Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 54
22 21. maí 2008 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is Björn Roth segir vel koma til greina að kæra til lög- reglu stuld á undeildu verki Christofs Büchel sem skorið var niður af ramma sínum á Hjörleifshöfða. „Við viljum líta svo á að um tug- milljóna stuld sé að ræða,“ segir Guðjón Sigmundsson, betur þekkt- ur sem Gaui litli. Verk hins heimsþekkta sviss- nesska listamanns, Christof Büchel, hafa vakið mikla athygli hér á landi en þar fjallar hann meðal annars um rasisma. Miklar innsetningar, eða veggspjöld prentuð á segldúk, 2x3 metrar, voru sett upp við Hvalfjarðargöng og svo tvö við Hjörleifshöfða. Nýverið rauk einhver til og skar verkin af römmum sínum þau sem voru á Hjörleifshöfða og haft á brott með sér. Mynd Büchels sýnir þrjár hvítar kindur stugga við einni svartri og hefur uppsetning þess kveikt við- brögð. Meðal annars hafa starfs- menn borgarinnar farið til að rífa niður auglýsingaplaköt þar sem sjá má myndina. Gaui litli kom að uppsetningu verkanna og segir aðeins tvennt í stöðunni hvað varð- ar Hjörleifs- verkin: Annað hvort hafi hreinlega ein- hver brjálæðingurinn, sem mis- skilur inntak verksins, rokið til, með hnífinn á lofti og fjarlægt verkið í pólitísku fári eða þá að þarna hafi einhver vafasamur listaverkasafnari verið á ferð. „Jahh, þetta gæti þess vegna dúkk- að upp á Ebay. Hvað veit maður? Büchel er heimsþekktur listamað- ur. Talinn einn efnilegast listamað- ur samtímans og meta má verk hans á milljónir,” segir Gaui litli. Innsetningar Büchels eru liður í verkefninu Ferðalag/Journey sem er á vegum Listahátíðar og Björn Roth stjórnar. „Er Christof búinn að gera allt vitlaust? Já, eða land- inn öllu heldur þó Christof hafi „startað” þessu,“ segir Björn. Hann segir að í sínum huga sé í raun ekki myndirnar, plakötin og skiltin sem séu hið eiginlega lista- verk heldur viðbrögðin sem slík. „Fólk bregst við á mismunandi hátt. Í kjölfar þess að fjallað var um í sjónvarpsfréttum þegar plakötin voru rifin niður rauk kona ein út og fór að rífa niður plaköt. Aðspurð af hverju sagði hún: Sjónvarpið sagði það.“ Björn Roth segir vel koma til greina að kæra stuldinn á Hjör- leifshöfða til lögreglu. „Og hvar endar þetta þá? Christof sjálfur vill ekki tjá sig um þetta á þessu stigi. Segir þetta verð að hafa sinn gang. Hann segir bara: Sjáum hvað verða vill. Sum verka hans eru pólitísk. Hann hefur gaman að því,“ segir Björn Roth. jakob@frettabladid.is Kindum Büchels stolið eða slátrað GAUI LITLI Segir sennilega um svívirðilegan lista- verkaþjófnað að ræða frekar en að einhver skyni skroppinn hafi rokið til með hníf- inn í öfugsnúnum pólitískum tilgangi. „Jú, jú, þetta er allt klappað og klárt. Ég lokaði reyndar bara aug- unum þegar afgreiðslumaðurinn renndi kortinu í gegn,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson, kvikmynda- framleiðandi með meiru. Hann þurfti að standa við stóru orðin og kaupa Armani-smóking handa kvikmyndagerðarmanninum Rún- ari Rúnarssyni. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu lýsti Rúnar því yfir að stuttmynd hans 2 Birds myndi keppa um gullpálmann í Cannes. Þórir lofaði í kjölfarið að kaupa sérsniðinn Armani-smók- ing ef sú yrði raunin. Sem kom svo á daginn. „Hann verður í smókingnum þegar hann tekur við gullpálmanum á sunnudag- inn,“ bætir Þórir við en útskýrir jafnframt að þetta sé svipuð gerð af smóking og keyptur var handa Degi Kára þegar Voksne mennesker var sýnd á frönsku ríveríunni. Þórir vildi þó ekki gefa upp kaupverðið; það væri algjört hernaðarleyndarmál. Samkvæmt upplýsingum frá Sævari Karli sem selur einmitt Armani-smók- inga kostar einn slíkur rúmar 130 þúsund, sem þykir fremur lágt verð miðað við annars staðar í Evrópu. Rúnar var einmitt á leiðinni í verslunina í Kaupmannahöfn þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Og í ljós kom að smóking- urinn var ekki keyptur til að svala einhverri hégómagirnd leikstjórans eða láta Þóri standa við stóru orðin. „Mér hefði nefni- lega ekki verið hleypt inn á sýn- inguna án þess að vera í smóking, þetta er því hálfgerður keppnis- búningur líkt og íslenska lands- liðstreyjan,“ útskýrir Rúnar en þetta er í fyrsta skipti sem hann fer til Cannes. „Ég hlakka mikið til og vonandi rignir mann ekki niður.