Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 32
 21. MAÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR● fréttablaðið ● netið4 Svokallaðar veltigrindur í Len- ovo-fartölvum verja mikilvægasta tölvubúnaðinn eins og harðan disk, skjá og örgjörva, fyrir hnjaski. Hingað til hafa þær verið gerðar úr magnesíum-efni, sem liggur þétt yfir vélarbúnaðinum, og þar af leið- andi hafa notendur stundum átt erf- itt með að tengjast þráðlausu neti. Nýja veltigrindin í ThinkPad Lenovo X300 hefur hins vegar verið endurbætt þannig að hún tekur betur á móti þráðlausu neti að sögn Gísla Þorsteinssonar, upp- lýsingafulltrúa Nýherja. „Hún er 60 prósent léttari og þrisvar sinn- um sterkari en magnesíum-grindur í eldri vélum.“ Forsaga nýju hönnunarinnar hófst í T61 vélum Lenovo þar sem veltigrindin var höfð í laginu eins og köngulóarvefur undir skjánum. Hönnunin gerði það að verkum að veltigrindin var með nægilega stór göt sem tryggðu kælingu búnaðar- ins. „Þegar hafist var handa við fram- leiðslu á X300 var gert enn betur, því þar notuðust framleiðendur við svokallað koltrefjaefni blandað tit- anium, sem er sams konar efni og notað er við framleiðslu á Formúlu 1-bílum og Airbus-flugvélum,“ segir Gísli og bætir við að efnið sé sterkt en einstaklega létt því X300 er einungis 1,3 kíló. Gísli segir að vélin sé hönnuð til að þola mikið hnjask og tekur fram að Lenovo-fyrirtækið sé afar með- vitað um umhverfismál. „Lenovo hefur lagt mikla rækt við þróun og framleiðslu á búnaði sem sparar orku og er endurnýt- anlegur þegar vélarnar ljúka hlutverki sínu. Þetta á sérstaklega við um X300 vélina, sem er fyrsta vélin sem fær svokallaða EPEAT GOLD umhverfis- vottun og eru umbúðir hennar úr 90 prósent endurnýtanlegum efnum.“ - nrg Tengist betur þráðlausu neti Gísli Þorsteinsson með Thinkpad Lenovo X300. MYND/HEIÐA HELGADÓTTIR Vélin hefur verið hönnuð til að taka betur á móti þráðlausu neti. Íslenskir aðilar í samstarfi við kínversk stjórnvöld og banda- rísk hátæknifyrirtæki vinna að því að útbúa strikamerki sem unnt er að nota af fleiri en einum aðila. Hugmyndin er að þau séu virk gegnum allt framleiðslu- og söluferlið, í stað þess að vera aðeins virk í söluferlinu. Nánast hver einasta vara í heimin- um er strikamerkt og hvert einasta strikamerki hefur að geyma ein- hverjar upplýsingar. En nú blas- ir við að ný kynslóð strikamerkja muni ryðja sér til rúms. Þetta eru rafræn merki sem senda frá sér út- varpsbylgjur og kallast RFID, sem er skammstöfun á Radio Frequ- ency IDentification. Þessi strika- merki geta geymt mun meira af upplýsingum en þau strikamerki sem við þekkjum nú og munu hafa miklar breytingar í för með sér. Til þess að hægt sé að nýta möguleika þeirra til hins ýtrasta hefur fyrirtækið Globe Tracker, sem meðal annarra var stofnað af Íslendingum, í samstarfi við Kín- verja og Bandaríkjamenn unnið að hugbúnaðarlausn sem á að auð- velda fyrirtækjunum að senda upplýsingarnar frá strikamerkj- unum í gegnum netið. Prófess- or Jóhann Pétur Malmquist hefur leitt verkefnið hérlendis, en í sam- starfi við hann eru dr. Gunnar Stefánsson, dósent í verkfræði við Háskóla Íslands og gestakennari við Shanghai Maritime-háskólann í Sjanghæ og dr. Helga Kristjáns- dóttir, sérfræðingur í alþjóðahag- fræði við Háskóla Íslands. „Þessi nýju strikamerki eru ekki öll eins, það fer eftir vör- unni sem verið er að merkja hvers konar merki á best við. Finna þarf leið til þess að þessi ólíku merki geti unnið saman í aðfangakeðj- unni og er hlutverk Globe Track- er að miðla þessum upplýsingum á milli aðila, óháð