURBO INTERCOOLER - VIÐURKENND VARAHLUTAÞJÓNUSTA í 44 ár - Útvegum notaða skotbómulyftara - Úrval notaðra lyftara á lager Fjórhjóladrifinn Fjórhjólastýrður Lyftigeta: 3.400 KG Lyftihæð: 6.050 MM Gafflar: 1.200 MM Vél: Perkins Turbo intercooler, 123 HÖ LOAD SENSING!! Samtímis glussahreyfingar án aukins snúningshraða vélar. SKOTBÓMULYFTARI PON PÉTUR O. NIKULÁSSON ehf. Melabraut 23 • 220 Hafnarfjörður Símar 552 2650 & 552 0110 • FAX: 552 1588 • e-maiL: pon@pon.is Hægt er að auðvelda sér garðstörf til muna með sniðugum tækjum. Þrátt fyrir að garðyrkja geti verið afar gefandi og róandi áhugamál er hún engu síður hörkuvinna. Þegar vora tekur og garðurinn kemur lúinn undan vetri er í mörg horn að líta. Þá getur verið gott að auðvelda sér ýmis störf með þar til gerðum tækj- um og tólum en sífellt bætast við sniðugar nýjungar sem hugsaðar eru til að gera garðstörf léttari. Hér gefur að líta nokkrar öflugar vélar frá BYKO og áhaldaleigu Húsasmiðjunnar. - hs Léttari verk með réttu tólunum og tækjunum Bensínkeðjusög sem hentar vel til að fella stór tré og sníða af þykkar greinar. Hægt er að leigja hana hjá áhaldaleigu Húsasmiðjunnar. Hálfur dagur, það er fimm klukkustundur, kostar 2.190 krónur. Fyrsti dagur er á 3.942 krónur. Viðbótardagur kostar síðan það sama og hálfur dagur. Gula hættan! Warrior-sláttuvél með fjórgengis Briggs & Stratton- mótor. Vélin er 3,75 hestöfl með 60 lítra safnpoka, stillanlega sláttuhæð og sláttubreidd 46 sentimetrar. Fæst í BYKO á 26.900 krónur. PARTNER sláttutraktor- inn er með fjórgengis Briggs & Stratton classic mótor. Hann er 13,5 hestöfl með 250 lítra safnkassa og 92 sentimetra sláttubreidd. Hann fæst í BYKO á 309.900 krónur. Staurabor á hjólum er tilvalinn til að auðvelda sér girðingavinnu og byggja skjólveggi. Leiga í hálfan dag hjá áhaldaleigu Húsasmiðjunnar er á 7.780 krónur en fyrsti dagur á 14.004 krónur. Viðbótardagur er á sama verði og hálfur dagur. Hægt er að fá bora fyrir 20 sentimetra og 30 sentimetra. Patreksfirðingurinn Ríkharður Sigurðsson var að leggja af stað frá búðum Hraunaveitu við Laugafell niður á Reyðarfjörð að sækja sement síðasta sunnudag þegar hann var stöðvaður af blaðamanni Fréttablaðsins og beðinn að stilla sér upp fyrir myndatöku. Hann kvaðst hafa verið við störf á virkjunarsvæðinu í þrjú ár á hinum ýmsu trukkum. Á þessum hefði hann keyrt vel á annað ár og meðal annars séð um sementsflutning á honum frá höfninni á Reyðarfirði upp á fjöllin en færi einnig í annan akstur þegar á þyrfti að halda. Margvíslegan búnað er hægt að hengja aftan í þennan Volvo-bíl; má þar nefna malarvagn, dráttarvagn, tank og vélavagn. - gun Á leið á Reyðarfjörð að sækja sement Ríkharður Sigurðsson við sementsflutningabílinn sem hann hefur stjórnað vel á annað ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.