Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 38
 21. MAÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR8 ● fréttablaðið ● vinnuvélar ● FYRIR STÓRA SEM SMÁA CAT-vinnuvélarnar, eða Caterpillar eins og þær kallast fullu nafni, eru víðfrægar og hafa fyrir löngu áunnið sér sinn sess í vinnuvélaheiminum. Þess má til gamans geta að Cater- pillar-vinnuvélar hafa komið við sögu allra stórframkvæmda á sviði jarðvinnu hérlendis eins og virkjun fallvatna til raforku- framleiðslu. Hins vegar er hægt að kynna þetta fræga vörumerki snemma á lífsleiðinni þar sem ýmis leikföng fást með CAT- merkinu og er þá oftast um að ræða smækkuð líkön af gröfum og þess háttar sem litlir fingur hafa gaman af að handleika. Það má vinna mörg þörf störf á litlum smábýlum í sandkassa eða á sængurfjöllum með þess- um litlu vinnuvélum. Leikföng- in geta einnig sómað sér vel í hillum hjá áhugamönnum um vinnuvélar. Stelpurnar á trukkunum Konur hafa í auknum mæli sótt í stétt vörubílstjóra. Trukkastelpurnar keyra ýmsa bíla og Margrét nefnir þar meðal annars malartreilera og fjögurra öxla bíla. „Mótordellan er í blóðinu enda alin upp í sveit og komin á dráttarvél sex ára. Síðan tók ég vinnuvélaréttindi og meirapróf og hef keyrt vörubíl síðan ég var átján ára,“ segir Margrét Erla Júlíusdóttir, sem var eina stelpan á vörubíl þegar hún byrjaði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jenný Friðjónsdóttir, eða Pæjan eins og hún kallar sig á bílnum, kom á laggirnar bloggsíðu Trukkastelpnanna. Margrét Erla Júlíusdóttir hefur keyrt vörubíl í ellefu ár og líkar vel. Trukkastelpurnar er félags- skapur kvenna sem keyra vöru- flutningabíla á Íslandi og halda úti sameiginlegri bloggsíðu. „Við trukkastelpurnar kynntumst flestar í gegnum bloggsíðu sem ein okkar, Jenný Friðjónsdóttir, kom á laggirnar,“ segir Margrét Erla Júlíusdóttir vörubílstjóri, sem er í félagskap þrettán kvenna sem allar keyra vörubíla á Ís- landi. Margrét keyrir 660 hestafla FH 16 Volvo vörubíl með gámalyftu fyrir Jón og Margeir í Grinda- vík þar sem hún er búsett. Bíla- áhuginn hefur fylgt Margréti nán- ast alla tíð og þrátt fyrir ungan aldur hefur hún setið undir stýri vörubíla síðastliðin ellefu ár. „Ég ólst upp í sveit og var örugglega ekki nema sex ára þegar ég sett- ist upp í dráttarvél. Síðan fór ég að vinna í fiski og fór fljótlega að keyra þar lyftara. Síðan tók ég vinnuvélaréttindin sautján ára og er með réttindi á gröfu og krana. Í framhaldi af því tók ég meira- próf átján ára og hef keyrt síðan,“ útskýrir Margrét, sem var á þeim tíma eina stelpan á vörubíl. „Langflestir karlarnir voru já- kvæðir og hjálpsamir í minn garð. Samt voru nokkrir af eldri körlun- um sem fannst skrítið að fá stelpu í hópinn. Konum sem keyra vöru- bíla hefur fjölgað mikið síðast- liðin tvö til þrjú ár. Flestar keyra malar treilera og eru á fjögurra öxla bílum.“ Margrét hvetur allar stelpur og konur sem hafa áhuga á starfinu að láta drauminn rætast og hafa þá samband við Trukkastelpurn- ar. Enda félagsskapurinn opinn öllum konum í bransanum. „Við hittumst eins oft og við getum; borðum saman og gerum annað skemmtilegt. Síðan tölum við líka aðeins um bílana,“ segir Margrét hlæjandi, sem er með alhliða mótordellu að eigin sögn. „Ég er mikið á krossara og lenti í þriðja sæti á Íslandsmeistara- mótinu í fyrra. Síðan er maður- inn minn líka í þessu og meira að segja dóttir okkar, sem er átta ára, á lítið hjól.“ „Það gat nú verið svolítið erfitt í fyrstu að vera með kassabíl og vagn aftan á stórum hringtorgum í borginni án þess að rata nokkuð. Síðan kom þetta allt saman,“ segir Margrét, sem hefur aldrei komist í hann krappann. Eða eins og hún segir sjálf: „Ég er alltaf að reyna að vanda mig á veginum.“ Allar upplýsingar um Trukka- stelpurnar er að finna á http:// trukkastelpurnar.bloggar.is. - rh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.