því hvaða merki eru notuð,“ segir Jóhann Pétur. „Merkin geta geymt ýmsar gagnlegar upplýsingar, til dæmis við hvaða hitastig varan var geymd, hvort hún hafi komist í snertingu við mengun, eða jafnvel hvort brettið sem varan var flutt á hafi oltið. Við þetta ferli safnast saman upplýsingar, sem jafnvel tryggingafélög gætu haft áhuga á að nýta sér. Einnig geta merkin geymt og sent upplýsingar um staðsetn- ingu vörunnar hverju sinni, sem er mikilvægt því vörurýrnun er um ellefu prósent í heiminum í dag, meðal annars vegna þess að vörur týnast. Talið er að hægt sé að draga verulega úr vörurýrn- un, með því að merkja vöruna um leið og hún er framleidd og fylgja henni eftir í gegnum alla aðfanga- keðjuna,“ segir Jóhann Pétur. - keþ Strikamerki hafa samband á netinu Prófessor Jóhann Pétur Malquist og dr. Helga Kristjánsdóttir, en á myndina vantar dr. Gunnar Stefánsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Take your time, eða Taktu þér tíma, er heitið á sýningu á verk- um eftir Ólaf Elíasson sem stendur nú yfir í MoMa-listasafninu í New York-borg. Ekki geta allir veitt sér þann munað að stökkva upp í næstu flugvél og fljúga vestur á bóginn til að berja sýn- inguna augum. Menn geta þó bætt sér það upp að hluta með því að fara á moma.org, þar sem sýningin er á netinu. Að sjálfsögðu nær hún ekki því andrúmslofti sem fylgir að fara á sjálfa sýn- inguna, en með því að kíkja í gegnum það skráargat sem netið er, kemst maður nokkuð nálægt því. Sjá www.moma.org. - keþ Ólafur Elíasson online Sýning á verkum Ólafs stendur yfir í listasafninu MoMa í New York. Þeir sem sjá sér ekki fært að heimsækja safnið geta skoðað sýninguna á netinu. Í gær var var beta-útgáfu af Google Health hleypt af stokkunum. Á Google Health getur fólk safnað saman upplýsingum frá lækn- inum sínum, sjúkrahúsum og apótekum á einum stað. Jafnvel er hægt að fræðast um þá sjúkdóma sem maður gæti mögulega haft og svo framvegis. Enn sem komið er miðast þetta við Bandaríkin en meðferð sjúkragagna er ekki eins háttað í öllum löndum. Hina nýju Google-síðu má sjá á www.google.com/health. - keþ Sjúkragögn á Google Stjórnendur MySpace sýna þeim enga miskunn sem nota síður fyr- irtækisins til að senda ruslpóst. MySpace dró nýverið mann að nafni Sanford Wallace fyrir dóm- stóla fyrir að hafa ásamt félaga sínum, Walter Rines, notað vef- síður Myspace til að senda rusl- póst. Í síðustu viku féll dómur- inn á þá vegu að honum var gert að greiða MySpace 230 milljónir Bandaríkjadollara í miskabætur. „MySpace hefur enga þolinmæði gagnvart þeim sem reyna að haga sér með ólöglegum hætti á vefsíð- um okkar,“ segir í yfirlýsingu frá MySpace. Wallace, sem er sjálfkrýnd- ur konungur ruslpóstsins, og fé- lagi hans Rines tóku yfir vefsíður meðlima MySpace eða settu upp sínar eigin síður til að senda um 700.000 ruslpósta á meðlimi síð- unnar. Ruslpósturinn átti að lokka fólk á aðrar vefsíður þar sem þeir félagar högnuðust á því að selja hringitóna og aðrar vörur. Réttarhöldin hófust í mars 2007 en fljótlega hætti Wallace að mæta fyrir rétt og hvarf og mætti ekki þegar dómurinn var kveð- inn upp. Ekki er vitað hvar hann er niðurkominn en MySpace leit- ar hans. Með þessum dómi vonast MySpace til að draga úr öðrum sem ætla að leika sama leik, en fyrirtækið stendur í fleiri mála- ferlum af svipuðum toga. - keþ Stjórnendur MySpace sigrast á ruslpósti Stjórnendur MySpace taka hart á þeim sem nota síður fyrirtækisins til að senda ruslpóst. Fólk getur safnað sjúkragögnum saman á Google Health.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.