“ - fgg Smókingurinn er keppnisbúningur VERÐUR Í ARMANI Rúnar Rúnarsson er búinn að fá Armani-smókinginn sem honum var lofað. Hann gegnir reyndar öðru og kannski mikilvægara hlutverki því Rúnari hefði sennilega ekki verið hleypt inn á sýninguna án þess að klæðast slíkum spjörum. Gwyneth Paltrow átti „comeback” á rauða dreglinum í gærkvöldi þegar hún mætti á frumsýningu Two Lovers, sem hún leikur aðalhlutverkið í á móti engum öðrum en Joaquin Phoenix. Leikstjórinn James Gray er nánast áskrifandi að keppninni, var í fyrra með We Own the Night, en þetta er þriðja myndin hans af fjórum sem valin er í keppni. Joaquin Phoenix fékk því miður magakveisu og var lagður inn á spítala þegar hann átti að fljúga til Cannes og var hans sárt saknað af aðdáendum í höllinni. Gwyneth er að snúa aftur á hvíta tjaldið eftir töluvert hlé í að sinna börnum og buru. Iron Man sem var nýlega frumsýnd var fyrsta myndin hennar eftir hlé og Two Lovers næsta en hún á greinilega fullt erindi aftur í bransann og var vel tekið af áhorf- endum. Þó að myndin sé amerísk og stór nöfn á bakvið hana er hún ekki fjármögnuð af stóru stúdíóunum heldur telst óháð kvikmyndagerð. James Gray lét Hollywood-stúdóin heyra það þegar hann ræddi við blaðamenn eftir sýninguna og lýsti því yfir að leikstjórar frá til dæmis Kína eða Afríku ættu eftir að ná yfirhöndinni og fólk ætti ekki eftir að vilja sjá Hollywood-myndir lengur. Hann talaði um slæma þróun í Hollywood síðustu þrjátíu árin og saknar gamla Holly- wood sem framleiddi áður bestu myndir í heimi. Nú til dags þurfa myndirnar að vera svo rosalega stórar til að höfða til svo mikils fjölda að margra sögur verða ekki sagðar. Þannig munu amerískir leikstjórar missa hæfileikann til að segja sögur. Góðar, fallegar, raunsæjar og flóknar sögur. Gray trúir því að almenningur vilji upplifa miklu meiri dýpt og flóknari sögur en stúdíóin þori að bjóða uppá og tók sem dæmi: „Ef þú gefur fólki alltaf McDonald‘s að borða og býður þeim svo allt í einu upp á sushi þá finnst þeim það að sjálfsögðu skrítið. En það er ekki þar með sagt að fólk vilji ekki líka fá sushi.” CANNES 2008 HANNA BJÖRK VALSDÓTTIR FYLGIST MEÐ BESTU KVIKMYNDAHÁTÍÐ HEIMS Hollywood-maskínan gagnrýnd Í SVIÐSLJÓSINU Gwyneth Paltrow á rauða dreglin- um í Cannes. NORDICPHOTOS/GETTY HINNAR MISSKILDU KINDUR. Verk Christofs Büchel, 2x3 metrar, var prentað á segldúk og því komið fyrir á Hjörleifshöfða en hefur verið skorið niður af óprúttnum aðilum. > HARRISON FÆR GARÐ Olivia Harrison, ekkja Bítilsins George Har- rison, hefur opnað garð til heiðurs manni sínum á Chelsea-blómasýningunni sem er haldin í London. Fyrrverandi samherji Harri- son í Bítlunum, Ringo Starr, aðstoðaði Oliviu við opnunina. Harrison, sem dó úr lungnakrabbameini árið 2001, var reglulegur gestur á sýningunni, sem er haldin á hverju ári. Vonast Olivia til að garðurinn muni endurspegla persónuleika hans. F ít o n /S ÍA Eftir Inu Christel Johannessen AÐEINS 3 SÝNINGAR Á LISTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 23.05.08 / 24.05.08 / 25.05.08 MIÐAR 568 8000 / www.id.is SÝNINGAR Á LISTAHÁTÍÐINNI Í BERGEN 01.06.08 / 02.06.08 HEIMSFRUMSÝNING ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN OG CARTE BLANCHE, BERGEN KYNNA BREYTTUR SÝNINGARTÍMI LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 24.MAÍ SÝNING NÚ KL 17.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.