Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 1
146 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 21. maí 2008 – 21. tölublað – 4. árgangur 14 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 SKUGGABANKASTJÓRN MARKAÐARINS Þórður Friðjónsson, Edda Rós Karlsdóttir, Ásgeir Jónsson og Ólafur Ísleifsson skipa Skuggabankastjórn Markaðarins sem kom saman á föstudag til fyrsta fundar síns á Hótel Holti og ræddi vaxtaákvörðun. MARKAÐURINN/GVA Björn Ingi Hrafnsson skrifar Halda á stýrivöxtum óbreyttum, að mati skugga- bankastjórnar Markaðarins, sem hefur komið saman í fyrsta sinn í aðdraganda stýrivaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands. Skuggabankastjórnin hefur áhyggjur af mögulegri ofkælingu íslenska hag- kerfisins og telur því ekki skynsamlegt að hækka frekar vexti, þrátt fyrir verðbólguhorfur. Skuggabankastjórn Markaðarins skipa Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, Ólafur Ís- leifsson, lektor við HR, Edda Rós Karlsdóttir, for- stöðumaður greiningardeildar Landsbankans, og Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings. Ásgeir telur enga tilviljun að orðið hafi gengisleki þrisvar sinnum hér á landi á aðeins áratug með til- heyrandi verðlagshækkunum; ljóst sé að Seðlabank- inn hafi ekki stjórn á verðbólgumarkmiðunum. „Um leið afhjúpast ákveðnir gallar í íslenska fjármála- kerfinu sem þarf að takast á við nú þegar,“ segir hann. Edda Rós bendir á að verðbólgu kúfurinn nú sé staðreynd, en mikilvægt sé að benda á að eftir tólf mánuði sé útlit fyrir innan við fjögurra prósenta verðbólgu. Þórður segir dýrt að halda úti krónunni og stórauka þurfi gjaldeyrisvaraforðann ef halda eigi sjálfstæðri mynt, en upptaka evru þýddi að mun veigaminni rök væru fyrir því að leggja út í gífur- legan kostnað með harðri peningastefnu til þess að ná trúverðugleika. Hann fengist með evru. Ólafur segir íslensku bankana þá einu í Evrópu sem eigi sér ekki bakhjarl í lánveitanda til þrautavara, nema að svo miklu leyti sem Seðlabankinn geti lagt þeim til lausafé í íslenskum krónum. Hækkunarferli stýrivaxta lokið Skuggabankastjórn Markaðarins vill óbreytta stýrivexti. Vel getur verið að við Íslendingar séum að komast út úr þeirri efna- hagslægð sem gengið hefur yfir landið en hún getur einnig dreg- ist á langinn, segir Þór Sigfús- son, formaður Samtaka atvinnu- lífsins, í grein sem hann ritar í Markaðinn í dag. Í greininni beinir Þór sjónum að tækifærun- um sem felast í mótstreyminu og bendir meðal annars á reynslu Finna í því sambandi. „Finnar komust að því að ein ástæða samdráttarins var óábyrg hagstjórn, miklar launa hækkanir sem voru aftur og aftur rétt- ar af með verðbólgu og gengi finnska marksins. Þetta leiddi síðan til inngöngu Finna í ESB og upptöku evru. Við Íslendingar höfum reynslu af álíka hagstjórn. Eðlilega sprettur fram sambæri- leg umræða hérlendis um hvort svarið við þessu sé innganga í ESB og upptaka evru. Einstaka stjórnmálamenn af hægri væng stjórnmálanna hafa tekið ESB- umræðuna úr gjafaumbúðunum og það er vel. Kannski er það enn eitt tækifærið sem skapast hefur í núverandi samdrætti að sú umræða fer nú fram með opn- ari hætti en áður hefur tíðkast,“ segir Þór. „Þótt Finnar hafi litið á tiltekt- ina eftir síðasta samdráttarskeið sem góðan undirbúning fyrir inngöngu í Evrópusambandið og EMU má það ekki draga úr áhuga fyrir því að svona hreingern- ing fari fram hérlendis. Óháð af- stöðu okkar til ESB eigum við að líta á núverandi samdrátt sem tækifæri til þess að gera strax þær breytingar sem bætt geta samkeppnisstöðu okkar og gert okkur snjallari á næsta upp- gangsskeiði.“ sjá bls. 10. Formaður SA: ESB-um ræðan tekin úr gjafa- umbúðunum Óopinber sendiherra í Svíþjóð Segir vor í lofti í efnahagsmálum Hugað að afþreyingu á vinnustað Verða að kunna að leika sér Frístundin Ferðalög, heilsurækt og lestur Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com ...við prentum! Hagvöxtur nam að jafnaði hálfu prósenti á fyrsta ársfjórðungi hjá aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofunarinnar (OECD). Samkvæmt fyrstu áætlunum, sem stofnunin birti í gær, er aukningin sú sama og í fjórðungn- um þar á undan. Hagvöxt- ur var hins vegar ívið meiri á evrusvæð- inu, eða 0,7 prósent, og jókst frá því í fyrra, en á síð- asta fjórð- ungi 2007 var hagvöxtur evrulandanna 0,4 prósent. Í Bandaríkjunum nam vöxturinn hins vegar ekki nema 0,1 prósenti, eins og á lokafjórð- ungi 2007. Vöxtur á milli árs- fjórðunga var mestur í Þýska- landi, 2,7 prósent, en minnstur í Japan, 1,1 prósent. - óká Hagvöxtur evrulanda eykst NEW YORK Í BANDA- RÍKJUNUM Hagvöxtur í Bandaríkjunum stendur í stað milli ársfjórðunga.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.